Norðurljósið - 01.01.1965, Page 80

Norðurljósið - 01.01.1965, Page 80
80 N ORÐURLJ ÓSIÐ Liggur þér ekki eitthvað á hjarta? Áttu nokkurn vin eða vinstúlku, sem þú getur talað við um ALLT, sagt frá öllu, sem fyrir þig kemur, sem þú gerir? Eg á slíkan vin. Hann heitir Jesús Kristur. Hann elskar mig, og hann elskar þig, og hann vill vera vinur þinn líka. Má ég segja þér, hver hann er? Hann er sonur Guðs. Hann var hér á jörðinni um stuttan tíma. Þá dó hann fyrir syndir okkar, til þess að Guð gæti á réttlátan hátt fyrir- gefið þær. Síðan reisti Guð hann upp frá dauðum. Eftir það steig hann upp til himins, og þar er hann nú. Eigi að síður sér hann okkur og þekkir öll okkar vandamál. Við getum trúað honum fyrir þeim öllum, af því að hann elskar okkur. Þú getur trúað því, að hann elskar okkur meir en lítið, fyrst hann hefir dáið fyrir okkur. Það var einu sinni ungur, japanskur námsmaður, sem kom til kristniboða. Hann langaði til að verða kristinn, en hann var fullur af ótta og efasemdum í sambandi við þetta. Það allt sagði hann kristniboðanum, sem svaraði honum á þessa leið: „Hvers vegna fer þú ekki aleinn til Drottins Jesú og segir honum það, sem þú hefir sagt mér?“ Ungi maðurinn kom með alls konar mótbárur, en kristniboðinn svaraði þeim öllum með því, að vísa honum til Drottins Jesú. Japanski pilturinn fór svo burt og hlýddi ráði hans. Honum reyndist það vel, að tala um allt við Jesúm. Svo skrifaði hann kristniboðanum bréf og endaði það með þessum orðum: „Hvernig get ég nokkurn tíma þakkað þér nóg fyrir það, að þú komst mér í kynni við Hann?“ Má ég að lokum nefna nokkur mál, sem er ágætt og nauðsynlegt reyndar að tala um við Drottin Jesúm Krist: Vantrú þína, ef þú trúir ekki, að Guð sé til eða að Jesús sé sonur hans eða að biblían sé Guðs orð, talaðu um þetta við Jesúm. Námið eða atvinnan, ef þú hefir lítinn eða engan áhuga fyrir þessu, segðu Jesú frá því. Astamálin, sem oft skipa efsta sætið í huga og hjarta unga fólksins. Það er sjálfsagt að eiga Drottin Jesúm þar að trúnaðarvini, fela honum þau og biðja hann um leið- beiningu, að þú fáir réttu stúlkuna, rétta manninn, svo að hjónabandið geti orðið gott og farsælt ævilangt. Vandamál foreldra þinna, ef þú finnur, að þau eiga við vandamál að stríða. Bið þú Drottin Jesúm að taka þau að sér, greiða fram úr þeim, og þú gætir bent foreldrum þín- um á það einslega, hvoru í sínu lagi, að þau ættu að reyna að fara með allt til Jesú. Ef einhver illur ávani eða venja hefir náð tökum á þér, eitthvað, sem þú vilt ekki láta nokkra manneskju vita, þá er sjálfsagðast af öllu að segja Jesú frá. Leitaðu hjálpar hans af öllu hjarta. Vertu ákveðinn að hætta með hans hjálp við allt, sem þú veizt að er rangt. Líður þér stundum illa hið innra með þér? Finnur þú til þess, að þú hafir gert rangt? Finnst þér, að þér hafi mistekizt, að þú hafir ekki breytt eins vel og þú vildir? Segðu Jesú frá. Bið þú hann að vera frelsari þinn og að fyrirgefa þér. Eða þjáir heilsuleysi þig? Verður þú að liggja, þegar aðrir geta verið úti um allt og leikið sér? Segðu Jesú frá. Vera má, að með veikindum þínum hafi hann tekið í hönd þér og leitt þig afsíðis, eins og foringinn systurson Páls, til þess að þú í einveru með honum gætir sagt honum allt, sem þér kann að liggja á hjarta. Tilheyrir þú hinni frjálsu, glöðu æsku, sem lífið leikur við með hreysti og leiftrandi áhuga? Þá ert þú einmitt sá eða sú, sem á að koma til Jesú og helga honum gáfur og krafta. Athugaðu vandlega þetta, sem kemur hér: Á ævi minnar árdagsstund, með æskuglaðri, frjálsri lund, ó, Kristur, á þinn kærleiksfund nú kem ég, sem ég er. Um augnablik ég eigi tef, en algerlega þér ég gef mig sjálfa(n), allt sem á og hef um æskulífsins skeið. Eg meir og meir vil þekkja þig og það, sem leiðstu fyrir mig og feta þinn hinn þrönga stig, unz þú mig kallar heim. í sorg og gleði, sælu og neyð, í svefni, og vöku, lífi og deyð, nú átt þú mig um æviskeið, mig allan, sál og líf. Mér væri mikil þökk á því, að æskufólk, sem hefir lesið æskuþætti Norðurljóssins, vildi skrifa mér og láta mig v.ita, ef það hefir haft gagn af þeim. Áritun mín er: Ritstjóri Norðurljóssins, Akureyri. -------------------------x--------- Til vina minna í fangelsi I Þýzkalandi átti ég þó nokkur samtöl við fanga. Við áttum góðar stundir saman, er við hlýddum á það, sem Drottinn sagði okkur. Maður nokkur, sem fyrir dálitlum tíma tók á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum, sagði mér, að hann hefði engan raunverulegan frið í hjarta sínu. Þetta var ekki það, sem Guð hafði ætlað honum. Hann skildi það, og gaf Drottni Jesú líf sitt að nýju. Leirkerasmiðurinn getur ekki mótað leirinn, meðan hann er ekki algerlega í hendi hans. Drottinn getur ekki fyllt hjarta mannsins með heilögum Anda, svo lengi sem hann er ekki Drottni algerlega gefinn á vald. Guð gefur heilagan Anda sinn þeim, sem honum hlýða. í Lúk. 11. 13. er ritað: „Ef nú þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá Faðirinn af himni gefa þeim heilagan Anda, sem biðja hann?“ Svo biðjið þá, og hann mun gefa. Þakkaðu honum fyrir að hafa gefið þér sinn heilaga Anda. Reiddu þig á hann. Hve þetta er einfalt og gleðiríkt! (Þýtt úr „It’s Harvest-Time).

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.