Norðurljósið - 01.01.1965, Side 47

Norðurljósið - 01.01.1965, Side 47
NORÐURLJÓSIÐ 47 ir Móse, hvað hann á að gera: „Tak stafinn og safna saman lýðnum, þú og Aron bróðir þinn, og mælið við klettinn í áheyrn þeirra, og mun hann vatn gefa. Og þú shalt leiða út vatn lianda þeim af klettinum og gefa fólk- inu og fénaði þeirra að drekka.“ Mörg voru orðin kraftaverkin, sem Guð hafði látið Móse gera, en sjaldan hafði hann sagt honum sjálfum að gera þau. Við Rauðahafið hafði hann sagt: „Lyft þú upp staf þínum og rétt út hönd þína yfir hafið og kljúf það.“ Það var dásamlegt fyrirheit, sem Drottinn gaf Móse, þegar hann sagði honum: „Mælið við klettinn, .... og mun hann vatn gefa.“ Það minnir á fyrirheitið mikla, sem Drottinn Jesús gaf: „Ef þér biðjið einhvers í mínu nafni, mun ég gera það.“ (Jóh. 14. 14.). Þetta, að Drottinn sagði Móse að gera slíkt kraftaverk, minnir sterklega á það, sem Drottinn Jesús sagði: „Sá, sem trúir á mig, mun einnig gera þau verk, sem ég ger.i; og hann mun gera enn meiri verk en þessi. Því að ég fer til Föðurins, og hvað sem þér biðjið um í mínu nafni, það mun ég gera, til þess að Faðirinn verði vegsamlegur í Syninum. Ef þér biðjið einhvers í mínu nafni, mun ég gera það.“ „Mælið við klettinn, .... og hann mun vatn gefa.“ í guðspjalli Jóhannesar, 7. 37.—39., er vatnið táknmynd heilags Anda. Þegar Drottinn Jesús hafði verið lostinn vegna vorra synda, þegar hann hafði dáið fyrir oss, var hann reistur upp aftur og gerður dýrlegur. En þegar hann var dýrlegur orðinn, sendi hann, gaf hann heilag- an Anda, úthellti honum. „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki.“ „Sá, sem þyrstur er, hann komi. Hver, sem vill, hann taki ókeypis lífsvatnið.“ (Opinb. 22. 17.). Lífsvatnið, ei- lífa lífið, er hjá Drottni Jesú. Fylling heilags Anda er að fá hjá honum. Hann þarf ekki að koma og deyja í annað sinn, láta Ijósta sig af Guði í annað sinn. Blessunin, gjöf- in er veitt. Ekkert er handa oss að gera annað en koma, tala við hann og taka á móti gjöfum hans og fyllingu Anda hans. „Ef þér biðjið einhvers í mínu nafni, mun ég gera það.“ Hans hlutverk er að gefa, vort að hlýða: biðja og taka á móti. Þeir bræðurnir safna fólkinu saman við klettinn. En Móse er ekki í réttum anda. Hann er reiður við fólkið. Hann segir: „Heyrið þér, þrjózkir menn, hvort munum vér leiða mega vatn út af kletti þessum handa yður?“ Síðan laust hann klettinn tveim sinnum, og spratt þá upp vatn mikið. „Bræður, ef einhver misgerð kann að henda mann. þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, þann mann með hógværðar anda, og haf gát á sjálfum þér, að þú freistist ekki líka. (Gal. 6. 1.). Þegar Móse fór að finna að ísra- el, gleymdi hann hógværð sinni og auðmýkt. Hann gleymdi því, að sjálfur var hann að sýna þrjózku, af því að hann gerði ekki nákvæmlega það, sem Drottinn hefir boðið honum. Hve létt, að sjá flísina í auga bróður síns! Hend- ir það okkur ekki stundum, þig og mig? Tölum við ekki með vandlætingu um það, sem einhver annar hefir gert, enda þótt við séum sek um hið sama, eða höfum ein- hvern tíma verið það, ef vel er leitað í innstu fylgsnum samvizkunnar? Þannig „fór illa fyrir Móse“ vegna Israelsmanna, af því að þeir sýndu honum þrjózku, æstu hann upp. Eigi að síður var hann talinn ábyrgur gerða sinna og dæmdur samkvæmt því. Frásagan gefur tilefni nokkurra hugleiðinga. Fyrst er það þá, að „enginn dagur er til enda tryggur.“ Þótt fagurt veður og þurrt sé að morgni, getur verið kom- ið regn eða brostin á hríð áður en kvöldsett er orðið. Þannig getur mannsævin byrjað vel og haldizt lengi hrein, heið og fögur, en lokið þó með bletti, sem eigi er auðvelt að hreinsa brott. Bjart var yfir ævi Salómós konungs, þegar hann var ungur. Drottinn elskaði hann og meira að segja vitraðist honum tvisvar. Þrátt fyrir þetta syrti að, er kvölda tók á ævi Salómós. Hjarta hans snerist frá Drottni, afvega- leitt af heiðnum konum hans. Davíð hafði náð meira en miðjum aldri, þegar hann henti sú hrösun, sem enn er eigi gleymd. Hiskía mun hafa verið meir en hálffimmtugur, er hann „endurgjalt eigi þá velgerð, sem honum hafði verið sýnd, heldur varð drembilátur.“ (2. Kron. 32. 25.). Dæmi þessi nægja til að sýna, að syndin er löngum á- leitin við manninn, og að aldur og lífsreynsla tryggja engum ónæmi gagnvart synd. Þetta sýnir ennfremur, að syndin rænir menn bless- unum Guðs. Engu máli skiptir, í hvaða mynd eða gervi hún birtist. í augum Guðs er syndin ávallt synd. „Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans ekki svo þykkt, að það heyri ekki; en það eru misgerðir yðar, sem skilnað hafa gert milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki.“ (Jes. 59. 1., 2.). „Syndir yðar hafa hrundið blessuninni burt frá yður.“ (Jer. 5. 25.). Drottinn lét ísrael ekki gjalda misgerðar Móse fremur en Móse hafði áður goldið misgerða ísraels, og hann gaf lýðnum hið þráða vatn að drekka. Fyrirætlun Guðs að leiða Israel inn í landið, sem hann hafði heitið að gefa þeim, henni varð eigi tálmað. Fyrirheitna landið fengu þeir að erfa, sem eigi syndguðu gegn Guði. Þeir, sem syndguðu, misstu af landinu góða. Þeir, sem syndga, missa af einhverjum blessunum Guðs, sem þeir hefðu öðlazt, ef þeir hefðu gengið með Guði á vegi grandvars lífernis og heilagleika. Kain fór að dýrka Drottin, en gerði það eftir eigin hyggjuviti eða geðþótta. Þetta var Drottni vanþóknan- legt. Kain færði fórn til einskis, hún gerði hann ekki vel- þóknanlegan. Á bak við hana var ekki trúin á annað en eigið ágæti. Guðsdýrkun eftir erfikenningum manna er til einskis. (Matt. 15. 1.—9.). Esaú missti af blessun föður síns, af því að liann hafði áður sýnt, að hann mat hana einskis. Fyrir brauð og bauna- rétt seldi hann frumburðarrétt sinn, heimild sína til að öðlast blessunina. Guð hans var maginn, eins og síðar var ritað af postulanum Páli um þá menn, sem breyta

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.