Norðurljósið - 01.01.1965, Side 74

Norðurljósið - 01.01.1965, Side 74
74 N ORÐURLJ ÓSIÐ Huggari syrgjandi hjartna Kaflar úr rœðu eftir D. L. Moody. Ég var að hugsa í dag um mismuninn á þeim, sem þekkja Krist, og hinum, sem þekkja hann ekki, þegar erfiðleikar mæta þeim. Eg þekki þó nokkuð af fólki í þessari borg, sem er á leiðinni í gröfina út af erfiðleikum sínum. Ég þekki tvær ekkjur hér í Chicago, sem gráta og harma lát eiginmanna sinna, og sorg þeirra er að leggja þær í gröf- ina. í stað þess að fara með byrðar sínar til Krists, syrgja þær dag og nótt. Afleiðingarnar verða þær, að eftir nokkrar vikur eða ár í mesta lagi, mun sorg þeirra leggja þær í gröfina, en þær hefðu átt að fara með hana alla til Læknis- .ins mikla. ... Ef einhver ykkar hefir lent í miklum þreng- ingum, ef nokkurt ykkar hefir misst elskaðan eða elskandi föður, móður, bróður, eiginmann eða eiginkonu, komdu til Krists, af því að Guð hefir sent hann til að lækna þá, sem hafa sundurmarið hjarta. Einhver af ykkur mun segja, get ég ímyndað mér: „Æ, ég gæti staðizt þá sorg. En ég hefi þyngra böl að bera en þetta. Ég man eftir móður einni, sem kom til mín og sagði: „Það er nógu auðvelt fyrir þig að tala svona; ef þú hefðir þá byrði, sem ég hefi að bera, þá gætir þú ekki varpað henni upp á Drottin.“ „Hvað, er byrði þín svo stór, að Kristur geti ekki borið hana?“ spurði ég. „Nei, hún er ekki of stór fyrir hann að bera, en ég get ekki lagt hana á hann.“ „Það er þér að kenna,“ svaraði ég. Ég hitti margt fólk, sem, heldur en koma til Krists með byrðar sínar, festir þær betur á bak sér og gengur svo skjögrandi undir þeim. Ég spurði konuna, hvað þetta væri, og hún sagði: „Ég á einkason, sem reikar um jörðina. Ég veit ekki, hvar hann er. Ef ég aðeins vissi, hvar hann er, mundi ég fara um- hverfis jörðina til að finna hann. Þú veizt ekki, hve mikið ég elska þennan pilt. Þessi sorg er að drepa mig.“ „Hvers vegna getur þú ekki farið með hann til Krists? Þú getur komið með hann að hásæti náðar Guðs, jafnvel þótt hann væri á yztu endimörkum jarðarinnar. Guð getur gefið þér trú, að þú munir sjá drenginn þinn á himni.“ Ég sagði henni svo sögu af móður, sem átti heima í suður- hluta Indiana-ríkis. Fyrir nokkrum árum fór sonur hennar til þessarar borg- ar (Chicago). Hann var siðferðisgóður. Vinir mínir, það þarf eitthvað meira en gott siðferði að treysta á í þessari borg. Hann hafði ekki verið hér lengi, þegar hann var leiddur afvega. Svo vildi til, að nágranni kom hingað og rakst á hann drukkinn á götu. Þegar nágranninn fór heim, hugsaði hann fyrst, að hann skyldi ekkert segja um þetta við föður piltsins, en síðar hugsaði hann, að það væri skylda sín að segja frá þessu, og gerði það. Þetta var skelfi- legt áfall. Þegar börnin voru komin í rúmið um kvöldið, sagði hann við konu sína: „Kona, ég hefi fengið slæmar fréttir. Ég hefi frétt frá Chicago í dag. Móðirin sleppti verki sínu þegar í stað og sagði: „Segðu mér, hvað það var.“ „Jæja, sonur okkar hefir sézt drukkinn á götunum í Chicago.“ Hvorugt þeirra svaf þá nótt. En þau fóru með byrði sína til Krists, og um það bil, er bjart var orðið, sagði móðirin: „Ég veit ekki, hvernig það er, ég veit ekki hvenær eða hvar, en Guð hefir gefið mér trú til að trúa því, að sonur okkar frelsist og komi aldrei í gröf drykkju- mannsins.“ Viku síðar fór pilturinn úr Chicago. Hann gat ekki sagt hvers vegna, en ósýnilegur máttur virtist leiða hann til heimilis móður hans. Og hið fyrsta, sem hann sagði, er hann steig yfir þröskuldinn, var þetta: „Mamma, ég er kominn heim til að biðja þig að biðja fyrir mér.“ Og skömmu síðar kom hann aftur til Chicago sem 'bjart og skínandi ljós. Ef þið berið slíka byrði, feður, mæður, farið með þær til Krists, og varpið þeim upp á hann; og hann, Læknirinn mikli, mun lækna sundurkramin hjörtu ykkar ... Hvílík blessun er það, að eiga slíkan frelsara. Hann hefir verið sendur til að lækna þá, sem hafa sundurkramið hjarta. Megi það orð, þótt ræðan geri það ekki, ná til allra, sem hér eru í kvöld, og megi sérhvert sundurkramið, brotið og marið hjarta verða leitt til frelsarans, og það mun heyra huggandi orð hans. Hann mun hugga þig, eins og móðir huggar barn sitt, ef þú aðeins kemur til hans í bæn og leggur allar byrðar þínar fram fyrir hann. (Þýtt úr „Sword of the Lord“). --------x--------- Bíð, sál mín, hljóð (Sálmur) Bíð, sál mín, hljóð, því Herrann er með þér, ber hljóð þinn kross, sem þig er lagður á. Guð hagar öllu eins og bezt hann sér, og alltaf trúr hann vera mun þér hjá. Bíð, sál mín, hljóð, á himnum áttu vin, og hann mun eftir regnið gefa skin. Bíð, sál mín, hljóð, þín hjálp er Guði frá, því hann mun leiða nú sem fyrr á tíð, en djörfung þín og von ei veiklast má, senn verður bjart, þótt nú sé dimmt um hríð. Bíð, sál mín, hljóð, því vatn og vindur enn hans valdi hlýða, lognið kemur senn. Bíð, sál mín, hljóð, nú hraðar stundin sér, að heim við komum, verðum Drottni hjá. Þá gleymast harmar, allt, sem þungbært er, en unaðsgleði leikur oss um brá. Bíð, sál mín, hljóð, með Guði um eilíf ár vér aldrei framar þekkjum brigð né tár. Fagurt lag eftir Sibelius er við þennan sálm í „lnspiring Hymns,“ sem hann er þýddur úr (nr. 415). Hann er birtur í „Andlegum ljóðum.“

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.