Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 64

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 64
64 N ORÐURLJ ÓSIÐ .ir og svarar bæn. Hebr. 4. 14., 15.; Lúk. 18. 1.; Matt. 6. 6,—13.; Sálm. 65. 33. Fyrst átt þú að biðja fyrir sjálfum þér. Þetta krefst heiðarlegrar játningar og iðrunar, ef þú veizt um nokkra synd hjá þér. „Ef ég hygg á illt í hjarta mínu, þá heyrir Drottinn ekki.“ Sálm. 66. 18. Sbr. 1. Jóh. 1. 9. Segðu himneskum Föður þínum frá öllu, sem þig vantar, með sama trausti og lítið barn, sem kemur til jarðnesks föður síns. Drottinn Jesús sagði: „Yðar himneski fað.ir veit, að þér þarfnist alls þessa.“ Matt. 6. 32. Legg þú þína erf- iðleika fram fyrir hann og leita þú hans guðdómlegu vizku til að greiða úr þeim. Jak. 1. 5.—7. „Varpið allri áhyggju yðar upp á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.“ 1. Pét. 5. 7. Mundu eftir, að ekkert er of smátt til að nefna það við hann, því að Guð gleðst, er hann hlustar á einfaldar, brennandi og traustríkar bænir barna sinna. Síðan átt þú að biðja jyrir öðrum. Þegar við biðjum, eigum við ekki að vera svo eigingjörn, að við hugsum aðeins um okkur sjálf, en minnumst ekkert á það, sem aðrir þarfnast. Guð vill, að við biðjum fyrir öðrum. Efes. 1. 16.; Kól. 1. 9.; 1. Sam. 12. 23. Við eigum að biðja fyrir stjórnendum og öllum þeim, sem hátt eru settir, að Guð gefi þeim auðmjúk hjörtu og guðlega vizku, sem geri þá hæfa til að stjórna rétt og vel. 1. Tím. 2. 1.—4. Við eigurn að biðja fyrir fjölskyldu okkar, skyldfólki og vinum, einkum þeim, sem ófrelsaðir eru, að þeir verði sannfærðir um synd og leiddir til að treysta Drottni sem frelsara. Við skulum líka biðja fyrir þeim, sem boða fagn- aðarerindið, hvort sem þeir eru í heimalandi okkar eða erlendis á kristniboðsakrinum. Munið eftir, að ennþá er það satt, að „kröftug bæn rétt- láts manns megnar mikið.“ Jak. 5. 16. Bæn er voldugt afl, af því að hún hrærir hönd hans, sem hrærir heiininn. Bænin breytir hlutunum. Þess vegna skaltu biðja. Bœnarlista notar margt trúað fólk, gerir það sér til minnis, ritar á hann nöfn þeirra, sem þeir vilja minnast og bera fram fyrir hásæti náðarinnar. Allt trúað fólk, sem les þetta rit, mun vera sammála um, að þessi „hljóða stund“ sé fullkomin nauðsyn fyrir Guðs börn. Það mun og vera sammála um, að 15 mínút- ur að minnsta kosti sé ekki of langur tími til að dvelja í nærveru Guðs, meðan orð hans er lesið, íhugað, rannsak- að og samfélag haft við hann í bæn. Mætti þetta verða hlutskipti þitt og mitt, að við tökum okkur tíma til hljóðrar stundar og varðveitum, hvað sem það kostar, þennan undirbúning sérhvers dags, sem svo er mikil nauðsyn í andlegu líf.i okkar. (Þýtt hefir eftir færeyskri þýðingu Oli. G. Jacobsen, umbætt af ritstj. Nlj.). ---------x--------- LÆ K N I N G I N Það er seinlegt verk að sópa snjó á brott; en skíni sólin á hann, hverfur hann. Yfir jörðina getur fallið sá snjór á einni nótt, að milljónir manna gætu ekki flutt hann burt, en sólin getur það á einum degi. Þannig er það þegar kuld- inn leggst yfir sálina, eða yfir söfnuð, þá er hlýja elsku Ouðs lækningin. (Þýtt úr Emergency Post, Englandi). FRÁ GHANA Danslagahljómar ómuðu út úr drykkjukránni í þorpi nokkru síðdegis einn sunnudag. Kristinn „pastor“ (safn- aðarhirðir) stóð úti fyrir kránni og velti fyrir sér, hvort hann ætti að fara inn eða ekki. Hann hugsaði um fram- tíðarmöguleika æskunnar og gekk inn, en harmaði það, að hann hafði aðeins níu smárit með ritningargreinum. Hon- um til furðu voru aðeins átta ungir menn inni. Hann heils- aði þeim öllum með handabandi með gagnkvæmum vin- gjarnleik. Hann gaf þeim smárit hverjum og einum og skýrði fyrir þeim boðskapinn með þessu níunda riti, sem hann hafð.i í hendinni. Hann fékk loforð þeirra fyrir því, að þeir skyldu koma á samkomu til hans um kvöldið, en efaðist þó um alvöruna í því hjá þeim. Þeir komu samt og oft eftir það og fóru að fá reglubundna fræðslu í kenning- um kristindómsins. Þýtt úr Fréttabréji Ritningargjafafélagsins (Scripture Gift Mission) Englandi). --------x------- SNILLINGURINN Eitt sinn bar svo til, að ókunnur maður gekk inn í kirkju í litlu þorpi á meginlandi Evrópu, þegar organleikari þorps- búa var að æfa sig. Maðurinn hlustaði nokkra stund og spurði síðan organleikarann, hvort hann mætti leika á hljóðfærið. Organleikarinn svaraði, að sér væri ekki leyft að lofa öðrum að leika á orgelið. Eftir dálitla stund bað ókunni maðurinn aftur um leyfi. Organleikarinn veitti leyfið, mjög tregur þó. Er hendur ókunna mannsins liðu mjúklega um nótnaborðið, streymdu frá litla kirkjuorgel- inu slíkir hljómar, að aðrir eins höfðu aldrei heyrzt í þess- ari litlu þorpskirkju. Organleikar.inn spurði ókunna mann- inn að nafni. Þegar hann heyrði, að hann héti Mendels- sohn, hrópaði hann upp: „Hvernig gæti ég hafa haldið orgelinu mínu fyrir meistaranum?“ Ennþá meiri gerbreyt- ing verður samt, þegar einhver afhendir Kristi algerlega líf sitt. (Þýtt úr Emergency Post, Englandi). --------x------- ÓLÍ KT FÓLK Allmargir kristnir menn eru líkir hjólbörum — gagns- lausir, nema þeim sé ýtt áfram. Sumir eru eins og bátar — það verður að róa þeim áfram. Sumir eru eins og flugdrekar -— sé ekki haldið í þá, fljúga þeir burt. Sumir eru eins og fótknettir — enginn veit, hvert þeir skoppa næst. Sumir eru eins og loftblöðrur — fullir af vindi og til- búnir að springa. Sumir eru eins og kerrur — það verður að draga þá áfram. Sumir eru eins og neon ljós, sem kvikna eða slokkna á víxl. Aðrir leitast við að ganga með Guði í krafti heilags Anda og vitna bæði með vörum sinum og líferni um frels- arann, sem frelsaði þá og varðveitir þá. (Þýtt úr Emergency Post, Englandi).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.