Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 48

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 48
48 N ORÐURLJ ÓSIÐ eins og óvinir kross Krists. (Fil. 3. 18., 19.). „Þeir, sem eru Krists Jesú, hafa krossfest hoidiS með ástríSum þess og girndum." (Gal. 5. 24.). Krossfestur maður getur ekki lánað syndinni líkama sinn til þjónustu. Það var enginn til að biðja fyrir Móse, þegar hann hrasaði. Oftsinnis hafði Israel syndgað, Drottinn hafði hótað að afmá þessa þrjózku og syndugu þjóð. En þá kom Móse og skipaði sér í skarðið. Hann varp sér niður frammi fyrir Drottni og fór að biðja. Þótt bænheyrslan kæmi stundum ekki þegar í stað, hélt hann áfram að biðja, tala máli lýðsins, minna Drottin á fyrirheit sín og að sjálfs sín vegna yrði hann að fyrirgefa. Og Móse hafði sigrað, ef svo má að orði kveða. Drottinn hafði fyrirgefið, af því að hann var og er fús til að fyrirgefa afbrot og syndir. Fyrirbæn fyrir þeim, sem syndga meðal kristinna manna, er eitt af því, sem nýja testamentið býður oss. „Ef einhver sér bróður sinn drýgja synd, sem ekki er til dauða, þá skal hann biðja, og Guð mun gefa honum líf, þeim sem ekki syndgar til dauða.“ (1. Jóh. 5. 16.). Það er kær- leiksverk að biðja fyrir bróður eða systur, sem hrasa, að Guð fyrirgefi þeim, endurreisi þau og styðji þau á göngu þeirra á leið til hins fyrirheitna lands vors krist- inna manna, dýrðarvistar með Drottni vorum á himni. Frásagan minnir oss einnig á dómstól Krists. Sú stund kemur, þegar sérhver kristinn maður, sem starfað hefir fyrir Krist, verður að gera grein fyrir starfi sínu. Verkið, sem unnið hefir verið af hverjum einum, verður mjög mis- jafnt að vöxtum og gæðum, þegar það verður borið sam- an við orð Drottins Jesú Krists. Hann sagði: „Ef einhver heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki, .... orðiS, sem ég hefi talað, það mun dœma hann á efsta degi.“ (Jóh. 12. 47., 48.). Við dómstól Drottins munu birtast menn, sem afkastað hafa að manna dómi mjög miklu verki í þjónustu Krists. En verður það eins mikið, þegar allt hefir verið tekið á brott, brennt upp, sem ósamkvæmt var orði Drottins? Þegar litið er á kristindóminn sem heild og þann mikla fjölda kenninga, siðvenja og verka, sem þar má sjá, þá er augijóst mál, að Kristur getur ekki kannast við allt það, sem sínar kenningar, sínar skipanir. Margt verður það, sem hlýtur að sópast brott. Hve nauðsynlegt því nú að dæma sjálfan sig, athuga kenningar, orð og verk í ljósi orðs Guðs. Þó að sálir frelsist, sannar það ekki, að maður- inn, sem leiddi þær til Krists, far.i í sérhverri grein nákvæm- lega eftir orði Drottins. Dæmi Móse sannar, að Guð hélt ekki blessun vatnsins frá þyrstum Israelsmönnum, þótt leiðtogi þeirra hefði farið rangt að. „Lögmálið var gefið fyrir Móse.“ (Jóh. 1. 17.). „Lög- málið gerði ekkert fullkomið.“ (Hebr. 7. 18.). Móse sjálf- ur er dæmigerð sönnun þess. Hann hafði tekið við lög- málinu af Drottni. Hann hafði lifað undir þessu lögmáli, ef til vill í nærri þrjátíu og níu ár. Samt var hann ekki fær um að hafa fullkomna stjórn á sér, að sýna auðmýkt. Hann setti vilja sinn í stað Guðs vilja og brást Guði að helga nafn hans og gera hann dýrlegan. Lögmálið hafði ekki gert hann fullkominn. I þessari hrösun Móse er fólginn sá spádómur eða sú kenning, að lögmálið megnar aldrei að leiða nokkurn mann til fyrirheitna landsins, eilífa lífsins í þekkingu á Guði og samfélagi við hann og son hans, Jesúm Krist. „Fyrir lögmál kemur þekking syndar.“ Jósúa var falið af Guði að taka við hlutverki leiðtogans og leiða Israels- menn í landið, sem Guð hafði heitið Abraham að gefa niðjum hans. Nafnið Jósúa merkir: Drottinn er hjálpræði. Það breyttist síðar í Jesúa og loks í Jesús fyrir áhrif grískrar tungu. Það er Drottinn Jesús, sem er hjálpræði vort. Það er hann, sem frelsar, ekki lögmálið, ekki vor eigin verk. Það er lögmál anda lífsins í Kristi Jesú, sem frelsar mig eða þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans. I Róm. 8. 2.). Það er lögmál sólarhitans, að bræða snjóinn, breyta honum í vatn og síðan í gufu, sem stígur upp í loftið, óháð lögmáli því, sem áður batt vatnið sem snjó. Þannig er það lögmál anda lífsins, hins mikla máttar Guðs, sem reisir manninn upp úr andlegum dauða í synd og ger- breytir síðan tilveru hans. Það er máttur sólarhitans, sem heldur vatninu kyrru í loftinu. Þegar hitinn dvínar, þétt- ist vatnið að nýju og fellur til jarðar. Meðan endurfædd- ur maður dvelur í Guði og Guð dvelur í honum fyrir heilagan Anda, syndgar maðurinn ekki. Þess vegna er ritað: „Framgangið í Andanum, og þá fullnægið þér alls ekki girnd holdsins." (Gal. 5. 16.). Þegar við förum gangandi, hvort heldur er til fjarlægra eða nálægra staða, stígum við ekki alla leið.ina í einu skrefi. Menn verða misfljótir á leiðarenda, eftir því, hve hratt er gengið og stikað stórt, en hvert sporið verður að fylgja öðru. Guð veiti okkur öllum af ríkdómi náðar sinnar, sjálfum sér til dýrðar, að framganga í Andanum dag eftir dag, stund eftir stund, hvert andartakið af öðru, ganga fram í krafti hans og njóta nálægðar hans. ---------x--------- Lélegt verkfæri — og kraftur Guðs Fanu var piltur í Afríku, sem kom á kristniboðsstöð til þess að ganga í kristniboðsskólann. En hann var gáfna- sljór, seinn og gat ekki lært. Það tók hann tvö ár að nema það, sem aðrir lærðu á einu ári, og náði þó ekki prófi. Loks varð að senda hann heim eftir nokkrar árangurs- iausar tilraunir að láta hann ná hærri menntun. Fanu þekkti takmarkanir sínar, en hann ákvað að nota það, sem hann kunni. Eftir lítinn tíma byrjaði hann að halda skóla, sem blómgaðist dásamlega. Ár.i síðar skrifaði hann kristniboðanum: „Herra, gerið svo vel að koma fljótt, þar sem margir bíða tilbúnir að játa Krist með skírn sinni.“ Það voru ekki færri en 200, sem höfðu snúið sér hjá þessum pilti. „Guð hefir útvalið það, sem heimurinn telur veikleika, .... til þess að gera það að engu, sem er.“ (1. Kor. 1. 27., 28.). — (Þýtt). Það skyldi þó aldrei vera, að við séum mörg svo mikil í sjálfum okkur, að Guð noti okkur svo lítið sem verkfæri sín þess vegna. „Dýrð mína gef ég eigi öðrum,“ segir hann. Sá, sem ekki vill gefa Guði allan heiðurinn, þarf ekki að búast við, að Guð gefi honum nokkurn heiður. „Ég heiðra þá, sem mig heiðra,“ segir Drottinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.