Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 52

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 52
52 NORÐURLJÓSIÐ 5. FISKUR OG KARTÖFLUFLÍSAR. Þetta er vitlaus saga um vitlausan lögreglumann, og hún er auðvitað ekki sönn, af því að lögreglu- menn eru ekki vitlausir. Þeir eru yfirleitt sterkir, vænir og duglegir. Hr. Bloggs var lítill maður með stóran hatt. Konan hans, hún frú Bloggs, var stór og feit og glaðleg. Og þeim þótti báðum svo gott að borða fisk og kartöfluflísar. Þykir þér þetta ekki gott? (Enskum börnum þykir það.) Þau höfðu verið að flytja um daginn í nýtt hús, og maðurinn, sem seldi þeim húsið, hafði átt að sjá um, að rafmagnið væri í lagi og að kaupmaðurinn sendi þeim matvörur. En húsasalinn átti svo annríkt, að hann alveg gleymdi þessu, og sagði líka, að þetta væri ekki sitt verk. Þau voru allan daginn að flytja úr gamla húsinu í nýja húsið. Hvert af öðru komust herbergin í lag. Gólfdúkurinn kom fyrst, síðan gólfábreiðan, þá gluggatjöldin, þar næst húsgögnin, og þegar orðið var dimmt, voru flutningsmennirnir farnir hurt í stórri sendlahifreið, og frú Bloggs hafði lagt á borð úti við gluggann. Þar var fiskur og kartöfluflísar og auk þess fallegt kerti í sultukrukku á miðju borð- inu, svo að þau sæju til að láta mátulega mikið af salti og ediki út á matinn sinn. Svo settust þau niður til að borða. Rétt í því var barið fast á framdyrnar, og inn labbaði stór lögreglumaður, alveg inn að borðinu. „Bið ykkur afsökunar, frú og herra,“ sagði hann, „en sá ég það ekki í gegnum gluggann, að það væri eins og kerti í krukku á borðinu til að lýsa ykkur?“ Hann brosti. „Jú, ég sé það. Þetta er forneskjulegt. (Gamalt. Alveg úr móð). Fyrst notaði fólk kerti, svo fékk það lampa, síðan komu gasljós, og nú er það búið að fá rafmagn. Þetta er forneskjulegt,“ sagði hann, og þar með tók hann kertið úr krukk- unni, fór í burtu og skildi hjónin eftir í myrkrinu. Vitlaus saga þetta, er ekki svo? En er ekki fólk vitlaust, þegar það segir: „Þú trúir þó ekki, að biblían sé Guðs orð? Það er forneskjulegt.“ Auð- vitað er það forneskjulegt. En það er forneskjulegt að vera óþægur og líka að vera góður. Lífið, hlátur- inn og að elska er forneskjulegt. Það er líka brauðið og vatnið og eldurinn og notaleg rúm. Þetta er allt forneskjulegt. Syndin er forneskjuleg, og það er líka sagan af kærleika Guðs. Samt er hún í fullu gildi fyrir þig og mig núna í dag. Milljónir manna hafa elskað biblíuna ár eftir ár, ár eftir ár, ár eftir ár. Milljónir manna elska biblí- una núna í dag og treysta frelsaranum, sem hún segir frá, og fylgja honum. Kristur sagði: „Orð mín munu alls ekki undir lok líða.“ Láttu aldrei nokkurn mann koma þér til að hætta að trúa biblíunni, taka hana frá þér, og skilja þig eftir í myrkrinu. 6. TVISVAR MINN. Jill var stelpugopi. Hún klifraði upp í tré, og henni þótti gaman á skautum. Hún var með í öllum leikjum strákanna í götunni hennar, og henni þótti svo gaman að láta flugdreka fljúga. Það byrjaði, þegar hún var ósköp lítil. Þá leyfði stóri bróðir henni að halda í flugdrekann sinn. Hvað það var gaman að finna, hvernig hann togaði í snúruna og að sjá hann svo hátt uppi, að hann nærri því hvarf við endann á langa snærinu, sem bugðaðist upp á við, unz hún gat ekki séð það lengur. Þá keypti pabhi hennar lítinn dreka handa henni. Rauður var hann og blár með fallegan hala. En þetta var bara leikfang. Hún varð að eiga dreka eins og Jonni, sem væri fjarska stór og gæti farið hátt upp í loftið. Jafnskjótt og hún var orðin nógu gömul til þess, ákvað hún að búa sér sjálf til flugdreka. Hann átti að vera úr bezta og léttasta efninu með sterkustu lit- unum, og hún bað manninn í tómstundabúðinni um beztu uppdrættina, sem hann hefði. „Ó, hvað ég er búin að vinna og ráðgera, klippa og sauma, mæla og núa með sandpappír,“ hugsaði hún, þegar hún lét hann fljúga í fyrsta sinn utan við borgina. Hvað hún var hreykin, þegar vindur- inn lyfti flugdrekanum hátt upp, svo að hann sveif í háa lofti hvað eftir annað. Hún var svo niður- sokkin í þetta, að hún tók ekkert eftir, hvernig tím- inn leið, svo að það var komið kvöld og farið að skyggja. Loksins slitnaði snúran, og flugdrekinn kom niður á milli runna og trjáa, en það var orðið of dimmt til að finna hann. Hún lofaði sjálfri sér því, að hún skyldi fara snemma á fætur næsta morgun og leita í klukkutíma, áður en hún færi í skólann. Hún fann hann aldrei! Hún kom of seint í skól-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.