Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 77

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 77
NORÐURLJOSIÐ 77 L. Hvað þarf að gera meira en þetta? R. Hvað mundir þú gera, ef þú kæmir sjúkur til læknis og fengir hjá honum ágætis lyf, sem gerði þig alveg heil- brigðan? L. Eg mundi segja öðrum, sem væru veikir af sama sjúkdómi að fara til þessa góða læknis og fá sér þetta ágæta lyf hjá honum. R. Þetta er alveg rétt, þetta mundir þú gera, og nú skilur þú, að þannig átt þú að segja vinum þínum og hverjum, sem á þig vill hlusta, frá Drottni Jesú og því, sem hann hefir gert fyrir þig. Mundu eftir því, að hann elskar aðra alveg eins mikið og þig, og hann vill nota þig til að ná til annarra manna. L. Ég er hræddur um, að ég verði ekki duglegur að tala. R. Segðu Drottni Jesú frá því. Talaðu við hann um allt. Bið þú hann að leiðbeina þér, bið þú hann að ganga á undan þér, bið þú hann að undirbúa huga og hjörtu vina þinna, sem þú vilt vinna fyrir hann. Þótt þeir ef til vill, taki þér ekki vel fyrst, þegar þú talar við þá, mun sá tími koma, að þeir munu hlusta, er þeir sjá, að þér hefir virki- lega orðið gott af lyfinu, gott af því að koma til Drottins og lifa lífi þínu með honum. Lestu svo líka rækilega greinina „Hljóða stundin“, sem er hér á öðrum stað í blaðinu. Farðu sem vandlegast eftir þeim leiðbeiningum, sem þar eru gefnar. L. Ég þakka þér fyrir samtalið. R. Ég þakka þér sömuleiðis. Guð blessi þig, leiði þig og varðveiti þig í Jesú nafni. ---------x-------- Rannsóknina vantaði Guðsþjónn nokkur sagði eitt sinn frá því á opinberri samkomu, hvernig hann hafði verið áminntur, auðmýktur og hefði lært sína lexíu. Eitt sinn bar svo til, að hann sagði dr. McLean frá Bath alvarlega hneykslissögu, sem hann hafð.i heyrt. Er dr. McLean hafði hlýtt á hana, vitnaði hann rólega til 5 Mós. 13. 14 og spurði hann eftirfarandi spurninga: 1. Hefir þú „rannsakað“ málið? 2. Hefir þú rannsakað það „rækilega“? 3. „Grennslaðist“ þú eftir þvi? 4. Hefir þú „spurzt fyrir“? 5. „Reynist það satt“ vera? 6. „Hefir slík svív.irðing VERIÐ framin?“ Sögusmettan varð með eftirsjá að játa, að hann hefði ekki breytt eftir nokkurri af þessum sex spurningum og færi með alvarlegt mál eftir sögusögn einni saman, án þess að hann hefði gert nokkra tilraun að fara eftir bilíunni! Hann gleymdi aldrei þessari lexíu og sagð.i oft frá henni bræðrum sínum og systrum til góðs. „Ef þú heyrir sagt, . . . þá skalt þú rækilega rannsaka það, grennslast eftir og spyrjast fyrir, og ef það reynist satt vera, að slík svívirðing hafi framin verið á meðal þín.“ 5 Mós. 13. 12.—14. Við ættum öll að leggja okkur þessi viturlegu orð á hjarta. Sjálfsmorði afstýrt Eftir Wilson J. Griffiths forstjóra og framkvæmdastjóra. Ég bragðaði áfengi í fyrsta sinn, þegar ég var 13 ára. Ævin hraktist áfram með öllum sínum vaxtarverkjum, erfiðleikum. Eftir nám í framhaldsskóla kvæntist ég unn- ustu minni frá námsárunum. Ég fór að drekka meira en ég þoldi, og í fyrstunni varð það vandamál heima hjá mér. Er ég hafði þjónað þrjú ár í stríðinu, varð að líta á mig sem ofdrykkjumann. Ég treysti á vín og pillur að gefa mér styrk, eri ég fann aðeins þunglyndi, erfiðleika og löng- un til að tortíma sjálfum mér. Ég veit nú, að í þá daga var einhver að hiðja fyrir mér, því að í hvert skipti, sem ég reyndi að fremja sjálfsmorð, varð eitthvað til að hindra það. Ég reyndi það með ýmsu móti. Einu sinni blandaði ég mér drykk, þar sem látið var saman eitursódi, kók, eitur og allt annað, sem ég gat fundið í húsinu. Rétt í því ég var að bera þetta að vörum mér, opnaði konan mín dyrnar og sló glasið úr hendi mér. I annað skipti reyndi ég að drekkja mér, en það var erfitt, þar sem ég hefi alltaf verið góður sundmaður. Ég reyndi að drepa mig í bifreið minni. Ég setti hana á fullan hraða og ók út á vegar enda, þar sem eikilundur var framundan. Trén stóðu mjög þétt, svo að ég held það hafi varla verið meira en tvö fet á milli þeirra. Á vegar enda sleppti ég stýrinu. Ég fór nálega 25 metra inn í lundinn án þess jafnvel rispa kæmi á vagninn og endaði með öll hjólin á kafi í sandi. Ég hafði nægan tíma til að íhuga örlög mín, því að ég þurfti að ganga 8 km. aftur til borgarinnar. I ennþá annað skipti hlóð ég skammbyssu með kúlu. Ég setti hlaupið að höfði mér og tók þrisvar í gikkinn. Þá hringdi einhver dyrabjöllunni, svo að ég varð að slá verkinu á frest. Guð var að skipta sér af mér, þegar ég var hættur að drekka í félagsskap Onafngreindra áfengissjúklinga. Sá félagsskapur hélt mér ódrukknum, en uppfyllti ekki allar mínar þarfir og þrár. Hann fór með mig nokkuð af leið- inni og nam svo staðar. Eg var að leita einhvers, sem færi með mig alla leið. En erfitt virtist að finna það. Guð fór loks að starfa í mér og notaði börnin mín. Þau spurðu mig spurninga um Guð, og þegar ég gat ekki svarað, reyndu þau að hvetja mig til að fara til kirkju. Loksins heyrði ég mann prédika um persónu, sem heitir Jesús Kristur. Hann gat tekið alla erfiðleika mína og áhyggjur og snúið þeim upp í gleði og hugarfrið. Þessi Kristur hafði geíið líf sitt fyrir syndir heimsins. Sérhvern þann, sem ákallaði hann, mundi hann alls eigi reka á brott. Hann mundi taka á móti mér og fyrirgefa mér, taka allt mitt gamla eðli frá mér og gefa mér nýtt eðli. Ég hafði engu að tapa, því að ég hafði reynt allt annað. Aleigu mína hafði ég misst vegna syndar minnar, og ég átti ekkert, enga atvinnu og ekki tíu sent í vasanum, og litlar líkur voru á atvinnu vegna fortíðar minnar. LeiguíbúS mín var orðin konu minni og þremur börnum sem ræflabæli. Sé nokkuð hér á jörðu, sem sýnir, hvað helvíti er, þá er þaö heimili drykkj umannsins. (Þýtt úr Emergency Post, Englandi).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.