Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 65

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 65
N ORÐURLJ ÓSIÐ 65 ÉG TRÚI Á KRAFTAVERK Ejtir Kathryn Kuhlman. 3. Rósa. Þetta er eini kaflinn í bókinni, þar sem notað er gervi- nafn. Þegar sagan er lesin, munu menn skilja, að sérstak- lega viðkvæmt máf gerir það nauðsynlegt. Konan, sem á hlut að máli, tilheyrir víðkunnri fjölskyldu. Sjálf er hún nú í góðri stöðu, með ótakmörkuð tækifæri góðrar fram- tíðar framundan. Vér viljum hvorki koma fjölskyldu hennar í vandræði né tefla framtíð hennar í tvísýnu. Eiturlyfjanautn er sorgleg hörmung, sem lengi hefir valdið mér mikium óhyggjum. Þegar ég nýiega fékk þrjú hrærandi bréf í röð, skrifuð af ungri stúlku sjáifrar hennar vegna og „hópsins“ hennar, þá tók ég þá ákvörð- un, að það væri lífsnauðsyn, að ég tæki vitnisburð Rósu með. Ég fann, að með því að gera það, gætu margir feng- ið hjálp, sem eru í sama flokki og þessir unglingar, marg- ir, sem eru í örvæntingu að leita lausnar frá eiturnautn- inni. Bréfin, sem ég minntist ó, voru rituð hvern laugardag- inn eftir annan og komu til mín nákvæmlega á sama degi þrjár vikur í röð. Þau voru öll undirrituð „X“, því að höfundur þeirra sagði: „Foreldrar mínir eru heldra fófk. Þau vita ekki, að ég nota eitur, og ég get ekki bakað þeim óvirðingu. Þér skiljið, hvers vegna ég get ekki birt nafn mitt.“ Fyrsta bréfið byrjaði þannig: „Mig hefir iangað til að skrifa yður í langan tíma, en ég er hrædd við alla. En nú, ungfrú Kuhlman, verð ég blátt áfram að fá hjálp. Ég ákvað því, þar sem Guð hefir hjálpað yður til að hjálpa svo mörgu fólki, að það gæti verið, að ég gæti fengið hjálp frá yður.“ Bréfritarinn var átján vetra stúlka, sem hafði lent í vondum félagsskap. Með því átti hún ekki við, að það væri „krakkahrúga úr fátækrahverfunum," eins og hún komst að orði. Vinir hennar voru frá góðum heimilum, og hún segir: „Við eigum öll góðar mæður og feður. Það er ekki þeirra sök, að við notum eitur.“ Þetta byrjaði allt sem gaman, löngun til að skemmta sér við það, en þegar árið var liðið, fundu þessir ungl- ingar, að þau voru komin á „öngulinn.“ Nú var ekkert „gaman“ lengur á ferðum hjá þeim, heldur alger harm- leikur. Er þau gerðu sér Jjóst, hvað komið hafði fyrir, gerðu þau geysiharðar tilraunir til að „sparka“ af sér ávananum. En hann var orðinn of sterkur. Þau voru orð- in ósjálfbjarga þrælar. Stúlkan, sem ritaði bréfið, skýrði frá því, hvernig hún af athugaleysi fór að hlusta á útvarpsþáttinn. Hann snart einhvern streng, og hún fann í fyrsta sinni á ungri ævi veruleikann í elsku og meðaumkun Jesú. Hún þorði varla að vona það, en ef til vill, rétt ef til vill, mundi hann af miskunn sinni hjálpa henni og félögum hennar. Hún hlustaði í laumi heima hjá sér á hverjum degi í heila viku. Hún hafði útvarpið lágt og svefnherbergisdyrn- ar harðlæstar, því að hún vildi ekki láta foreldra sína vita þetta. Von hennar um lausn úr fjötrunum óx með hverjum degi vikunnar, og hún fór að rökræða þannig, að gæti Guð læknað sjúklinga af krabbameini eða ofdrykkju, þá gæti hann læknað eiturlyfjaneytanda. Hún hafði verið í vandræðum og hikandi við að segja vinum sínum, að hún væri að hlusta á kristilegan útvarps- þátt. En dag nokkurn, er þau voru saman að ræða um sitt hræðilega vandamál, sagði hún: „Hlustið, krakkar, eftir því sem mér virð.ist, er Guð eina vonin okkar.“ Er hún sá undrunarsvip þeirra, fór hún að segja þeim frá útvarpsþáttunum, og þau fóru öll að hlusta, stundum sameiginlega, og stundum ein í herbergjum sínum. „Ég bið,“ ritaði X, „en ég geri ráð fyrir, að ég viti ekki, hvernig á að biðja rétt. Ef við gætum aðeins komið til yðar og látið yður biðja fyrir okkur. Okkur langar svo til að koma á samkomurnar,“ hélt hún áfram, „en við erum hrædd. Við erum hrædd við lögregluna. Ef hún tæki okkur föst, yrði það foreldrum okkar til smánar. Við getum blótt áfram ekki látið þau komast að því, að við neytum eiturs. Það mundi alveg kremja hjörtu þeirra.“ Það kramdi hjarta mitt, er ég las áfram: „Ég veit, að þér eruð frá Guði, og ég trúi og treysti öllu, sem þér segið. En ég býst við, að það hafi ekki mik- ið að segja fyrir yður, ungfrú Kuhlman, þar sem þetta kemur frá eiturætu, eða er ekki svo? En það verður ekki langt þangað til, að ég verð ekki eituræta lengur.“ Hún endaði með því að biðja mig að lesa bréfið ekki upp í útvarpinu. „Ég er svo hrædd,“ sagði hún, „en ég ætla að hlusta á útvarpið frá þér á hverjum degi. Viltu gera svo vel að biðja fyrir okkur öllum.“ Ég bað fyrir þeim næsta fimmtudag, og í næsta bréfi sínu þakkaði hún mér fyrir það. „Mig langar til, að þér vitið, hve bænir yðar hjálpuðu mikið,“ sagði hún. „A föstudaginn var bað ég, eins og þér sögðuð okkur að gera, og ég bað Jesúm að fyrirgefa mér og að koma inn í hjarta mér.“ „Ég trúi því, að hann hafi gert þetta,“ hélt bréfið á- fram, „en ég get enn ekki hætt að taka þetta eitur. Viljið þér gera svo vel að trúa mér, þegar ég segi, að ég hefi reynt svo mikið til þess, en ég get enn ekki hætt. Mig lang- ar ekki í það, en ég verð að taka það. Ég er svo hrædd, en ég veit ekki, hvað ég á að gera.“ X hafði miklar áhyggjur út af föður sínum og móður. Hún elskaði þau heitt og vissi, að hún var að komast á það stig, að hún yrði að segja þeim fró. „Mamma veit nú þegar, að eitthvað er að,“ skrifaði hún, „en hún veit ekki enn, hvað það er.“ Afmælisdagur hennar var næsta fimmtudag, og hún bað mig að láta syngja í útvarpið þann dag: „Það kostaði krajtaverk.“ „Þetta er sú afmælisgjöf, sem mig langar mest til að fá,“ sagði hún. Bréf hennar endaði á orðunum: „Ég veit, að þér biðjið fyrir mér, og gerið svo vel að hætta því ekki.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.