Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 72
72
NORÐURLJÓSIÐ
ÉG TRÚI Á KRAFTAVERK
Eftir Kathryn Kuhlman.
4. Amelia.
Hún var fjögurra ára. Hún var rétt nýkomin heim. Hún
hafði verið við kraftaverka guðsþjónustu. Er hún kom inn
í húsið, þaut hún áköf þangað, sem myndin hékk: „Hin
síðasta kvöldmáltíð.“
„Þetta er Hann, amma,“ hrópaði hún og benti á þann,
sem stóð. „Þetta er Jesús! Ég sá hann hjá ungfrú Kuhlman
í dag.“
Amma hafði farið með litlu stúlkuna til guðsþjónustu
síðdegis þennan dag. Þetta var eitt hinna fáu skipta, sem
hún hafði fengið að koma fyrir manna sjónir í margar
vikur, svo hræðileg var hún útlits.
Um það bil átta mánuðum áður bar það til, að Amelia
litla vaknaði morgun nokkurn, og virtust þá vera blettir
af vessandi útbrotum á handleggjum hennar og fótleggjum.
Áður en vikan var liðin, var líkami hennar allur þakinn í
vessandi sárum.
Fyrsti læknirinn, sem farið var með hana til, nefndi
sjúkdóminn eksem. Hann fyrirskipaði læknismeðferð, en
henni hélt áfram að versna.
Er tímar liðu, fóru sárin að blæða mikið, og líkami
hennar allur var vafinn í dúkum. Vatn mátti ekki snerta
hana, og hún var hreinsuð með olíu eins mjúklega og unnt
var. Armarnir voru reifaðir, svo að hún gat ekki sveigt
þá, og þeir hengu niður með hliðunum. Það var eins og
amma hennar sagði: „Öll hennar húð var opnar sprungur.
Blóð og gröftur vætlaði stöðugt úr þeim. Hún var stöðugt
þjáð, og það voru henni kvalir, þegar skipt var umbúðum.
Hún hljóðaði, ef nokkur kom nálægt henni.“
Það varð alveg ógerningur að greiða hár hennar, svo
þakin í sárum varð hársvörðurinn. Augabrúnir voru horfn-
ar, og augnalokin voru etin burt af sárum. Eyrun voru
raunverulega að rotna af henni, og annað þeirra bókstaf-
lega sýndist vera að detta af, svo tært var það orðið af
sjúkdóminum.
Framan af sj úkdómstímanum hafði hún getað leikið
sér með öðrum börnum, en svo fór þeim að bjóða við
útliti hennar, og þau forðuðust hana, enda var þeim ekki
leyft af foreldrum sínum að heimsækja hana.
Aður en andlit hennar og höfuð var orðið svo grátt
leikið af sjúkdómnum, hafði móðir hennar reynt að fara
út með hana í strætisvagni. En jafnvel þá vildi eng.inn sitja
hjá henni, og fólk var tregt til að sitja í næstu sætum. Þótt
Amelia væri ung, varð henni sorglega ljóst, hvílíkan við-
bjóð hún vakti hjá öðrum. Hún skildi ekki, hvers vegna
fólkið starði á hana og sneri sér svo við með þann sv.ip í
augum, sem hún skildi ekki. Hún varð ákaflega óham-
ingjusöm. Hún grét oft og sagði við móður sína: „Hvers
vegna geðjast engum að mér?“ unz sá tími kom, að raun-
verulega var aldrei farið með hana út úr húsinu.
Svo lengi sem hún gat, lék hún sér heima hjá sér. Er
móðir hennar lét hana hjálpa til með heimilisverkin, svo
að hún væri ekki aðgerðalaus, var hún mjög hreykin af
þvi. Þessu varð þó að hætta, af því að það bakaði barninu
æ meiri sársauka að hreyfa sig, og henni varð alls ekki
hægt að beygja handleggina.
Leitað var til lækna, hvers á fætur öðrum. Þeim kom
ekki saman um, hver sjúkdómurinn væri, en allir voru
þeir sammála um það, að þetta væri versti húðsjúkdómur,
sem þeir hefðu kynnzt á allri sinni læknisævi.
Loksins fór svo, að einn læknanna stakk upp á því, að
farið yrði með hana til krabbameins lækningastofunnar.
Amma hennar sagði v.ið hann þann dag: „Bænin hjálpar
líka,“ og læknirinn kinkaði kolli.
Þegar hér var komið, meðan beðið var eftir að mega
koma með hana í lækningastofuna, lét amma í ljós þá
löngun, sem hún hafði lengi fundið til: Hún bað leyfis af
móður barnsins að fara með Ameliu til einnar guðsþjón-
ustu hjá ungfrú Kathryn Kuhlman.
Amma var guðrækin rómversk-kaþólsk kona, eins og öll
fjölskyldan, en hún hafði fengið áhuga fyrir þjónustu ung-
frú Kuhlman vegna útvarpsþátta hennar. Sjálf hafði hún
sótt þó nokkrar guðsþjónustur og fann, að hún hafði öðl-
ast mikla hjálp frá þeim.
Móðir Ameliu gaf samþykki sitt, að farið væri með
barnið, og meir en það. Hún samþykkti að vera á bæn
heima, meðan guðsþjónustan stæði yfir daginn eftir.
Litla stúlkan hafði alizt upp á trúræknu heimili, og hún
var barn einfaldrar og fullkominnar trúar á Drottin og
mátt hans til að framkvæma kraftaverk. Hún fór til guðs-
þjónustunnar á sama hátt og hinir trúföstu fara til Lourdes
— örugg og væntandi þess, að hún mundi læknast, svo að
hún gerði engum lengur mein og gæti aftur leikið sér við
litlu vinina sína; svo að hún gæti aftur farið út með móður
sinni, ferðast í strætisvögnum og fólk gæti brosað til
hennar og langað til að sitja hjá henni, en snúa sér ekki
undan með skrýtinn svip á andlitinu. En framar öllu, hún
trúði ömmu sinni fyrir því: „Mig langar til að sjá Jesúm.“
„Þegar ég bað son minn að aka okkur til guðsþjónust-
unnar,“ sagði amma mér seinna, „færðist hann undan því.
,Þú getur alls ekki farið með hana innan um fólk,‘ sagði
hann. En ég svaraði: ,Vissulega get ég það. Þeim stendnr
á sama‘.“
Sonur hennar var samt ekki eins viss. Hann beið eftir
þeim úti fyrir salnum, ef á þyrfti að halda.
Þegar þær voru komnar inn, reyndi jafnvel amma að
hylja höfuð barnsins sem bezt hún gat með kápunni sinni,
svo að þeir, sem sæju hana, yrðu ekki hræddir, því að hún
rifjar upp: „Húðin var orðin svo illa sprungin, að leggja
mátti títuprjón í hverja sprungu. Hið litla hár, sem eftir
var á höfði hennar, var klesst fast við hársvörðinn. Eyru
hennar blátt áfram löfðu niður, eins og þau væru bæði
tilbúin að detta af.“
Amelia og amma hennar settust aftast í salnum, og voru
báðar mér alveg ókunnar.
Meðan verið var að syngja við lok guðsþjónustunnar,
ýtti Amelia við ömmu sinni: „Sjáðu, amma,“ hrópaði hún
upp með hárri röddu, „ég sé Jesúm þarna uppi.“
„Hvar?“ hvíslaði amma hennar.
Fólk leit við þarna í salnum, um leið og barnið sagði: