Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 63

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 63
NORÐURLJÓSIÐ 63 uppástungum okkar, hvernig sem mest gagn getur orðið að stundinni kvöld og morgna. Hvert er markmið þessarar stundar, sem á að standa í 15 mínútur? Það er þrefalt. Fyrst er lestur í ritningunni, þá íhugun kaflans, sem lesinn var. Seinast er tilbeiðsla, lofgerð og bæn. Gott væri, að hver þáttur tæki um fimm mínútur. 1) Fyrstu fimm mínúturnar, hvernig á að nota þœr? Til lesturs Guðs orðs. Biblían er í kapítulum, köflum. Helm- ingur þeirra er svo stuttur, að þá má lesa á styttri tíma en fimm mínútum. Bezt er að hafa þá reglu, að lesa alla biblíuna frá upphafi til enda. Góður vani væri það, að lesa einn kafla í nýja testamentinu á hverjum morgni og einn kafla í gamla testamentinu á hverju kvöldi. Kaflann á að lesa með lotningu og íhugun, en ekki í flýti. Munið eftir, að þetta er hið guðdómlega, innblásna orð Guðs, sem er nytsamt til fræðslu, til menntunar í réttlæti. 2. Tím. 3. 16. Hvernig er bezt að lesa? Upphátt, þó ekki svo hátt, að það trufli einhvern annan. Þessi siður reynist beztur, til þess að þú beinir athygli þinni að því, sem þú lest. Þetta mun hindra hugann, svo að hann festi sig ekki við nokkuð annað, meðan þú ert að lesa. Þú heyrir raust Guðs í sál þinni, meðan þú ert að lesa biblíuna. Þess vegna átt þú að biðja Guð um andlegt ljós, er þú tekur bókina helgu þér í hönd. Þjónn Drottins bað: „Ljúk upp augum mínum, að ég megi skoða dásemdirnar í lögmáli þínu.“ Sálm. 119. 18. Með því að treysta þannig, reiða sig á, leiðbeining heilags Anda og kennslu, er orð Guðs vandlega lesið og verður mest til gagns. Jóh. 16. 13,—15. 2) Hvernig á að nota nœstu fimm mínútur? Til íhug- unar þess og rannsóknar á því, sem lesið var. íhugun Orðs- ins er ekki auðveld, en verður fljótt að vana. Ihugun þess, sem þú lest, má líkja við meltingu fæðunnar, sem þú borð- ar. Eins og fæðan, sem þú meltir, verður að blóði, merg og beinum og kemur í ljós í vöðvum, kröftum og vexti, þannig gerir íhugun það, sem lesið er, að andlegu bloði, vöðvum og beinum og kemur í ljós í lífi, sein lifað er Guði til dýrðar, og gerir okkur hæf til að vaxa í náð og þekkingu Drottins okkar og frelsara Jesú Krists. 2. Pét. 3. 18. Vissulega má það ekki henda okkur, að við gerum minna að því að rannsaka vel og hugsa um orð Guðs en aðrar bækur. Til að hjálpa þér að íhuga og rannsaka ritninguna, setjum við hér nokkrar spurningar, sem þú getur spurt sjálfan þig, er þú hefir lesið hinn ákveðna ritningarkafla. Er þú svarar þessum spurningum, mun það hjálpa til að festa þér í hjarta og minni, hvað þú hefir lesið, svo að ritningin verði þar með að nauðsynlegum þætti í daglegu lífi þínu. (1) Um hvaða persónur og hvaða staði hefi ég lesið, og hvað hefi ég lært viðvíkjandi þeim? (2) Hvað er aðalefni kaflans, eins og ég mundi sjálf- ur segja frá því. (3) Hvert er að mínum dómi bezta versið? Get ég mun- að það utanbókar? (Það er ágætt, að þú strikir undir versið með blýanti). (4) Hvaða fyrirmynd, sem ég á að breyta eftir, sá ég í kaflanum? Hvaða boðorð, sem ég á að hlýða, las ég? Við megum aldrei gleyma, að hlýðni við það, sem við vitum að er Guðs vilji, er nauðsynleg fyrir alla þá, sem vilja vera sannir lærisveinar Krists. Jóh. 7. 17., 8. 31., 13. 17.; Lúk.6. 46.; Jak. 1. 22. —24. (5) Hvaða aðvaranir get ég tekið til mín? (6) Hvaða bæn var handa mér að gera að minni bæn? (7) Hvaða leiðbeining fékk ég fyrir daginn í dag? Eigi að svara þessum spurningum, krefst það sannrar íhugunar, en tilraunin mun borga sig, því að hún mun koma því til vegar, að Orðið verð.i þér að sönnum veru- leika í lífinu, sem skapar og mótar fast, kristilegt hugar- far, en það er dýrmæt eign. 3) Síðustu fimm mínúturnar œtti að nota í tilbeiðslu, í lofgerð og í bœn. Við athugum þetta hvert fyrir sig. (1) Tilbeiðsla. — Bókstaflega og upprunalega merkir orðið lotningu eða að sýna einhverjum þá virðingu, sem hann á skilið. Það er: að úr hjartanu flói þakklæti og tilfinning fyrir óverðskuldaðri náð og hylli Guðs. Guð langar til að fá, og hann vili fá, tilbeiðslu frá blóðkeyptu fólki sínu. Jóh. 4. 23., 24. Tilbeiðsla er hið æðsta og mesta, sem barn Guðs getur sökkt sér niður í, og að tilbiðja er það, sem við eigum að gera í eilífðinni. Opinb. 4. 11., 5. 12. Við biðjum Guð um það, sem okk- ur vantar, lofum Guð fyrir meðteknar blessanir hans, en tilbiðjum Guð vegna alls þess, sem hann hefir opinberað, að hann er í sjálfum sér og í syni sínum. Þannig beinir trúaður maður huga sínum og tilfinningum að Guði sjálf- um, gerir það með lotningu, ótta, undrun og þakklæti. (2) Lofgerð. — Guð óskar að eiga lofsyngjandi og þakklátt fólk. „Sá, sem færir þakkargerð að fórn, heiðrar mig,“ segir Drottinn. Sálm. 50. 23. Okkur er sagt: „Gang- ið inn um hlið hans með þakkargerð, í forgarða hans með Iofsöng.“ Sálm. 100. 4. Fyrir hvað eigum við að lofa Guð? Fyrir gjöfina, að hann gaf okkur son sinn, sem gaf sjálfan sig fyrir okkur; fyrir heilagan Anda, sem býr í okkur, kennir og leiðbein- ir okkur; fyrir heilaga ritningu, sem er fullkomin opinber- un Guðs handa okkur; fyrir allar andlegar blessanir, sem við eigum í Kristi; fyrir allar tímanlegar blessanir, sem hann úthellir yfir okkur, svo sem heilsu, fæði og klæði; fyrir það, að hann svarar bœn. Hvað er það, sem ætti að vera venja, venja alls trúaðs fólks? Að lofa Guð og þakka honum. Vissulega er það aumlegt, ef við biðjurn Guð um allt, en veitum honurn aldrei lof og þökk fyrir allt, sem hann hefir gjört, gerir og mun gera fyrir þá, sem hann af náð sinni hefir frels- að. Fil. 4. 6., 7.; Efes. 5. 20.; Sálm. 69. 31., 32.; 92. 2. (3) Rœn — Trúaður maður lætur í ljós með bæn, að það standi fullkomlega í Guðs valdi að útvega allt, sem hann þarfnast; hann lætur það í Ijós — framar öllu öðru — að hann ber traust til Guðs, að hann heyri bæn og svari henni, sé hún beðin í trú og samkvæm vilja Guðs. 1. Jóh. 5. 14., 15. Guð býður bæn, uppörvar okkur að biðja, heyr-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.