Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 58

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 58
58 N ORÐURLJ ÓSIÐ Ég reis úr sæti, gekk til hans og klappaði honum á herðarnar. „Líttu á mig, vinur! Það er ekki öllu lokið hjá þér. Þú átt mörg ár eftir enn. Sem stendur ertu mjög sjúkur, aðallega sjúkur á huga. Og þann sjúkdóm er hægt að lækna. Ég segi þér satt. Ég hefi séð það gert víðs vegar í þessu landi og í þessari stofu. Hvernig lízt þér á það? Einhver mun fá orku og kraft til að berjast við ótta sinn. Og þessi einhver mun vinna sigur fyrir kraft og náð al- máttugs Guðs. Þessi einhver ert þú. Trúðu mér, vinur minn, ég veit, hvað ég segi. Ef þú vilt heita mér því að gera þinn hluta, þá segi ég í hreinskilni og með trausti, að Drottinn minn mun gera sinn hluta. Ég hefi heimild frá honum til að segja þetta. En áður en við höldum lengra, hvað segirðu um bolla af kaffi?“ Dauft bros hrukkaði kinnar hans. Hann drakk kaffið, sem ég kom með til hans, með sýnilegri ánægju. Þegar hann hneig aftur ofan í hægindastólinn, kinkaði hann kolli til mín. Síðan hvörfluðu augu hans um gólfábreið- una, eins og þau væru að leitast við að festa sig við eitt- hvað. Ég fann, að það var nauðsynlegt að fá hann til að tala. „Ég vona þér líði betur eftir kaffið,“ sagði ég. „Nú, viltu leyfa mér að vera nánasti vinur þinn? Segðu mér hvað sem þú vilt og allt, sem þú vilt, og ég lofa að gera allt, sem ég get, til þess að þú fáir heilsuna aftur. Það mun gera þér mjög mikið gott að létta á þér, að segja einhverjum öðrum frá erfiðleikum þínum. Byrjaðu bara. Við skulum slá niður þessa óvini þína úr Víti, hverjir svo sem þeir eru. Ertu tilbúinn? Ég hlusta.“ Tvisvar eða þrisvar opnaði hann munninn, eins og hann vær.i að fálma eftir orðum. Hann lokaði augunum, síðan heyrðist í honum ofurlítið urr. „Jæja,“ sagði hann með áreynslu. „Hér kemur það! Ég býst ekki við, að þér geðjist vel að því, sem ég fer að segja. Vertu ekki hræddur við að stöðva mig, ef þú getur ekki staðizt það. í Guðs bænum vertu einlægur við mig. Ef þú getur ekkert gert fyrir mig, þá segðu mér það.“ Hann snarþagnaði og hleypti stórum hnyklum í augabrýrnar. A eftir kom önnur löng þögn. „Þú heíir ekki sagt mikið enn,“ mælti ég. „Haltu áfram, gerðu tilraun. Treystu því, að ég hjálpi þér, ef ég get.“ Tryllingslega horfði hann á mig. Síðan fór líkami hans að engjast og hreyfast í ýmsar áttir, vinstri til hægri, aft- ur á bak og áfram. Hegðun hans líktist brjálsemi. Smám saman hætti hann hreyfingum líkamans, strauk sér um andlitið og festi svo aftur sjónir á mér. Allt i einu streymdu orðin fram úr honum sém við sprengingu. „Ég er úldinn, skal ég segja þér. Ég er kynvillingur, lastaþræll, siðspilltur, auvirðilegur ræfill. Það er það, sem ég er. Og — ég er kominn til að finna þig. Ég er ekki hæfur til að vera hér. Hvers vegna sparkar þú mér ekki út? Ég er líkamlegur aumingi. Taugar mínar eru allar í flækju. Þær hafa bugað mig. Ég get ekki breytt skynsam- lega. Ég get ekki sofið. Það eru viðbjóðsleg smákvikindi, sem skríða yfir allan huga minn. Alls konar hryllilegir andar spotta mig, þegar ég reyni að ná valdi yfir mér. Þeir höggva mig og skera, eins og þeim væri yndi að sjá mig allan blæðandi. Herra minn, þetta er skelfilegt. Ég finn, að ég mun brjálast, ef þetta hættir ekki. Margsinnis hefi ég verið að því kominn að fyrirfara mér. Þetta staf- ar allt af því, að ég er siðspilltur fábjáni, vegna þess að ég hefi verið viljugur þræll ástríðna minna í mörg ár. Guð minn, hvað á ég að gera?“ Þessar stuttu setningar hans, eins og flóð höfðu þær streymt út úr honum, hættu síðan skyndilega. Hann þerr- aði burtu tárin, er safnast höfðu í augu honum, og hélt síðan áfram að stara í áttina til mín. „Stöðvaðu mig ekki,“ sagði hann hátt. „Ég verð að gera játningu, létta þessu af mér. Hvert var ég kominn? Ö, ég veit það. Ég var að segja þér frá illum venjum mín- um, var ekki svo? Þær hafa látið sterkt net utan um mig, maður minn. Ég er bundinn, skal ég segja þér, bundinn á líkama og huga. Þið talið um drykkjuæði. Ég þekki þetta af reynslu. Ég hefi ekki ver.ið í „Víti“ drykkjumanns- ins, en ég hefi verið í „Víti“ hins kyn-brjálaða manns. Og ég held, að það sé verra en hitt. Skrýtið, eða er það skrýtið? Ég er ekki drykkjumaður, hefi aldrei verið það. Ég fyrirlít vínið. Þoli ekki lyktina af því. Ég flækist ekki um veitirigahúsin. Drykkur minn er aðallega kaffi. Ég er ekki á valdi bjórdrykkju, eins og fjöldi annarra. En ég er á valdi kynlífsins. Ég hefi dýrkað það. Byrjaði þegar ég var drengur. Þessar svonefndu listar myndir, þessar kyn-bombu myndir. Ég var vanur að festa þær á veggina í svefnherbergi mínu. Auðvitað, sjáðu vondu áhrifin, sein þær höfðu á ungan huga minn. Eg var umkringdur af þeim dag og nótt. Þú ert prestur. Þú veizt, hvað text- inn í biblíunni segir, að menn tíni ekki vínber af þyrnum, er ekki svo? Auðvitað er það ekki hægt! Þú skilur, ég ólst upp við það, að láta eftir holdlegum fýsnum mínum. Fannst ég vera stór og mikill. Ég gat aldrei séð neitt hreint eða virðingarvert við konur. Hið eina, sem ég hugsaði um þær, var það, að þær væru til að fullnægja girndum mín- um. Líttu á skaðann, sem ég hef.i gert þeim! Líttu á, hvað ég hefi gefið þeim! Óhreinleik, skort á valdi yfir sér, æstar ástríður og ekki snefil af virðingu! Hamingjan sanna hvað ég er siðspilltur ræfill! Ég veit ég er ekki hæfur til að lifa. Þessar listarmyndir og klámfengnu skáldsögur, þær eru blátt áfram til að vekja girndir, og þess vegna eru þær gefnar út. Og ég var flón, eggjaður áfram af þessum saurlífis verkfærum. Gat ekki haft stjórn á mér. Engin kona var óhult fyrir mér. Ég hélt áfram, unz ástríður mínar sömdu við taugar mínar að fella mig. Og hvílíkt fall! Sjáðu mig núna! Líkaminn kippist til, augun eru full af vatni, hendurnar á iði, taugarnar í flækju! Ég er í meir.i hræri- grautnum! Kominn nærri dauða, herra minn, ég meina, séra minn. Eyðilagður af gjálífi, það er ég!“ Hann þagnaði til að ræskja sig og til að þurrka úr aug- um sér. Hann var eymdin sjálf uppmáluð. Það var létt að sjá, að hann var þrælbundinn líkamlegr.i girnd. Er ég að- gætti hann, minntist ég mannsins, sem sagt er frá í guð- spjalii Markúsar og haldinn var af illum anda. Gestur minn var nútíma útgáfa þessa manns. Ævin var orðin hon- um að sorglegu Víti þjáninga og sálarkvala. Hann rétti úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.