Norðurljósið - 01.01.1965, Side 69
N ORÐURLJ ÓSIÐ
69
hreiður. Fimmtu kynslóðinni var sleppt út í náttúruna.
Þeir fuglar fóru þegar í stað að búa sér til hreiður, alveg
eins og forfeður þeirra.
Svo margbrotin og vönduð eru hreiður sumra fugla, að
því verður naumast trúað, að þau séu gerð af eðlishvöt,
en ekki af viti og hugsun.
Baltimore gullþrösturinn býr sér til hreiður, sem líkist
litlu hengirúmi, þegar það er fullgert.
Reykháfa múrsvalan býr sér til hreiður innan í holu tré
eða ónotuðum reykháf. Hreiðrið límir hún fast við vegg-
inn. Hvaðan fékk svalan límverksmiðju í gogginn? Hvers
vegna hefir hún þetta lím í goggnum, en ekki aðrir fuglar,
t. d. hrafninn eða dúfan? Hún hlýtur að hafa verið sköpuð
þannig.
EINKENNILEGIR fuglar, ólíkir öllum öðrurn, bera
vitni um Guð og sköpunina.
Vatruiþrösturinn (Water ouzel) flýtur eins og korkur
ofan á vatninu. Allt í einu sekkur hann eins og steinn niður
í straumhröðum læk og gengur þar fram og aftur að vild.
Hann getur að v.ild flogið um í loftinu, synt á vatni og
gengið um niðri á botni þess. Þannig getur hann aflað sér
fæðu. Ef þessir hæfileikar þróuðust, af því að það var gott
fyrir fuglinn, hvers vegna þróuðust þeir ekki hjá öðrum
fuglum, sem hefðu haft gott af að geta þetta? Svarið er
auðvitað: Guð skapaði fuglinn svona, að hann getur tæmt
líkama sinn af lofti og því sokkið eins og steinn.
KIWI fuglinn í Nýja Sjálandi þótti brezkum vísinda-
mönnum ótrúleg saga, þegar þeir fréttu fyrst um hann.
Hver hafði nokkru sinni heyrt um fugl, sem hefir veiðihár
eins og köttur, nasir við endann á löngu, bognu nefi? Hvar
átti heima fugl, sem grefur niður í jarðveginn líkt og jarð-
grís (ground hog), og verpir eggi, sem að þyngd er einn
fjórði hluti þyngdar hans sjálfs? Hver hafði séð fugl, sem
er án stéls, fugl, er hefir þumlungslanga, gagnslausa vængi,
hulda í silkimjúku, hárlíku fiðri? Samt er það staðreynd,
að slíkur fugl er til, Kiwi fuglinn.
Hann á frænda í Astralíu, sem nefndur er flatnefur, en
telst þó til spendýra. Þeir eiga það sameiginlegt, að enginn
getur gert grein fyrir því, hvernig þeir hefðu átt að þróast
— og verða svona — út af nokkru dýri eða fugli, sem
verið hefir til. Guð virðist hafa skapað þá til að gera að
engu hugmyndir manna um þróun!
KÓLÍBRÍ fuglinn, minnsti fugl í heimi, getur haldið sér
hreyfingarlausum í loftinu, Og auk þess að fljúga áfram,
flogið til hliðar og aftur á bak. Enginn annar fugl getur
þetta. Ef þetta er gagnlegt fyrir kólibrí fuglinn og kom
vegna þróunar, hvers vegna geta aðrir fuglar þetta ekki?
Þetta er þó tegundinni tíl gagns.
FARFUGLARNIR vitna um Guð, ekki þróun. E. G. F.
Sauer, fuglafræðingur og kennari við háskólann í Frei-
burg í Þýzkalandi, ritaði árið 1958 grein um þýzku „Garð-
söngvarana". Hver fugl flýgur aleinn og einungis að nætur-
lagi frá Þýzkalandi til Suður-Afríku. Tilraunir hafa sann-
að, að hann hefir stjörnurnar sér til leiðbeiningar. Eftir
vissri afstöðu þeirra til jarðarinnar hefur hann ferð sína
haust og vor. Enginn kennir öðrum, því að allir fljúga
einir, ungarnir jafnt sem hinir fullorðnu. Sauer prófessor
dregur það í vafa, að þróun hafi komið þessu til leiðar.
SÖNGFUGLARNIR veita mönnum margar unaðar-
stundir með söng sínum. Lærðu mennirnir kenndu áður
fyrr, að karlfuglarnir syngju til að hæna kvenfugla til sín,
og þannig hefði söngur þeirra smátt og smátt orðið til.
Nú er sannað, að þetta er ekki rétt. Auk þess mætti benda
á fugla, sem gefa frá sér söng á öðrum tímum en um varp-
tímann.
HÁÐFUGLINN (mockingbird) hermir eftir öðrum fugl-
um svo nákvæmlega, að naumast verður greint á milli hans
og þeirra. Einn háðfugl hermdi eftir 32 tegundum annarra
fugla, meðan hann söng látlaust í 10 mínútur.
Þegar kaflanum um fuglana er að ljúka, stendur í bók-
inni:
„Vísindamenn eru að lokum komnir að þeirri niður-
stöðu, — úr því að „náttúruvalið“ er ekki skýringin og
ekki heldur kenningin um „áunna eig,inleika“, þá HLJÓTI
það að vera „stökkbreytingar“ — eða þá GUÐ.“ ....
„Flestir nútíma vísindamenn viðurkenna, að kenningin
um þróun verður ekki sönnuð, en þeir vilja heldur hafa
þessa kenningu en kannast við GUÐ og sköpunarverk og
verk hans.“
Þeir hittast enn, Arni og Bjarni, er þeir höfðu kynnt
sér alla bókina: „Hvers vegna vér trúum á SKÖPUN, ekki
á þróun.“
„Satt er það, aldrei hafði mér dottið í hug, að svona
margt væri til, sem virðist sýna sköpun, en ekki þróun,“
varð Bjarna að orði. „En ég get ekki skilið, að það sé rétt,
sem biblían seg.ir, að Guð hafi skapað allt, ef hann er til,
fyrir 6000 árum eða svo. Vísindin hafa sýnt, að það er óra-
langur tími, síðan jörðin okkar varð til.“
„Hvar stendur það í biblíunni, að Guð hafi skapað allt
fyrir 6000 árum eða svo?“ spurði Árni.
„Ja, ég veit það ekki, en þetta hefi ég heyrt,“ svaraði
Bjarni.
„Það er nú samt ekki satt,“ mælti Árni. „Ég hefi lesið
alla biblíuna. Það stendur þar ekki. Biblían segir: ,í upp-
hafi skapaði Guð himin og jörð.‘ Hún nefnir ekkert, hvé-
nær það upphaf var. Annars hefi ég heyrt, að það séu til
margar skýringar á sköpunarsögu biblíunnar. Ein þei'rra
er á þá leið, að sagan af sköpuninni sé saga af því, þegár
Guð hafi endurskapað allt. Mannkyn hafi verið til á jörð-
inni á undan okkar mannkyni. Það hafi syndgað á móti
Guði og hann hafi látið það deyja og allt, sem á jörðinni
var. Þegar þetta hafi gerzt, hafi verið liðinn óralangur
tími frá því, að Guð í upphafi skapaði himin og jörð, og
það geti vel verið, að Guð hafi látið þessa fyrri sköpun
taka óralangan tíma. En svo, þegar hann skapaði allt upp
aftur, þá hafi sú sköpun ekki tekið nema þessa sex daga,
sem biblían talar um. Sé þetta rétt skilið, þá er engin mót-
sögn á milli nútíðarvísinda og biblíunnar."
„Þetta er merkilegt að heyra, en ég get ekki hugsað mér,
hvernig Guð hafi orðið til,“ varð Bjarna að orði.
„Ef þú getur hugsað þér, að allur heimurinn hafi orðið
til af sjálfu sér, þá líklega getur þú hugsað þér, að Guð hafi
ekki þurft neinn til að skapa sig,“ mælti Árni. „Mér dettur