Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 44

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 44
44 N ORÐURLJ ÓSIÐ að tala, og hrukkaði brýrnar, eins og hann væri að hugsa djúpt um það, sem ég var að segja. Eg beið andartak, svo að hann gæti talað, en í staðinn gaf hann mér bend- ingu um að halda áfram. „Jæja! Guð er að reyna að leiða réttlæti og frið inn í þennan heim. Hann er okkur faðir og ástvinur, Jack. Jesús kom til að segja okkur það. Ef við gætum aðeins elskað Guð og þjónað honum, þá mundi hinn gamli djöf- ull ekki hafa mikil tækifær.i til að koma fram illræðuni sínum, er ekki svo? En maðurinn er frjáls, og Guð virðir frelsi hans. Maðurinn getur gert hið illa og gerir það, þrátt fyrir Guð. Þegar við opnum hjörtu okkar fyrir Kristi, getum við ekki gert mikið illt. Kjarni kristindóms- ins er ekki það, að syngja marga sálma, að fara aðeins í kirkju, þó að við eigum að gera það, né að taka samskot eins og þér segið. Kjarninn er að veita viðtöku mjög fögrum og almennum sannleika: að við lifum, hrærumst og erum í Guði, að hann elskar okkur og að við getum til endurgjalds elskað hann og þjónað honum. Þetta er hið virkilega líf, Jack, gott fyrir heimilið, hamingjuna, hláturinn, ástina. Guð ætlast ekki til, að þér hefðuð mar- inn líkama, bólgið andlit og eydduð einmana tíma hér í rúminu. O, nei! Hvað getur hindrað yður frá að snúa við blað.inu og lifa lífinu undir leiðbeinandi stjórn hans? Hvað segið þér um þetta?“ Hann leit á mig rannsakandi, kyngdi dálítið, hikaði snöggvast, eins og hann væri að leita að orðum, sem túlkað gætu hugsanir hans. „Þér segið ekkert smáræði, herprestur,“ sagði hann og kastaði hendinni í áttina til mín. „En ég viðurkenni, að þér eigið eitthvað. Eg hefi aldrei hugsað um þetta í þessu Ijósi. Ég á við þetta kristilega sjónarmið. Ef ég hefði fengið þetta skýrt fyrir mér fyrir nokkrum árum, hefði ég, ef til v.ill, ekki farið svona út af brautinni, eins og ég hefi gert. Þér hafið sannarlega látið mig fá eitt- hvað til að hugsa um. Jæja, ég þoli það.“ „Það er aldrei of seint að snúa frá syndsamlegu líferni, Jack. Nú er rétti tíminn til að leyfa Jesú Kristi að vera frelsari yðar og vinur það sem eftir er ævinnar. Jæja, þetta er nú nóg að sinni. Það er kominn tetími. Ég skal biðja brytann að senda yður eitthvað. Ætti ég að koma og líta inn til yðar á morgun?“ „Ég hefði nú haldið það! Það gengur fljótt saman með okkur, er það ekki? Ég fer að syngja einsöng við guðsþjónustu hjá yður næsta sunnudag, eftir því sem nú lítur út. Hvað á ég að syngja? ,Annar lítill sopi ger.ir okkur ekki mein‘!“ Hann ætlaði að springa af hlátri, sem var bæði heill- andi og smitandi. Ég fór að hlæja hjartanlega með honum. Irene varð mjög undrandi og yfir sig glöð, þegar ég sagði henni árangurinn af heimsókn minni og að búizt væri við því, að ég fyndi hann aftur. Ég leit svo á, að það væri skynsamlegt, að hún biði einn dag eða svo, áður en hún færi að hitta mann sinn. Von mín var að geta með lagni minnzt á hana í samtalinu, ef hann gerði það ekki. Ég hafði á tilfinningunni, að honum væri ekkert kapps- mál, að hún sæi hann, meðan hann var í þessu sorglega og blóðuga ástandi. Síðdegis næsta dag fór ég aftur til hans. I þetta sinn tók ég með mér tvær af bókum mínum — Men of the Lanes (Menn trjáganganna), frásagnir af sérstakri þjónustu minni meðal flakkara, sígauna, sýningamanna og trúða, og Calvary Covers it All, (Golgata hylur það allt), frá- sagnir af mönnum, sem ég hafði mætt í trúboðsstarfi mínu, menn, sem höfðu gerbreytzt vegna frelsandi kraftaverka- máttar Jesú Krists. Ég sagði honum eitthvað frá ferðum mínum fram og aftur um heiminn og af reynslu minni af herramönnum þjóðveganna. Hann varð geysilega áhuga- samur og spurði mig margra spurninga um kristilegt starf mitt og þjóðfélagslegt. Smám saman veik ég talinu að. kröfum Kr.ists til ævi hans, og þá endaði samtal okkar á svipuðum slóðum og daginn áður. Skipið kom við í Hong Kong, og þá tvo daga, sem við stóðum þar við, fór tími minn mest í ræðuhöld. Jafn- skjótt sem skipið var lagt af stað, fór ég þegar í stað til Jacks. Ég sá, að vinur minn leit miklu betur út, bólgan og marblettirnir voru næstum horfin af andliti hans. Hann lét í Ijós ánægju sína yfir því að sjá mig aftur og veik að mörgum atvikum, sem hann hafði lesið í bókum mínum. „Heyrðu, þú hefur aldeilis reynt sitt af hverju um dagana,“ sagði hann fjörlega. „Og sum atvikin, hvað þau eru bæði óvenjuleg og hrífandi. Ég hefi lesið þessar bæk- ur þínar með m.ikilli athygli. Þekka þér fyrir að láta mig sjá þær. Þær hafa veitt mér ágætan félagsskap, meðan ég hefi legið hér. Þú hefir gefið mér alveg ólíka hugmynd um trúarbrögðin. Mér er sama, þótt ég segi þér, að ég hélt að þau væru tómt rugl, góð handa konum og krökk- um, en of þróttlaus handa karlmönnum. Ég er búinn að fá aðra hugmynd núna. Þau gera manninn heiðarlegan, er ekki svo? Það, að lesa um þessa karla, sem gerbreyttust, þegar þeir voru orðnir trúræknir, kom mér til að skoða mína eigin ævi. Mér er sama, þótt ég segi þér það, her- prestur, að í gærkvöldi, þegar ég var að hugsa um þessa náunga, sem þú hefir skrifað um, þá sagði ég reyndar við sjálfan mig: ,Jack, gamli minn, ef þú verður sjálfur trú- rækinn, þá mun það gera þér meira en lítið gott.‘ Ég sé hlutina öðru vísi núna. Ég hugsaði um náunga, sem hættu drykkjuskap sínum og spillingu, þegar þeir urðu kristnir. Það líkaði mér. Mér líkaði það, af því að þeir fóru að breyta hlutunum, því, sem þeir höfðu áður gert rangt. Og þá var það betra fyrir alla. Jæja, það getur verið, að ég hafi ekki skilið þetta rétt, en ég finn það, að geti trú- arbrögðin eða Jesús Kristur gert nýjan mann úr þeim, þá skal ég lofa honum að reyna við mig.“ Auglit hans ljómaði af nýrri von og trausti. Áður en ég gat sagt nokkuð, hélt hann áfram: „Ég skal segja þér fleira. Ég hefi sokkið eins djúpt og nokkur mannleg vera getur sokkið. Ég hefi svívirt sjálf- an mig. Ég hefi framið mikið ranglæti gagnvart foreldr- um mínum, fjölskyldu minni og konu minni. Veiztu, her- prestur, að konan mín er hér á skipinu? Ég kom hingað til að njósna um hana og virkilega barði hana hér um daginn. Ég finn til sársauka að hugsa um það. Og hún er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.