Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 82

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 82
82 NORÐURLJÓSIÐ Þeir trúa ýmsu, sem að þeim er skotið, hvíslað í hug þeirra, lætt inn í vitund þeirra. Það er aðeins eitt skynsamlegt viðbragð til, hlýðni við orð gefandans, að taka fram gjafabréfið og hampa því á lofti. Ekkert, sem þú getur sagt, getur rekið óvin þinn út. En gjafabréfið getur það. Þú segir við hann: „Farðu til hans, sem gaf mér þetta. Hér er undirskrift hans og inn- sigli. Deildu við hann, ef þú vilt. Sjáðu mig í friði. Farðu burt héðan.“ Síðan skellir þú hurð.inni í lás á nefið á honum. Næst þegar hann kemur, ferðu alveg eins að. Þú veizt alveg nógu vel, að óvinur þinn þorir aldrei í mál við þann, sem gaf þér þessa dýrmætu og dásamlegu eign. Dag nokkurn ertu úti staddur. Allt í einu sérðu velgerða- mann þinn, auðmanninn mikla, sem gaf þér húsið. Þegar þú sérð hann, fyllist þú af fögnuði, hjarta þitt titrar og þú þakkar honum innilega gjöfina. Þá segir hann við þig: „Þú ert mér þakklátur og þakkar mér vel. Nú óska ég, að þú gerir eitthvað fyrir mig. Gakk þú um þessa stóru borg og segðu öllum frá, sem fátækir eru, sem eru í sama ástandi eða svipuðu og þú varst, að þeir komi til mín í skrifstofu mína og fái þar sams konar gjafabréf og það, sem þú hefir fengið. Ég hefi nógar eignir handa þeim öllum.“ Lestu vel gjafabréfið, sem þú fékkst, áður en þú leggur af stað.“ Þar með er hann horf- inn. Þú leggur af stað. Þú getur ekki beðið eftir því, að þú komist heim og lesir gjafabréfið vel. Þú ferð að tala við fátæklingana, þar sem þeir sitja eða liggja í eymd sinni. En þér bregður kynlega við. Það er varla nokkur maður, sem gefur orðum þínum hinn minnsta gaum. Vonlausir, örvæntingarfullir stara þeir sljóum augum á þig, en virð- ast ekki margir hverjir skilja þig eða alls ekki trúa þér. Vonbrigði fara að heltaka þig. Gleðin, að mega færa mönnum góðu fréttirnar, fer að dofna. Það er orðið dimmt. Ljós loga ekki á götunum. Allt í einu er einhver kominn að hlið þér. Hann hvíslar að þér, kankvís og ísmeyginn: „Þarna sérðu. Þetta er alveg vonlaust verk. Það vill enginn trúa þér. Þú sérð það sjálfur. Hættu þessu. Reyndu það ekki meir. Það er svo þreytandi og tímafrekt fyrir þig.“ Þú þekkir ekki röddina, sem segir þér að gefast upp. Þú veizt ekki, að þetta er óvinur þinn og óvinur auðmanns- ins, sem gaf þér húsið. Þú ferð heim og inn. Þú háttar og sofnar vel og sefur lengi. Þú neytir matar og drykkjar. Þú ert ánægður. Þér liður svo vel. Hugur þinn hvarflar sjald- an til fátæklinga úti um götur og torg. Þú gengur framhjá þeim, en sérð þá varla. En þegar þú reynir að segja þeim frá boði auðmannsins, er naumast nokkur maður, sem reynir að fara eftir orðum þínum eða gefa þeim gaum. Þú heldur áfram að tala um vellíðan þína, lækningu þína, reynslu þína. En þetta er ekki boðskapurinn, sem þér var falið að flytja. Svo mætir þú aftur velgerðarmanni þínum. Hann lítur á þig alvarlega og segir: „Það koma fáir til mín úr borginni þinni. Segir þú fáum frá því, sem ég bauð þér að segja þeim?“ „Ekki svo mjög fáum, að minnsta kosti ekki fyrst. En þeir vildu ekki hlusta, þeir sýndust alls ekki trúa því, sem ég sagði þeim, eða þeir kærðu sig ekki vitund um það.“ „Lastu gjafabréfið, sem ég sagði þér að lesa?“ „Nei, ég flýtti mér svo mikið að fara að segja öðrum þessar góðu fréttir þínar, að ég gaf mér ekki tíma til þess.“ „Hlýð þú mér. Far heim og lestu bréfið. Farðu eftir því, sem stendur þar.“ Og hann hverfur. Nú gerum við ráð fyrir því, að þú hafir eitthvað lært af reynslunni, að þú farir heim, takir bréfið og lesir það. Þá sérðu það, að þar stendur, að áður en þú ferð út, áttu að hafa farið í föt, sem geymd eru í skápnum, sem merktur er: „Kraftur frá hœðum.“ Nú leitar þú, unz þú finnur, að í lyklakippunni eru tveir lyklar saman á hring, merktir: „1. Hlýðni. (Post. 5. 32.). 2. Bæn. (Post. 4. 31.).“ Þetta eru lyklarnir, sem ljúka upp skápnum, þar sem geymd eru klæðin: „Kraftur frá hæð- um.“ Nú minnist þú þess, að þú hafðir áður óhlýðnast, fórst ekki eftir fyr.irmælum gjafarans mikla. Nú ákveður þú, að þú skulir hlýða út í yztu æsar öllu, sem hann segir þér. Allt í einu stendur hann hjá þér. Þú biður hann þegar fyrirgefningar á óhlýðni þinni. Svo tekur þú lyklana. Skápurinn lýkst upp. Þú tekur klæðin, sem geymd eru þar. Þú verður var við, að gjafar- inn hjálpar þér, klæðir þig í þau. Svo er hann horfinn. Nú ferð þú út á nýjan leik. Nú hefur þú upp rödd þína og hrópar til mannfjöldans þann boðskap, sem gjafarinn hefir falið þér. Nú minnist þú varla á sjálfan þig, á reynslu þína, sælu þína. Þú átt aðeins eina ósk, þá: að flytja sem allra flestum þessi boð: „Komið til Gjafarans. Þiggið gjöf- ina miklu, sem hann býður öllum þurfandi mönnum og krefst einskis endurgjalds.“ Nú bregður svo við, að upp frá þessu fara margir að hlusta á þig. Sums staðar rísa margir, stórir hópar, í einu á fætur og leggja af stað til Gjafarans. Stundum eru þeir fáir, en alltaf einhverjir, sem hlýða boðskap þínum, sem þú flytur í nafni Gjafarans. Þú verður enn meir var við Óvin þinn en áður. Hann er alstaðar að reyna að spilla fyrir þér. Hann reynir jafnvel að ráðast á þig, taka þig fangbrögðum, eða þá hann sendir þér logandi skeyti. En ekkert stenzt klæðin: „Kraftur frá hæðum.“ Meðan þú ert í þeim, ertu alveg ósigrandi. Það var prédikari í Bandaríkjunum. Hann var 35 ára gamall. I 17 ár hefir hann þekkt Krist sem frelsara sinn. Með feiknamiklum dugnaði hefir hann gengið að starfi. Samt er ekki mikill árangur. Hann fer að þyrsta eftir kraft- inum frá hæðum. Dag nokkurn mætir Guð honum, fyllir hann, klæðir hann krafti sínum. Þá gerbreytist allt hans starf. Þúsundum saman snúa menn sér til Krists vegna þjónustu hans. Alstaðar kemur nýtt líf í kristilegt starf, hvar sem hann fer. Bráðum þekkir allur hinn kristni heim- ur nafn þessa manns: Dwight L. Moody. Lögfræðingur í Bandaríkjunum, ungur að aldri, var rétt kominn að því, að fremja sjálfsmorð. Guð greip fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.