Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 55

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 55
NORÐURLJÓSIÐ 55 staðar hjá dælunni. Ljúfur, en með nokkurri hörku, flutti hann prédikun sína, og dælan hlustaði þolin- móð á hvert orð. í þetta sinn þótti Tuma mjög leitt að sjá vonbrigðin á andliti hins virðulega manns, er hann laut yfir dæluna. Því að yfir fallega rykkilínið hans og skínandi stígvél, og yfir svörtu bænabók- ina hans skvettist talsvert af óhreinni, saurugri, svartri leðju. Um kvöldið komu mennirnir enn saman í smiðj- unni, og ennþá einu sinni töluðu þeir hryggir sam- an fram á nótt, og ennþá einu sinni sagði litli mað- urinn með skrækum rómi: „Vinir mínir, ég á gamla bók heima, og í bókinni minni segir: ,Hvernig getur nokkur látið hreint koma frá óhreinu‘?“ Þetta kvöld hlustuðu þeir á hann, og næsta dag fór gamli maðurinn ásamt Fred, syni sínum, sem var pípulagningamaður, og skoðaði dæluna. Það var Fred, sem klifraðist niður í brunninn og fleygði síðan upp til föður síns: fyrst fúnum spýtum, sem verið höfðu yfir brunninum, síðan gömlu hnéháu stígvéli, regnkápu, dauðum ketti, nokkrum flöskum og tómum dósum, unz brunnurinn var hreinn og tær. Síðan náði Fred í dæluskaftið og með glettuis- brosi byrjaði hann að dæla, fyrst hægt, síðan hraðar, unz hreina, tæra vatnið streymdi aftur fram. Gamla bókin var auðvitað Biblían, og hún segir okkur, að lengst niðri hið innra með okkur sé eitt- hvað, sem er óhreint og lætur okkur langa til að gera rangt. Ytri málning — svo sem gott uppeldi — flengingar og jafnvel prédikanir geta ekki breytt syndugu hjartanu. Aðeins Jesús getur það. Þess vegna bað Davíð konungur: „Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð.“ Biblían segir, að við höfum öll syndgað. Það þýðir, að ég hefi syndgað, og þú hefir syndgað. Vilt þú biðja með mér: „Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð.“? 8. BRÚÐAN OG BABBI. Þau sátu bæði inni í stofu. Út um gluggann var að sjá kalt vetrarkvöld. Hérna inni var hlýtt og nota- legt. Babbi var búinn að borða, hafði farið úr jakkan- um og sat snöggklæddur í hægindastóli og var með stórt kvöldblað. Júlía hélt, að hann væri að lesa, en falinn bak við blaðið var hann að hlusta á samtal litlu dóttur sinnar við brúðuna sína. Jæja, „samtal“ er nú varla rétta orðið. Júlía var að tala, og brúðan var að hlusta. Það var nú ekki svo, að hún gæti ekkert sagt. Væri hún lögð hægt á grúfu, þá gat hún sagt „ma“ dálítið líkt og lamb, sem er að kalla á mömmu sína. En Júlíu þótti vænt um brúðuna, þó að þið hefðuð varla haldið það, ef þið hefðuð heyrt til hennar. „Dolly,“ sagði hún, „Dolly, ég veit ekki, hvort ég elska þig mjög mikið. Dolly, þú veizt, að ég hefi elskað þig mánuð eftir mánuð, en þú hefir aldrei elskað mig í staðinn, ekki neitt, þú veizt það, þú hefir ekki elskað mig í staðinn, ekki neitt.“ Þá heyrði Júlía skrjáf í blaði babba síns og sá glampa í augum hans, sem horfðu á hana yfir blaðið. „0, babbi,“ hrópaði hún, sleppti Dolly og kastaði sér í fangið á pabba sínum. „Ó, babbi, ég elska þig. Eg geri það, af því að þegar ég var ósköp lítið barn, þá elskaðir þú mig, þó að ég gæti ekki elskað þig aftur á móti.“ Löngu eftir það, að Jesús hafði verið krossfestur og hafði risið upp frá dauðum og farið aftur til him- ins, ritaði einn af lærisveinum hans: „Vér elskum, af því að hann elskaði oss að fyrra bragði.“ Já, þegar mennirnir elskuðu Guð alls ekki neitt, þá elskaði hann þá og sendi Jesúm til að vera frels- ari þeirra og vinur. „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn.“ Og þegar við elskum Guð alls ekki, en gerum margt rangt og ljótt, þá elskar hann okkur, og ennþá vill hann vera vinur okkar. Guð elskar ekki hið vonda, sem við gerum, en liann elskar okkur. Guð elskar mig. Guð elskar þig. Við ættum að elska hann . . . líka! IFramhald næsta ór.) Þessar 8 sögur eru fyrsti hluti lítillar bókar, sem nefnist á ensku „The Cheeky Puppy and Other Stories". Höfundur þeirra heitir Victor Rogers. Hann er víðkunnur fyrir starf sitt meðal ædculýðs og barna. Hann er nú fríkirkjuprestur í Bretlandi. Sögur þessar eru þýddar með leyfi hans og útgefanda: Marshall, Morgan & Scott og Oliphants Ltd., 1—5 Portpool Lane, Holborn, London. W. C. 1. Englandi. • Framhaldið er ráðgert að birtist í næsta árgangi. Ef lesendur teldu æskilegt að sérprenta þessar sögur og gefa þær allar út í bók, þá þætti mér vænt um að heyra álit þeirra um það sem allra jyrst. Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.