Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 88

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 88
88 NORÐURLJÓSIÐ ÉG MUN FRELSA ÞIG Saga frá Póllandi „Meðan stóð á stríðinu, eftir uppreisnina í Varsjá, voru bróðir minn og kona hans, sem tekið höfðu þátt í upp- reisninni, tekin og flutt í vinnubúðir í Þýzkalandi. Þar sem hann var hálf-blindur, gerði hann mörg glappaskot í verksmiðjunni, þar sem hann þurfti að bera þunga klumpa. Líka, þegar hann var á leið til vinnu sinnar snemma á morgnana, meðan enn var dimmt, hrasaði hann og datt. Og svo var hann skammaður og barinn af vörðunum meir en hinir fangarnir. Dag nokkurn gat hann ekki staðizt þetta lengur. Hann ákvað að fremja sjálfsmorð um nótt- ina. I rúmi sínu bað hann: „Drottinn, þú veizt, að ég get ekki haldið svona áfram. Fyrirgefðu mér það, sem ég ætla að gera.“ Þá datt honum í hug litla biblían, sem hann hafði tekið með sér. Hann settist upp í rúminu, breiddi ábreiðu yfir höfuðið, kveikti á litlu kerti, sem honum hafði tekizt að fela, og mælti: „0, Drottinn, gef þú mér hið síð- asta orð frá þér sjálfum. Eg ætla nú að opna biblíuna, og það, sem ég les fyrst, tek ég sem orð frá þér handa mér.“ Síðan opnaði hann biblíuna og las: „Eg mun frelsa þig.“ (Sálm. 50. 15.) Hann lokaði biblíunni, slökkti á kertinu og hugsaði: „Já, hann mun frelsa mig. Nú verð ég að flýja ásamt konu minni.“ Þegar hann kom að skálanum, þar sem kona hans bjó, bað hann: „Ó, Drottinn, fyrst þú vilt frelsa mig nú, viltu þá gera svo vel að sýna mér, hvar ég á að berja, svo að aðeins konan mín vakni.“ Þegar hann barði, heyrði hann hana hvísla: „Hver er þar?“ Hann sagði: „Komdu út.“ Hún þekkti rödd hans og kom út. „Steffi, við verðum að flýja. Drottinn hefir sagt það: ,Eg mun frelsa þig‘-“ Konan var mjög hrædd í fyrstu, en þegar hún heyrði rödd hans, var það sem skipun Guðs, og hún hlýddi líka. Hún leiddi hálfblinda manninn sinn út á veginn. sem lá út fyrir búðirnar. Allir verðirnir voru sofandi, og hliðið var opið. Eftir fáein fleiri skref voru þau orðin frjáls! Það sem eftir var nætur gengu þau gegnum skógana. Snemma um morguninn komu þau að bóndabæ. Þau vissu, fyrst Drottinn ætlaði að frelsa þau, þá yrðu þau að segja sannleikann. Svo að þau sögðu, þegar dyrnar voru opn- aðar, er þau drápu á dyr: „I nafni Jesú, getur þú falið okkur? Við erum pólskt fólk, sem slapp úr búðunum.“ Konan, sem stóð í dyrunum, sagði: „I nafni Jesú, komið þið inn.“ Þá leiddi hún þau upp á þakloft, þar sem þau gátu sofið allan daginn. Um kvöldið kom hún með mat, og er þau höfðu snætt, leiddi hún þau til dyra. Hún sagði: „í nafni Jesú, haldið leiðar ykkar.“ Aftur reikuðu þau gegnum skógana án þess að vita áttina, en fullviss um leiðbeiningu Drottins. Allt í einu heyrðu þau drunur margra flugvéla, sem komu fljúgandi þar yfir. Síðan tóku sprengjur að falla. Eftir nokkrar stundir sáu þau í fjarska nokkra skriðdreka fara framhjá. Þetta var rússneski herinn. Eftir skriðdrek- ana komu vagnar með særða menn eftir veginum. Þau námu staðar á vegarbrúninni, veifuðu til foringja með sjúkravögnunum. „Við erum frá Varsjá, pólskt fólk, flúið úr vinnubúðum,“ sagði bróðir minn á rússnesku. For- inginn trúði sögu hans og leyfði þeim báðum að sitja í einum af vögnunum, unz þau komu að pólsku landamær- unum. Þar fóru þau úr vagninum. og eftir að hafa gengið í nokkra daga og leitað að fólki úr fjölskyldu sinni, voru þau aftur sameinuð því. „Bróðir minn treysti orði Drottins á stundu mikillar neyðar og hættu. Hann hlýddi því, og þannig frelsaðist hann.“ Systir Jadwiga. (Þýtt úr: It’s Harvest-T.ime! (Það er uppskerutími!) Sent ókeypis gegn beiðni. Utanáskrift: P.O. Box 119, 1211 Geneva 2, Switzerland). ---------x--------- Er forðum Jesús fór (Sálmur) Er forðum Jesús fór um hér á jörðu, hans freistað var, hann þoldi last og háð: hann mæddur var af margs kyns stríði hörðu og mætti hatri, en sýndi mönnum náð. Hann taldi ei þjóninn herra sínum hærri, og Hann leið þjáning, sem er hlutdeild manns, en hann er fús í neyð að standa nærri og náð að veita sál, er auðmjúk leitar hans. Ef geisa vindar sterkir lífs v.ið strendur og streymir niður sorgartára regn, er Drottinn bezta hælið enn sem endur, því ekkert verður krafti hans um megn. Ef fýkur mjöllin, fyllir gömlu skjólin. og frostið næðir, syrtir lífs á stig, þá veiti Guð, að gæzku og náðar sólin með geislum sínum ávallt lýsi, vermi þig. Sé trúin glötuð, traust á Guði farið og týnist, fölni dýrmæt vona rós, sé hjartað þungum hörmum sundur marið, og hrelldur andinn skynjar hvergi Ijós, þá sýnist þungbært lífið lítils virði, og langmædd hugsun er við raunir fest, — samt megnar Guð að mæta þeirri byrði: Hans máttug v.izka skilur alein, hvað er bezt. Ef sæludraumar hrífa sál og huga, er hjartað örvar sólskin, ást og vor, svo vegartálma virðist létt að buga, og von þín rætist, Iétt þín verða spor, — þá gleymdu eigi Guði þökk að færa, því gleðin, vonin, sælan er hans gjöf. Vér glöðum rómi megum lof hans mæra í myrkr.i, stormi, logni og sól, frá vöggu að gröf. Nýjárskveðja 1965. Ekki í „Andlegum ljóðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.