Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 73

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 73
NORÐURLJÓSIÐ 73 „Þarna uppi! ViS hliðina á ungfrú Kuhlman! Líttu á hann, Jesús þarna uppi! og sjáðu — hann réttir út hend- urnar.“ Amma hennar leit á Ameliu, síðan leit hún aftur, og þá fékk hún ákafan hjartslátt. Sárin á andliti litlu stúlkunnar voru algerlega þornuð. Þar sáust engin merki blóðs eða graftar nokkurs staðar. Hjarta hennar varð yfirfullt af gleði og þakklæti. Þegar þær komu út úr salnum, beið maðurinn eftir þeim. Hann leit snöggvast á litlu stúlkuna, og það lá við, að það liði yfir hann. „Þegar við komum heim,“ skýrir amma hennar frá, „lét hún ekki bíða að segja öllum frá, hvað komið hafði fyrir. Það, sem hún sagði frá, var það, að hún hefði séð Jesúm. Það, sem fjölskylda hennar sá, var það, að öll hennar sár voru þornuð. Faðir hennar leit á liana og hrópaði: ,Krafta- verk‘! “ „Eg sagði ekkert um það, ég vildi blátt áfram vera viss um, að allt væri í lagi, áður en ég segði nokkuÖ um það.“ í næstu viku var aftur farið með Ameliu á guðsþjónustu. I guðsþjónustunni miðri fór hrúðrið á andliti hennar, höfði og líkama að detta af. „Það féll eins og snjór,“ sagði amma hennar, „og ég varð í vandræöum, því að það datt allt ofan á föt einhverrar konu. En framar öllu var ég þakk- lát, og allan tímann var ég að lofa Guð.“ Þannig var Amelia varanlega og algerlega læknuð. Af öllu sínu litla hjarta var hún Jesú þakklát, en hún var alls ekki undrandi, því að hún hafði alitaf vitað það, að hann gæti gert kraftaverkið og vildi gera það. Hörund litlu stúlkunnar var nú gallalaust. Þar var ekk- ert merki um sár, neitt sem benti á hrúður, engin merki um ör. Það leið ekki á löngu, unz þvegið og greitt hár hennar myndaði gullinn geislabaug um litla, ljómandi andlitið. Augabrúnirnar löguðust, augnalok og eyru komust í samt lag. Eitt þúsund manns sáu ástand þessa barns og voru vottar að lækningu hennar, sem læknarnir kalla kraftaverk. Sagan af Ameliu hefir snortið mig eins djúpt og nokkuð annað, sem nokkru sinni hefir gerzt í þessu starfi hér. Ekki eingöngu vegna hinnar líkamlegu lækningar, — ég hefi séð margar jafnmiklar gerast — heldur vegna efalausrar trúar hennar, ófrávíkjanlegrar fullvissu hennar, að sýnin sé áreiðanleg, að hún hafi séð Jesúm. I sjö ár síðan hún læknaðist, hefir hún haldið óbifanlega fast við söguna, eins og hún sagði hana fyrst. I upphafi var það svo, að vinir og nágrannar, sem gátu ekki neitaö, að lækning hefði gerzt, annaðhvort ásökuðu barnið, að það hefði búið söguna til, eða ömmuna, að hún hefði komiö hugmyndinni í kollinn á barninu. Foreldrar hennar voru í fyrstunni sannfærð urn, að at- burðurinn hefði aðeins verið ímyndun, sprottin af fjörugu ímyndunarfli barnsins. Þau töluðu við hana lengi og þrá- spurðu hana vandlega, en ekkert, sem þau gátu sagt, gat breytt því, að hún staðhæfði afdráttarlaust, að hún hefði í raun og veru séð Drottin. Hún kemur enn oft til guösþjónustu, og öðru hvoru hefi ég spurt hana vandlega. „Sástu Jesúm virkilega?“ spurði ég aftur nýlega þessa ljómandi, yndislegu, ellefu ára stúlku, sem hún er orðin. Skýrt og fast kom svarið: „Já.“ „Og hvar var Jesús?“ „Hann stóð þarna rétt við hliðina á þér.“ „Hvernig leit hann út?“ spurði ég einu sinni enn. „Eins og myndin á Heilaga Hjartanu, og armar hans voru útbreiddir,“ sagði hún. „Ertu alveg fullviss um, að þú sást hann?“ Andlit hennar ljómaði, og hún svaraði: „0, já, þetta er það virkilegasta á allri ævi minni!“ „Hve lengi stóð hann þar?“ „AS minnsta kosti f.imm eða tíu mínútur,“ var svar hennar, „lengi eftir, að söngurinn var búinn og þú hafðir lokið við bæn þína.“ Síðan brosti hún um leið og hún sag ði: „0, ungfrú Kuhlman, ég gleymi því aldrei svo lengi sem ég lifi!“ Reynsla litlu stúlkunnar var greinilega ekki ímyndun, eða ofsjónir, eða blekking, heldur sönn sýn. Litlu, trúar- fylltu, fjögurra ára barni, sem þráði meir en nokkuð ann- að í heimi að sjá frelsara sinn, hafði Jesús opinberað sjálfan sig. Handa þeim, sem halda fast við að trúa, að það sé mín trú, sem á einhvern hátt beri ábyrgð á þeim kraftaverkum. sem gerast í þessu starfi, og að bænir mínar séu mikilvæg- ari en bænir annarra, — handa þeim segi ég söguna af Ameliu sem eina af mörgum til að hrekja þessa algerlega röngu skoðun. Ég bendi á, að á þeim tíma, sem þetta barn læknaðist, vissi ég ekki, að barnið væri við guðsþjónustuna, og þess vegna bað ég ekki sérstaklega fyrir henni. Ég sá hana ekk.i fyrr en eftir það, að hún hafði læknazt, þegar ég heyrði rödd kalla upp: „Sjáðu, amma, ég sé Jesúm þarna uppi!“ Þá fyrst renndi ég augum í skyndi um salinn til að vita, hvaðan þessi litla, en smjúgandi, rödd kæmi. Ég sá að lokum litla stúlku, í örmum aldraðrar konu. sem pataði liöndum í áttina til mín. Það var vegna bæna þessa barns, ekki minna, að kraftur Guðs kom. Og það var svar við einfaldri trú lítils barns, ekki minnar, að Jesús lagði hönd sína á litla líkamann hennar. Ég bið af öllu hjarta, að enginn sjái nokkru sinni Kathryn Kuhlman í þessu starfi, heldur aðeins heilagan Anda. Kæri Guð, gefðu okkur einföldu trúna, sem litlu börnin þekkja — trú til að trúa á lifandi persónu og kraft Jesú: trúna til að vænta kraftaverka hér á jörðu niðri. Því að við verðum blessuð eins og börnin eru, ef við vefjum þess- ari einföldu trú utan um okkur eins og yfirhöfn. Og þá verður það, að við munum ekki eingöngu vita eitthvað UM LÍFIÐ, við munum líka vita, HVERNIG Á AÐ LIFA LÍFINU. ----------x--------- ,,Andlcg ljóð“ ritstj., — 410 alls, 21 örk, í rexinbandi- gefin út seint á sl. óri, fóst í afgr. Nlj. 161 kr. Send gegn kröfu 1 82 kr. Fóst í Rvík hjó frú Soffíu Sveinsdóttur, Miðtún 26.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.