Norðurljósið - 01.01.1965, Page 78

Norðurljósið - 01.01.1965, Page 78
78 NORÐURLJÓSIÐ Þetta kvöld, er ég hafði heyrt ræðuna um Krist, var ég ekki leiddur til að taka ákvörðun þar í kirkjunni. En síðar, er ég hugleiddi allt, sem ég hafði heyrt, festi ég traust mitt á Kristi og veitti honum viðtöku sem eigin frelsara mínum. Tárin fylltu augu mín, og innri fullvissa sagði mér, að Hann væri hið innra með mér. „Eg hefi vonað og vonað ó Drottin, og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr hinni botn- lausu leðju, og veitti mér fótfestu á kletti, gerði mig styrkan í gangi. Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vorn.“ (Sálm. 40., 2.—4.). Oft hefi ég þurft að falla á kné og biðja um fyrirgefn- ing og hjálp, en Drottinn hefir alltaf reynzt trúfastur. Hvílík gleði að þjóna honum sem forstöðumaður sunnu- dagaskóla, formaður í menntamálanefnd safnaðarins og aðstoðarleiðtogi á Orlando svæðinu. Drottinn hefir verið mér góður. Mig langar til að þjóna honum með öllu mögu- legu móti, meðan hann gefur mér andardrátt. --------x-------- KONAN VITRA Ejtir Þóru G. Pálsdóttur. í 2. Samúelsbók 20. kap. er getið konu nokkurrar, sem hvergi er getið annars staðar, svo að vitað sé. Ekki fáum við að v.ita nafn hennar, ekkert um ætt hennar, útlit eða stöðu. Það eitt, að hún var vitur, er tekið fram um hana. Frásagan segir frá atviki einu, er sýnir viturleik hennar. Við skulum líta á kringumstæðurnar til þess að fá betri yfirsýn. Atburðurinn gerðist á dögum Davíðs konungs. Absalóm sonur hans, gerði uppreisn á móti föður sínum til að ná sjálfur í konungdóminn. Þetta ógæfusama tiltæki hans endaði með því, að Jóab, hershöfðing.i Davíðs, og skjald- sveinn hans bundu enda á misheppnaða ævi Absalóms, þar sem hann hékk hjálparvana í eikinni, sem reiðskjótinn hafði skotizt inn undir með hann. Absalóm er hið sígilda dæmi þess, að það er ekki nóg að vera göfugrar ættar, eiga að minnsta kosti annað for- eldrið trúað og vera mikið léð af Drottni. Það var Absa- lóm vissulega. Þeim mun þyngri verður ábyrgðin. Hver unglingur verður að gera upp við sjálfan sig, hvort hann vilji ganga á Guðs vegum þeim, er góðir foreldrar þræddu, eða verða v.isin grein á grænum meiði, er sniðin verði af sökum þess, að hún ber engan ávöxt til eflingar Guðs ríki á jörð. Það er ekki víst, að þeir deyi líkamlega eins og Absalóm. En þeir taka aldrei það sæti í söfnuði Guðs, í hinni andlegu fjölskyldu hér á jörð sem eðlilegt væri og ætla mætti. Það var ekki einungis, að hið guðlausa tiltæki Absalóms leiddi ógæfu yfir sjálfan hann, heldur olli það og sundr- ungu og ringulreið meðal hinnar útvöldu þjóðar. Þegar Absalóm er dauður og Davíð er flúinn úr landi, fær fólkið þá skynsemdar glætu, að það fer að hugleiða og minnast liðinna tíma, hvað Davíð hefir fyrir þjóðina gert, og nú sýnist þeim réttast, að hann komi aftur til ríkis síns. Júdamenn verða ísraelsmönnum snarari í framkvæmd- um að tygja sig til ferðar og taka á móti konungi, er hann skyldi snúa heim. Ættkvíslunum hinum mislíkaði þetta svo mjög, að aftur skapaðist andrúmsloft upplausnar og sundrungar, svo að allir Israelsmenn gengu á liönd Seba nokkrum, Benjamíníta, og fylkj a sér um hann. Er Davíð kemur til Jerúsalem, skipar hann Amasa, hers- höfðingja sínum, að kalla saman her Júda og vera kominn aftur, áður en þrjár sólir eru af lofti. En ferð Amasa seink- aði. Þá varð Davíð hræddur að láta eftirförina dragast lengur, og sendi aðra menn af stað. Það getur stundum verið áríðandi að hafa hraðann á í verki Drottins og að framfylgja boðum hans. Annars kann svo að fara, að Drottinn sendi aðra í staðinn okkar, og að við, andlega talað, deyjum úr starfinu eins og Amasa, sem Jóab drap, þar sem þeir mættust. Jóab varð aftur einvaldur hershöfðingi, og allur herinn fylgdi honum. Hélt hann svo til borgar þeirrar, þar sem uppreisnarforinginn hafðist við. Gekk Jóab að því sem ákafast ásamt liði sínu, að brjóta varnarmúr borgarinnar. Þá er það, að konan vitra kemur fram á sjónarsviðið. Hún kallar á Jóab til viðtals og mælti á þessa leið: „Forðum var það haft að orðtæki ,Spyrjið að því í Abel og í Dan, hvort það sé lagt niður, sem hinir trúu í ísrael fyrirskipuðu?‘ Þú leitast við að gereyða borg og móður í ísrael. Hví spillir þú arfleifð Drottins?“ Svar Jóabs var: „Ég vil engu spilla og engu eyða. Eigi er þessu svo far.ið, heldur hefir maður nokkur frá Efraím- fjöllum, sem Seba heitir, Bikríson, lyft hendi sinni gegn Davíð konungi. Framseljið hann einan, og mun ég þegar hverfa frá borginni.“ í 5. bók Móse, 20. kafla, býður Drottinn ísrael, ef hann fer í hernað á móti fjarlægri borg, þá eigi að bjóða borg- inni frið, ef fólkið vilji ganga inn á að verða ánauðugt. Það liggur í orðum konunnar, hve miklu fremur eigi þá að bjóða borg í ísrael frið, og hve miklu syndsamlegra sé að spilla og tortíma verðmætum þess lands, sem Guð hafði gefið Israel, og mannslífum meðal Guðs útvöldu þjóðar. Við vitum ekki, hvers vegna Guð notaði konu til að frelsa þessa borg frá blóðbaði og kaus hana til að minna hinn vígreifa hershöfðingja á ábyrgð hans gagnvart orði Drottins og fyrirmælum hans. En orð hennar hittu í mark, einnig á meðal samborgara hennar, er hún sneri máli sínu að þeim, svo að þeir framselja uppreisnarforingjann og hljóta frið, er þeir losa sig við mann syndarinnar. Hvað getum við lært af þessari konu? I hverju var styrkur hennar fólginn? Styrkur hennar var frá Drottni. Hún stóð á orði hans, vissi, að fyrirmælum hans áttu allir að hlýða, háir jafnt sem lágir. í þessu lá styrkur hennar mitt í ölduróti yfirþyrmandi stríðsógna. Hið sama mundi gefa nútímakonunni öryggi og áhrifa- mátt, einnig í okkar þjóðfélagi. En því miður vantar svo margar konur slíkt eða grundvöll til að standa á í lífinu, svo að þær sogist ekki inn í hringiðu skaðlegrar tízku og syndsamlegra venja. Hversu mikilvæg fyr.ir hvert þjóðfélag er sú kona, sem

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.