Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 51
N ORÐURLJ ÓSIÐ
51
•verið í eldi ofsóknanna. En þessir menn liafa aðeins
brotið litlu axirnar sínar — biblían hefir haldið
áfram að vera hin sama. Öguðlegir menn hafa farið
með biblíuna upp á hæð sjálfsálits síns og þar kast-
að henni niður fyrir þverhnípi hroka síns og síðan
látið hana eiga sig.
Sérhver drengur eða stúlka, sem er að leita að
gulli, getur fundið hana og opnað hana með lykli
bænarinnar. Sérhvert dýrmætt fyrirheit hennar er
hið sama enn og það var, þegar Guð setti það í biblí-
nna fyrir löngu.
Biblían hefir ekki breytzt, af því að Guð breyt-
ist ekki, og það eru margar þúsundir dýrmætra orða
i biblíunni, sem Guð hefir sagt.
Já, — Guð, sem er,
sá Guð, sem er svo mikill, er sá
Guð, sem hefir talað til okkar í biblíunni.
Guð hefir talað.
4. SÍRÓPSBOLLUR.
Villa þóttu góðar sírópsbollur; stórar, sverar boll-
ur, fullar af rúsínum og smurðar að ofan með þykku
sírópi, — stórar, mjúkar, sverar sírópsbollur.
Þarna voru þær, kynstur af þeim, heilar raðir,
fullir bakkar af stórum sírópsbollum, fullum af
rúsínum og með sírópi.
Engin furða var, að augun á honum Villa voru
galopin, engin furða, að vatnið kom fram í munn-
inn á honum, engin furða, að freknótta, stutta nefið
á honum Villa var klemmt fast að rúðunni á brauð-
búðinni. Og Villi var ekkert nema sulturinn, löng-
unin í þessar dásamlegu sírópsbollur.
En Villi átti enga peninga, hann gat ekki fundið
svo mikið sem eina krónu í vasa sínum. Fyrst fór
önnur óhreina höndin hans niður í vasa og síðan
hin djúpt niður í vasana, sem geymdu allt, að því
er virtist, nema peninga. Þar var snæri og líka vasa-
hnífur með einu mjög góðu blaði, og hitt var gott
svo langt sem það náði. Þar voru alls konar naglar,
stubbur af blýanti, strokleður dálítið óhreint, vasa-
klútur, piparmynta, tvær karamellur og golfkúla,
sex marmarakúlur og buxnatala, en ekki ein króna,
-— ekki ein lítil króna.
„Auðvitað, ef þú ert svo ríkur að geta ekið um í
dýrasta bíl, þá eru sírópsbollur aðeins handa hænsn-
um,“ sagði Villi við sjálfan sig, um leið og stór,
svört bifreið nam staðar við gangstéttina. Hann
horfði á með athygli, er hurð var opnuð og hávax-
inn, ungur maður kom út. Hann var myndarlegur
ungur maður, mjög vel búinn, og hann var gáfu-
legur á svipinn, vingjarnlegur og góðlegur. Villi
veitti því samt mesta athygli, að hann stefndi beint
inn í brauðbúðina. Villi sá hann ganga þar inn.
Hvað gat hann verið að gera þangað? Var hann að
sækja húsaleiguna, eða tala um eitthvað lögfræði-
legt, var hann læknir eða sérfræðingur í einhverj-
um sjúkdómi og kominn til að finna sjúkling, eða
þótti honum líka góðar sírópsbollur?
„Eg hugsa hann verði þar einhvern eilífðartíma,“
hugsaði Villi, en honum skjátlaðist. Hvað sem
ókunni maðurinn var að gera, tók það hann ekki
langan tíma. Hann gekk framhjá Villa með ákveðn-
um skrefum, þegar hann gekk aftur til vagnsins. En
hvað er þetta? Ókunni maðurinn stanzar, lítur við.
Hvað er það við holduga, freknótta og ekki of-
hreina andlitið á litla vininum okkar, sem dregur
að sér athygli hans? Hvers vegna horfir hann á
Villa?
Okunni maðurinn stingur hendinni langt niður í
vasa sinn og tekur upp fallegar 15 krónur. „Hérna,
vinur minn,“ segir hann við Villa, „kauptu eitthvað
af kökum handa þér,“ og þar með var hann kominn
inn í vagninn, hurðin lokast með lágum smelli, og
vagninn rennur hljóðlaust af stað frá gangstéttinni.
„Hvers vegna,“ hugsaði Villi, „gerði hann þetta?
Ég hefi ekkert gert til að fá þetta, ég á það ekki
skilið, svo að ég muni. Ég var ekkert sérstaklega
góður eða neitt. Nei, hann var vingjarnlegur á svip-
inn. Það hlýtur að vera AÐEINS ÞETTA, AÐ
HANN VAR GÓÐUR.“
Stundum, þegar við fáum indælan sólskinsdag,
segir fólk: „Jæja, það var kominn tími til, að við
fengjum dálítið sólskin eftir allt vonda veðrið, við
eigum það skilið.“ En er það rétt? Nei, Guð gefur
okkur ekki fallegt sólskin, hressandi regn, hvítan
snjó, græna velli, bláar bárur, gullin blóm, góða
vini, fjölskyldur og margt og margt, af því að við
áttum það skilið. Hann sendi ekki Jesúm í heiminn,
af því að við áttum það skilið. Hann blátt áfram
elskar okkur. Hann er blátt áfram góður. Það er
ástæðan. Hefir þú nokkurn tíma sagt „Þakka þér
fyrir“ við Guð, að hann er svo góður?
Guð er svo GÓÐUR við okkur.
Guð er GÓÐUR.