Norðurljósið - 01.01.1965, Side 49
NORÐURLJÓSIÐ
49
BARNAÞÆTTIR
SÖGUR EFTIR VICTOR ROGERS.
1. FREKJULEGI HVOLPURINN.
Stóra skipið lá fyrir akkerum á höfninni. Niðri
í káetu skipherrans, þar sem foringjarnir sátu að
kvöldverði, var ekki talað hátt. Þar var sérstakur
gestur, sem var hvorki meiri né minni en sjálfur
yfirherpresturinn, þótt hann væri glaðlyndur hisk-
up, sem nú var önnum kafinn við að borða.
Skyndilega hætti samtalið, og allir litu upp, þeg-
ar einn hinna yngri foringja sagði: „Biskup, ég
trúi ekki á Guð!“
Biskupinn hélt áfram að borða, en glampar voru
í augum hans.
„Biskup,“ endurtók ungi maðurinn, „heyrðuð
þér, hvað ég sagði?“
„Afsakið,“ sagði biskupinn brosandi.
„Ég sagði, að ég tryði ekki á Guð.“
Allir biðu hljóðir eftir svari biskupsins. Augu
hans glömpuðu ennþá meir, meðan hann lauk í
hægðum sínum við síðasta munnbitann og lagði
til hliðar hníf og gaffal.
„Það var einu sinni stór sveitabær,“ sagði hann.
„Umhverfis hann var fagur garður og sléttir gras-
fletir, sem lágu niður að spegilsléttu vatni. Dálít-
ið frá húsinu var trjálundur, og mitt á milli húss-
ins og trjánna stóð stór hundakofi. Inni í kofan-
um var lítill hvolpur, steinsofandi, og aldimmt var.
Allt í einu tók máninn að gægjast fram undan
skýi, og ljósið frá honum flæddi yfir landið. Það
lýsti yfir sveitahæinn, yfir vellina, vatnið fékk á
sig silfurlit, og trjálaufið fór að glitra.
Ljósið streymdi líka inn í hundakofann, þar sem
litli hvolpurinn lá steinsofandi, og það vakti hann.
Hvolpurinn fór út í dyrnar, leit á mánann og fór
að gelta og gelta og gelta að honum.“
Biskupinn sneri sér að svo mæltu aftur að disk-
inum sínum og hélt áfram að borða. Sumir af eldri
mönnunum brostu, og ungi foringinn varð hrukk-
óttur kringum augun. Allir biðu eftir, hvað hann
segði.
„Jæja, biskup, hvað gerðist?“
„0,“ sagði biskupinn og brosti stóru brosi, „mán-
inn hélt áfram að skína eftir sem áður.“
Já, Guð er til. Stundum sjáum við auglit hans,
stundum koma skýin á milli hans og okkar, en hann
heldur áfram að vera til eftir sem áður.
Davíð konungur ritaði í Sálmunum: „Heimsk-
inginn segir í hjarta sínu: ,Enginn Guð,‘ “ og höf-
undur Hebreabréfsins segir okkur, að án trúar sé
ómögulegt að þóknast honum, því að sá, sem geng-
ur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé
til og að hann lætur þeim launað, sem leita hans
(af kappi).
Ó, já, Guð er til! Guð er til!
2. HVER ER HRÆDDUR VIÐ LJÓN?
Það var kominn tíminn að gefa dýrunum í dýra-
garðinum matinn. Ljónið skálmaði fram og aftur
um búrið sitt. Það beið með óþreyju eftir stóru
kjötstykkjunum, sem það átti að fá.
Tumi og pabhi hans voru meðal fólksins, senr
ávallt safnast saman, þegar matmálstími dýranna
kemur. En fleira vakti athygli hans Tuma. Hann
horfði á fallegan, lítinn hvolp, sem hausinn á gægð-
ist upp úr frakkavasa stórvaxins manns. Tumi sá,
að hvolpurinn varð því hræddari sem ljónið öskraði
hærra og eftir því, sem það kom nær grindunum.
Hvolpurinn skalf og iðaði og vældi af hræðslu.
Stóra manninum leiddist þetta, og hann var farinn
að reiðast.
„Þegiðu, geturðu það ekki?“ kallaði hann til
hvolpsins. En hvolpurinn vældi samt af ótta.
„Þarna, þegiðu, eða ég fleygi þér inn til Ijóns-
ins,“ sagði maðurinn og hristi litla hvolpinn.
Tumi hélt, að maðurinn væri vitlaus eða drukk-
inn að tala svona við vesalings, lítinn hvolp. Gat
hann ekki séð, að hann var hræddur? Allt í einu
reyndi hvolpurinn að losna úr stóra frakkanum og
frá manninum. Hann rak báðar framlappirnar í
andlit mannsins, og klærnar á þeim voru beittar.
Maðurinn varð fjarska reiður snöggvast, tók litla
hvolpinn og ýtti honum inn á milli rimlanna, svo
að hann datt vælandi inn í búrið til ljónsins. Fólkið
rak upp hljóð.
Tuma til undrunar gekk ljónið aftast í búrið, og
þar lagðist það niður og teygði stóru framhramm-
ana framfyrir sig. Hvolpurinn stóð grafkyrr. Hann