Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 40

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 40
40 NORÐURLJÓSIÐ Endurnýjað hjónaband Ejtir Frank Jennings. Hafskipið Orcades var komið fjögurra daga siglingu frá Sidney (í Astralíu) og átti eftir þrjá daga til Manilla (á Filippseyjum). Eg gladdist yfir hvíldinni, er sjóferðin leiddi af sér, og eyddi mestum hluta dagsins, meðan bjart var, uppi á efsta þilfari, las eða spjallaði við nýja kunn- ingja. Skipaútgerðarfélögin sjá því miður ekki um það á þessum skemmtanahlöðnu dögum, að til séu „þagnar- herbergi" handa þeim farþegum þeirra, sem langa til að sálin njóti friðar til að geta heyrt hljóðláta, þyslausa rödd Guðs. Áherzlan er stöðugt lögð á hin efnislegu skilvit mannsins, og skemmtanadagskráin er nær einvörðungu helguð þeim, sem heimta, að „eitthvað sé í gangi“ til að fylla margar aðgerðarleysisstundir þeirra og létta af þeim leiðindum á leiðindastundum. Annan morgun minn á skipinu gekk ég til uppáhalds staðar míns á efsta þilfari. Þá veitti ég athygli konu, sem hallaði sér aftur á bak í ferðastól og gætti vandlega að mér, og forvitnin skein úr augum hennar. Ég kinkaði til hennar kolli í kveðjuskyni og fékk mér sæti. Mér var ekk- ert í mun að sýnast nærgöngull og leit þannig á, að konan mundi kunngera mér ósk sína, ef hún vildi segja mér eitt- hvert leyndarmál sitt. Síðdegis og næsta dag var hún á sama stað. Augu hennar athuguðu mig, hvenær sem ég leit upp, og sv.ipur hennar vitnaði um innri baráttu. Eg var farinn að velta fyrir mér, hver hún væri, hvers vegna hún sat alein og um hvað hún væri að hugsa. Fjórða morg- uninn komst ég að þessu. Ferðafélagi minn reis á fætur og kom til mín. „Viljið þér afsaka mig?“ spurði hún feimnislega. „Ég fann, að ég varð að tala við yður. Þér eruð prestur, er ekki svo? Ég sá nafn yðar á farþegaskránni og á eina af bókum yðar. Er það í lagi, að ég tali við yður? Ég á við, hvort ég valdi yður óþægindum með þvi. „Auðvitað ekki,“ svaraði ég. „Ég skal sækja stólinn yð- ar og flytja hann hingað. Er hún sat hjá mér, virtist hún vera um hálffertugt. Hún var mjög föl og þreytuleg á svipinn. Áhyggjurúnir voru ristar á enni hennar og kinnar. Klæðnaður hennar var íburðarlaus. Þegar ég kom með stólinn, hneig hún niður í hann og andvarpaði af örmögnun. „Jæja, um hvað er það?“ spurði ég. „Þér lítið út eins og þér berið þunga byrði. Má ég taka undir hana með yður? Segið mér, hvað þér viljið. Vera má, að ég geti hjálpað yður. Við skulum sjá til.“ Andartaki síðar var ég far.inn að hlýða á söguna al- kunnu af eiginmanni og eiginkonu, sem hjónabandið hefir orðið skelfileg martröð. Hún hafði breytt svo heimsku- lega, að hlaupast á brott með manni. Hún vissi, að ákafi elskhuginn hennar hafði lifað mjög v.illtu lífi. Hún giftist honum samt, algerlega á móti ráðum foreldra og vina, knúin af blindri ástríðu, og trúði því í sakleysi sínu, að hún gæti betrað hann, þegar þau væru farin að vera sam- an. Þau settust að á efri hæð í húsi í Sutton, Surrey á Englandi. En betrumbætur á manni hennar gengu ekki eftir áætlun. Er fyrstu dagar hjónabandssælunnar voru liðn.ir hjá, var henni sagt með mjög skýrum orðum, að hann langaði ekkert til að láta betrast, að hann væri al- veg ánægður með sínar fáu og mildu syndir, og hún hefði gifzt honum, hvort sem það væri til hins betra eða verra. Með hverjum degi ofbauð henni meir og meir, hvernig hann var. Hann fór að koma drukkinn heim, og heimilið litla, sem hún hafði lifað fyrir og var ástúðlega hreykin af að hafa skapað, það varð heimkynni storma, sárra og sundrandi. Um tíma batnaði á milli þeirra, þegar fyrsta barnið þeirra fæddist. Koma lítillar stúlku í heimilið virt- ist vekja í manninum ábyrgðartilfinningu og sjálfsstjórn. Honum tók að þykja mjög vænt um dótturina, og það kveikti þá uppörvandi hugsun hjá konunni, að hjóna- band þeirra gæti ennþá orðið hið algera, samræmda sam- félag, sem hún hafði vonað og látið sig dreyma um, að það gæti orðið. Þá hrundu þessir loftkastalar skyndilega og hræðilega. Maður hennar kom heim eitt eftirminnilegt kvöld, reiður og ákaflega drukkinn. Allt, sem nálgaðist skynsemi og tillitssemi virtist hafa brostið hið innra með honum. Hann þjakaði konu sinni ekki aðeins með sár- bitrum orðum, heldur með hrottalegum höggum. Næstu vikur og mánuðir staðfestu hræðslu hennar og kviða, að hann væri orðinn léttúðarfólki að bráð, að hann væri henni ótrúr á allra svívirð.ilegasta hátt og að heimilisböl sæti að ríkjum í heimili hennar. Er hún tók sér tíma til að hugleiða óhjákvæmilegar og grimmúðlegar afleiðingar, tók hún saman fáeina hluti og fór með barn- ið til að búa hjá ættingjum sínum. Það voru ekki ákjós- anlegar kringumstæður, en svefnherbergis-stofan hennar veitti þó sjálfri henni og barninu umhverfi friðar og kærleika. Eitt ár leið hjá, ár ánægju, ár, þegar hún gat unnið fyrir sér með smávegis vélritun og barnagæzlu. Vegir kvenna og hugrenningar þverbrjóta stundum allar reglur kaldrar rökfræði. Þegar maður hennar fór að skrifa henni, þrábað hana að koma heim aftur, sagðist vera orðinn að betri manni og að hún mundi aldrei þurfa að kvarta yfir hegðun hans í framtíðinni, þá trúði hún honum fús- lega. Eftir að hafa hitt hann í fáein skipti, þar sem hann með væmnum loforðum kvaðst bæta fyrir fortíðina, fór hún til hans aftur. Henn.i varð brátt ljóst, að hunangssætu orðin hans voru ekkert annað en lygar og tál til að fá hana heim aftur. Beiskar þrætur urðu aftur algengar. Maður hennar var enn í fjötrum áfengisins, og drykkju- túrum hans fjölgaði á komandi mánuðum. Þá komst hún að því, að hún var orðin barnshafandi aftur, og það var uppgötvun, sem engan veginn fyllti hana með hrifningu. Hún stóð andspænis þeirri beisku staðreynd, að hjóna- band hennar yrð.i að vera vandræða mistök og samdi við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.