Norðurljósið - 01.01.1965, Page 70
70
NORÐURLJÓSIÐ
rétt í hus að biðia þie að deila tölunni 64 með 7. Kemur
út heil tala?“
„Auðvitað ekki, 7 sinnum 9 eru 63.“
„Deildu 64 með 8. Færðu þá út heila tölu?“
„Vitaskuld. 8 sinnum 8 eru 64. Hvað meinarðu með
þessu?“
„Þetta, að það er aðferð vísindamanna að þreifa fyrir
sér, hvort hugmyndir þeirra standist próf veruleikans,
hvort þær geti þannig gefið lausn á vandamálinu, sem þeir
eru að fást við. Geri hugmyndin það ekki, er leitað að
annarri tilgátu. Kenning.in um þróun var slík tilgáta, þegar
hún var sett fram. Nú er komið í ljós, að hún getur ekki
gert fullnægjandi grein fyrir því, hvernig efnið í alheim-
inum varð til, heldur ekki, hvernig lífið varð til, heldur
ekki, hvernig maður.inn og sjálfstæð hugsun varð til. Þetta
er staðhæfing vísindamannsins, sem fann upp lampann,
sem va"ð undirstaða útvarpsins. Kenningin um þróun er
því eins og þegar deilt er með 7 í 64.
Aftur á móti ef við viðurkennum þá staðreynd, að Guð
er til, að hann hefir skapað allt, þá gengur allt upp. Tilvera
hans gerir grein fyrir öllum fyrirbærum náttúrunnar.“
„Eg skil þetta nú,“ sagði Bjarni, „að trúin á það, að
Guð er til og að hann hafi skapað allt, gerir fulla grein
fyrir tilverunni, en trúin á þróun gerir það ekki.“
„Þakka þér fyrir, Bjarni, þetta var drengilega sagt. En
hvað segir þú um það, að koma til mín reglubundið einu
sinni í viku og lesa með mér biblíuna?“
„Ég held það gæti verið ágæt hugmynd, Arni minn. Ég
skal víst koma og svo getum við boðið fleiri strákum að
vera með.“
„Ég hefi heyrt, að ungt fólk í sumum skólum erlendis
komi saman,“ sagði Árni, „og lesi sjálft biblíuna saman.
Það byrjar víst oftast á nýja testamentinu. Við skulum
gera þetta líka. Við hittumst þá aftur bráðum.“
--------x—------- S. G. ].
ORSÖK OG AFLEIÐING
Ungur, kínverskur námsmaður fékk menntun sína í
kristnum trúboðsskóla, þar sem hann heyrði fagnaðarer-
indið af vörum hins trúfasta kennara síns. Nokkrum árum
seinna frétti hann, að kennari hans vær.i kominn aftur í
heimsókn til borgarinnar, og ákafur hélt hann leiðar sinnar
til gistihússins, þar sem kristniboðinn dvaldi. Við mót-
tökuborðið var honum neitað um aðgang til kristniboðans,
þrátt fyrir mótmæli hans, og var að lokum fleygt á dyr.
Hann gekk á brott og hugsaði með sér: „Svona breyta hinir
kristnu.“ Sú niðurlæging, sem þetta var honum, varð
þyngri á metunum en sú staðreynd, að hann hafði verið
menntaður í kristniboðsskóla, haldið uppi með sjóðum
kristniboðsins og kennt af manni, sem helgað hafði ævi
sína þjónustu Krists í Kína. Nafn þessa námsmanns var
Mao Tse-tung, nafnið, er stendur sem táknmynd miskunnar-
leysis, guðleysis og efnishyggju, nafnið á foringja kín-
verskra kommúnista. Ástandið nú á dögum gæti hafa verið
geysilega ólíkt því, sem það er, ef dálítið af kristilegum
vingjarnleik hefði verið sýnt ungum manni fyrir löngu í
staðinn fyrir móðgun.
(Þýtt úr „The Harvester,“ Englandi, marz 1965).
Molar frá borði Meistarans.
(Greinir handa lœrisveinum Krists.)
Menn, sem lifnuðu við
2. LIÐINN DRENGUR OG LÁTINN MAÐUR.
I upphafi 2. Konungabókar, í 2.—8. kafla, gnæfir hæst
af persónum sögunnar Elísa spámaður.
Saga hans hefst í 1 Kon. 19., þegar Elía spámaður leggur
skikkju sína yfir hann. Það var táknræn athöfn, sem merkti
það, að hann væri af Guði kjörinn til eftirmanns Elía.
Elísa var ákveðinn maður. Hann yfirgaf þegar atvinnu
sína, bað leyfis að mega kveðja föður sinn og móður, kom
síðan og gerðist þjónn Elía.
Öll þau ár, sem hann þjónaði Elía, fara engar sögur af
honum. En þegar meistari hans er á förum héðan til him-
ins í stormv.iðri, vildi hann eigi við hann skilja, unz hann
hafði fengið að bera fram þá bæn, að honum mætti hlotn-
ast tvöföld andagift Elía.
Þetta var mikil bæn, sem lýsir miklum andlegum skiln-
ingi. Hann veit, að erfitt hlutverk bíður hans. Hann vill
ekki mæta því og hafa aðeins eigin kraft. Hann v.ill ekki
takast það á hendur, þó að hann fengi jafnmikið af Anda
Guðs og Elía. Honum nægir ekkert minna en tvöfalt það,
sem Elía hafði af krafti Guðs.
Hvílík blessun mundi streyma niður frá Guði, ef unga
fólkið gerði sig ekki ánægt með minna af krafti Guðs en
tvöfalt það, sem leiðtogar þess hafa fengið! Því miður eru
of margir, sem gera sig ánægða með sinn eigin kraft. Aðrir
komast lengra, en ó, hve fáir vilja fyrir alvöru leggja út á
djúp alnægðar Guðs.
Sagan af Elísa geymir þá frásögu, að hann vakti upp
frá dauðum son konunnar í Súnem. Hún var auðug kona,
sem hafði vikið honum góðu, af því að hún sá, að hann
var Guðs maður. Guð lætur aldrei eiga hjá sér. Hann
endurgalt konunni með því, að hún fékk hjartans ósk sína
uppfyllta og eignaðist son. En þessi ungi ástmögur dó, og
þá var það, að Elísa kom til hans og sem svar við bæn
fékk drengurinn lífið aftur.
Þá hafði Elísa vakið dreng upp frá dauðum, alveg eins
og meistari hans, Elía.
En hafði hann ekki beðið um tvöfaldan skammt af anda-
gift Elía? Mundi hann þá ekki vekja einhvern annan upp
frá dauðum?
Árin liðu. Elísa eltist. Loks varð hann sjúkur, dó og
var grafinn. Þó finnast engar sagnir frá þeim tíma um
nokkurn annan en þennan dreng, sem aftur fengi lífið
vegna bæna Elísa.
Einhvern tíma eftir lát hans, er bein hans hvíldu í gröf
hans, sem hefir að líkindum verið hellisskúti eða höggvin
inn í klett, þá var verið að færa látinn mann til greftrunar.
Jarðarförin truflaðist. Allt í einu sjá menn hóp af ræn-
ingjum, sem eru að koma.
Hver vill falla í hendur grimmum, erlendum ræningj-
um?Ofboð grípur líkmennina, og þeir flyegja líkinu inn í
gröf Elía. Þá gerist það undur, að maðurinn lifnar við,
jafnskjótt sem hann snertir bein Elísa.