Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 76

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 76
76 NORÐURLJÓSIÐ veizt það eða veizt það ekki, þá er sérhver maður syndari í augum Guðs. L. Hvers vegna? Eg get ekki skilið það. R. Er ekki rangt að brjóta lög landsins, t. d. lögin, sem banna þjófnað, rán, íkveikjur og þess háttar? L. Vitaskuld er það rangt. En ég er hvorki þjófur, ræn- ingi eða brennuvargur. R. Guði sé lof fyrir hvern maíin, sem ekki hefir horfið út á afbrota veginn. En eigi að síður ertu búinn að segja mér svo mikið um sjálfan þig, að ég sé, að þú hefir brotið mesta og æðsta boðorð Guðs. Nú skaltu heyra þetta boð- orð: „Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. Þetta er hið mikla og fyrsta boðorð. En hið annað er líkt, þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt. 22. 37.—39. Hefir þú haldið þessi boðorð? Þú ferð sjaldan eða aldrei þangað, sem orð Guðs er flutt. Þú opnar sjaldan eða aldrei biblíuna, sem er orð Guðs, og þér finnst hún leiðinleg, og þú ert fyrir löngu hættur að biðja. Er þetta að elska Guð af öllu hjarta, sálu og huga? L. Nei, ekki get ég sagt það. R. Það, að brjóta boð Guðs, rísa gegn vilja hans, það er að syndga. „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Fyrst allir hafa syndgað með því að elska ekki Guð, hvað hefir þú þá gert? L. Ég hefi syndgað. R. Þetta minnir á orð sonarins í fjarlæga landinu. Þú manst vafalaust söguna af honum. Kristur sagði hana. L. Það er bezt að rifja hana upp. R. Það var ungur maður, sem undi sér ekki heima, fór með eigur sínar í fjarlægt land. Hann skemmti sér mjög vel og naut lífsins, meðan þær entust. En þegar hann var búinn að eyða öllu, tók hann að líða skort. Loks ákvað hann að fara heim aftur og segja við föður sinn: „Faðir, ég hefi syndgað móti himninum og fyrir þér; ég er ekki framar verður að heita sonur þinn.“ Síðan tók hann sig upp, fór heim til föður síns og sagði þetta við hann, sem hann ætlaði að segja. Faðirinn fyrirgaf honum orðalaust og fagnaði honum vel. Fjarlæga landið í sögu Krists táknar syndina. Hún getur veitt unað um tíma, en svo kemur skorturinn, þreytan, lífs- leiðinn. Loksins kemur dauðinn, því að „laun syndarinnar er dauðinn," segir ritningin. Hér er ekki átt eingöngu við hinn líkamlega dauða, heldur það að glatast, að verða um eilífð útilokaður frá Guði og samfélagi hans og undir rétt- látri refsingu. L. Ég trúi því ekki, að góður Guð láti nokkurn mann glatast. R. Leyfði ekki faðirinn syni sínum að fara til fjarlæga landsins? Hvers vegna leyfði hann það? L. Af því að sonur hans vildi það. Hefði hann ekki fengið að fara, hefði hann kvalizt af leiðindum heima. R. Alveg rétt. Svo hefði hann orðið reiður við föður sinn að halda sér heima. Þannig yrðu menn reiðir við Guð, ef hann héldi þeim með valdi. Gat nú faðirinn farið til fjarlæga landsins með þjóna sína og tekið son sinn þaðan með valdi? L. Auðvitað ekki, meðan sonurinn vildi vera þar. R. Hvernig hefði nú farið fyrir unga manninum, ef hann hefði ekki viljað taka sig upp og fara heim? L. Hann hefði að sjálfsögðu dáið þar, nema einhver hefði hjálpað honum. R. Það var einmitt það, sem ekki var gert. „Enginn gaf honum neitt.“ Ungi maðurinn átti aðeins um tvennt að velja: Deyja eða fara heim. Skilur þú, hvað ég á við? L. Þú átt við, að við verðum annaðhvort að segja skilið við syndir okkar og snúa okkur til Guðs eða glatast. R. Þetta er rétt. Og nú koma gleðifréttirnar. Hlustaðu á: Drottinn Jesús sagði: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á liann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Og ritningin segir: „Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum.“ Hún segir ennfremur: „Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn.“ L. Hvað þýðir þetta, að Kristur sé dáinn fyrir oss? R. Þegar einhver brýtur lögin, verður hann sekur um lögbrot. Ef brot hans varðar fangelsi, á hann að fara í fangelsi. Varði brot hans sektum, verður hann að greiða sekt. Setjum svo, að sektin sé svo há, að hann geti ekki greitt hana sjálfur. Þá má vinur hans hjálpa honum og greiða sektina fyrir hann. „Laun (eða endurgjald) syndar- innar er dauði.“ Þess vegna dó Drottinn Jesús fyrir okkur, þig og mig. Réttlæti Guðs heimtaði dauða syndugs manns. En kærleikur Guðs, elska hans til okkar, sendi Drottin Jesúm, og hann fullnægði réttlætinu og dó fyrir okkur. L. Ég er ekki viss um, að ég skilji þetta vel. R. Þá skulum við láta það bíða að sinn.i. Lítið barn þarf ekki að vita, hvaða efni eru í mjólk móður sinnar. Það kemur að brjósti hennar, drekkur og dafnar. Kom þú á sama hátt til Drottins Jesú nú og veittu honum viðtöku sem frelsara þínum, því að hann hefir sagt: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ (Jóh. 6. 37.) L. Hvernig á þá að koma til hans? R. Á svipaðan hátt og þú kemur til læknis. Þú segir honum, að þú sért sjúkur og biður hann að lækna þig. Þú getur til dæmis gert þessa bæn að þinni bæn . . . L. Andartak, hvernig á ég að gera bæn að minni bæn? R. Þú leggur vilja þinn, hjarta þitt, í hana, eins og það værir þú sjálfur, sem værir að tala þessi orð við Guð. L. Þarf ég að gera það upphátt? R. Það er ágætt, ef þú ert í einrúmi. En sértu núna stadd- ur í návist annarra, þá getur þú beðið þessarar bænar hið innra með þér. Hér er hún: „Ó, Guð, ég hefi ekki elskað þig af öllu mínu hjarta, huga og mætti. Þess vegna hefi ég syndgað á móti þér. Faðir, ég hefi syndgað á móti þér. Fyrirgefðu mér allar mínar syndir vegna þess, að Jesús er dáinn fyrir mig. Kæri Drottinn Jesús, ég kem til þín og veiti þér nú og hér við- töku sem frelsara mínum og Drottni mínum. Nú vil ég þjóna þér, upp frá þessu en ekki syndinni. Ég þakka þér, að þú hefir tekið á móti mér, því að þú hefir sjálfur sagt: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ í Jesú nafni. Amen.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.