Norðurljósið - 01.01.1965, Page 46

Norðurljósið - 01.01.1965, Page 46
46 NORÐURLJÓSIÐ Síðan tókust þau í hendur, og ég bað Jack að endur- taka orðin eftir mér: „Eg kalla þessa viðstöddu vini til vitnis að því, að ég, Jack B...., eiginmaður þinn, alvarlega og ástúðlega endurnýja hjúskaparheit mín við þig, Irene, kæru kon- una mína, upp frá þessum degi, í blíðu, í stríðu, í efnum, í fátækt, í sjúkdómum, í heilbrigði, að elska þig og annast, unz dauðinn skilur okkur að, eftir Guðs heilögu tilskip- un, hér og nú skuldbind ég mig til að helga þér ást mína og samfélag öll þau ár, sem Guð gefur okkur saman.“ Irene endurtók sömu orðin, nema hún setti eiginkona í stað eiginmaður í upphafi heita sinna. Við höfðum svo yfir drottinlega bæn saman, og ég talaði til þeirra um Krist, sem kom til að breyta okkur, gera okkur nýja sköp- un siðferðislega, líkamlega og andlega, mannlega, helg- aða sendiboða sigurs og gleði. Þegar við byggjum hjú- skaparlífið, heimilislífið á grundvelli kærleika hans og leiðbeininga, þá getur áreiðanlega ekkert skaðvænt komizt upp á milli okkar. „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis.“ Við sungum veikt: „Heilaga vissa, Herrann er minn.“ Síðan fór ég með blessunarorðin. Irene sneri sér ham- ■ingjusöm að mér. Augu hennar voru fyllt með glamp- andi ljósi. Ég vissi, að dásamlegur friður fyllti hjarta hennar, að hún fyndi sig styrkta með nýjum krafti og að hún hefði fengið að reyna þann frið, sem yfirgnæfir skilning manna. Hún brosti. „Ég er mjög hamingjusöm/ sagði hún. Þá tók Jack þéttingsfast í hönd mér. „Þakka þér fyrir, herprestur! Hverjum hefði dottið annað eins í hug? Hvað heldurðu ég geri, þegar ég kem heim? Ég ætla að ganga í söfnuðinn, sem Irene er í. Við munum þjóna Drottni saman allt til enda. Treystu mér.“ Ég kvaddi þau á Löngufjöru í Kaliforníu. Þar fór ég af skipinu til að inna af hendi starf í Bandaríkjunum. Þau sigldu heim. Ég fæ bréf frá þeim. Nýtt lif og takmark í lífinu hefir streymt til þeirra frá æðsta himni, og sam- eiginleg hamingja þeirra í Kristi er staðföst orðin. Úr They Escaped from Hell. I Þeir sluppu úr helvíti) (Sagan heitir á ensku: Keep my Commandments). Þýtt með leyfi útgefanda: Arthur James Ltd. Publishers, The Drift, Evesham, Worcs., England. ---------x-------- RÉTTLÁTT ENDURGJALD K. H. Frank, þýzki Nazistaleiðtoginn, sem skipaði svo fyrir, að Lidice, þorp í Tjekkó-Slóvakíu, skyldi verða af- máð af jörðunni og lét gera það svo rækilega, að enginn steinn var eftirskilinn, hann mætti dauða sínum árið 1946, þegar hann var opinberlega hengdur einmitt á þeim stað, þar sem Lidice einu sinni stóð. Þannig mun það verða með alla þá, sem uppreisn hafa gert á móti Guði og Kristi hans. Réttlátt endurgjald er eins örugglega víst og það, að hásæti Guðs er til, enda þótt endurgjaldið dragist stundum lengi. Hve sælt og gott að hafa gengið til hlýðni við Guð, gefizt upp fyrir honum, og gengið í þjónustu hans. (Þýtt, að mestu). Molar frá borði Meistarans. (Greinir handa lœrisveinum Krists.) „Þá fór illa fyrir Móse." Lesið 4. Mós. 20. 1.-13. Sálm. 106. 32., 33. Við lesum hér um einn þeirra atburða, er sorglegastir teljast af öllu, sem biblían segir frá. Hrösun manns er á- vallt sorglegur atburður, en því sorglegri er hann, þegar í hlut á mikilmenni, stórmerkur þjónn Guðs. Atburður þessi er eitt af því, sem Guð hefir rita látið oss til að- vörunar. „Því gæti sá, er hyggst standa, vel að sér, að hann ekki falli.“ (1. Kor. 10. 12.). ísrael var staddur í Kades. Þar var ekkert vatn að fá, engar ár, lækir eða lindir. Jafnvel kletturinn, sem fylgdi þeim, var hættur að gefa vatn. Þörfin á vatni, á svaladrykk, er ein af frumþörfum mannsins, til þess að hann geti lifað. Geti ekki maðurinn fullnægt þeim þörfum sínum, þá er skammt til uppreisn- ar í hjarta hans. Fáir eru Guði svo helgaðir, að þeir geti sagt með postulanum Páli: „Bæði kann ég að búa við lítinn kost; ég kann einnig að hafa allsnægtir, hvarvetna og í öllum hlutum hefi ég lært þann leyndardóm: bæði að vera mettur og vera hungraður, bæði að hafa allsnægtir og líða skort.“ En hann bætir við: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gerir.“ Orð hans má einnig þýða þannig: „Ég hefi kraft til alls fyrir mátt hans, sem styrkir mig.“ (Fil. 4. 11.—13.). Með þessum orðum gefur hann Kristi dýrðina. ísraelsmenn treystu ekki forsjá Drottins enn; og fyrir þá sök komu þeir og tóku að þrátta við Móse. Að honum veitast þeir, kenna honum og Aroni um, að þeir séu stadd- ir í eyðimörkinni, steingleyma eða þegja um, að þeir eru staddir þar aðeins vegna eigin synda eða syndar feðra þeirra, þegar þeir vildu ekki ganga inn í landið, sem Drott- inn Guð þeirra hafði heitið þeim. Sjaldan reynir meir á hógværð mannsins og auðmýkt hans heldur en þegar hann er hafður fyrir rangri sök, ákærður eða deilt við hann út af því, sem hann veit sig saklausan af. Eigi að síður er ekki að sjá, að Móse hafi svarað fólkinu. Þögnin er tíðum bezta vopnið gegn fölskum ákærum, þegar veitzt er að manninum sjálfum, eða mjög hógvært svar. Má hér minna á svar Drottins Jesú, þegar þjónninn sló hann: „Hafi ég illa mælt, þá sanna þú, að það hafi verið illt, en hafi ég talað rétt, hví slær þú mig?“ (Jóh. 18. 23.). „Mjúklegt andsvar stöðvar bræði.“ „Hógværð tungunnar er lífstré.“ (Orðskv. 15. l.,4.). Móse og Aron gengu til samfundatjaldsins. þeir leita Drottins, eins og venja þeirra var, þegar vandræði og erfiðleikar steðjuðu að. Naumast þarf að nefna, að slíkt á að vera fyrsta viðbragð kristins manns, þegar einhvern vanda eða voða ber að höndum, að leita með hann til Drottins. Þegar þeir bræður komu til samfundatjaldsins, þá birt- ist dýrð Drottins þeim. Ekki stóð á honum að svara, þegar hans var leitað. Ekki stóð á leiðbeiningu hans. Hann seg-

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.