Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 91

Norðurljósið - 01.01.1965, Qupperneq 91
NORÐURLJÓSIÐ 91 sagði: „Far þú, syndga ekki upp frá þessu.“ ÞETTA ER GUÐ! Ef þú vilt lýsa Guði með einu orði, þá þarftu aðeins að taka fimm bókstafi og rita þá aftur og aftur frá upphafi til enda — orðið: ELSKA — OG ÞETTA ER GUÐ! Sástu þessa dýrmætu, ungu konu, smávaxna og veik- byggða, sárþjáða af kvölum miskunnarlausrar mænukölk- unar? Þetta er kona, sem ekki hafði komið í kirkju árum saman, kona, sem raunverulega hafði aldrei þjónað Guði nokkurn dag ævi sinnar. Hún er svo fáfróð um andlega hluti, að þegar kraftur Guðs kemur yfir líkama hennar, fer mágkona hennar, sem v.ildi hjálpa henni, að kveikja í vindlingi og stingur honum í munn þjáðu konunnar, ef það skyldi stöðva „skjálftann"? Af viðkvæmri miskunn sinni og mikilli samúð sinni, snart Meistarinn þennan líkama og gerði hann heilbrigðan. Vinur minn, ÞETTA ER GUÐ! Guð, sem skilur, Guð, sem þekkir sérhvern veikleika okkar, sérhverja hrösun okkar, sérhvern brest, sérhverja synd okkar, hann heldur áfram að elska okkur og að út- hella yfir okkur miskunn sinni. Hann elskar okkur, ekki af því að við erum óstyrk, ekki vegna hrasana okkar, ekki vegna synda okkar, lieldur af því að við erum börnin hans. Og hann elskar sérhvert okkar eins og við værum einka- barn hans. A lækningarstundinni heiðraði Guð hina einföldu trú, þetta blátt áfram traust hennar Betty Fox, sem vogaði að rétta fram ósjálfbjarga hönd til að snerta hinn Eina, sem hefir allt vald á himni og jörðu. Þegar trú hennar mætti Guði, gerðist eitthvað. Það gerist alltaf eitthvað, þegar einföld trú mætir Guði. Þegar kraftur Guðs fór um líkama Betty Fox, var hún svo fáfróð í andlegum efnum, að hún hafði ekki minnstu hugmynd um, að það væri yfirnáttúrlegur kraftur Guðs, sem streymdi um líkama hennar. Hún hafði aldrei verið við guðsþjónustu; hún hafði aldrei séð nokkurn læknazt með krafti Guðs; hún hafði aldrei á ævi sinni séð krafta- verk, og ekki hafð.i hún heldur séð mig. Hún hafði séð Hann, og það var nóg! Fyrir nokkrum vikum, nákvæmlega tíu árum og sjö mánuðum eftir lækningu sína, fór Betty Mtur til eins af hinum fyrri læknum sínum. Hann fann, að heilbrigði hennar var fullkomin, engin merki eftir mænukölkun. Það var sem hann væri að hugsa upphátt, þegar hann sagði við hana: „Ekkert þrautahlé í mænukölkun hefir nokkru sinni staðið svona lengi; og það er ekki neitt, sem bendir til þess, að þér hafið nokkru sinni þjáðst af þeim sjúkdómi. Hinn góði Drottinn hefir hjálpað yður, þegar v.ið gátum það ekki.“ ÞETTA ER GUÐ! ---------x--------- „Hver var Jesús frá Nazaret?“ verður sérprentað og fæst á afgreiðslu Norðurljóssins. Verð 3 kr. Fólk er beðið að hjálpa til að útbreiða það. ---------x--------- Lesið Norðurljósið aftur og aftur, það færir ykkur meiri blessun frá Guði en hitt: að líta snöggvast yfir það. HVER VAR HANNA? Eftir Þóru G. Pálsdóttur. Um Hönnu lesum við í 1. Samúelsbók 1. kafla, sem segir frá manni hennar, Elkana, og því, að hann átti tvær konur. Önnur þeirra var Hanna, hin hét Peninna. Peninna átti börn, en Hanna engin. Samt er tekið fram, að Elkana elskaði hana. Elkana var maður guðrækinn, hann leitaði á Guðs fund. Hann fór á ári hverju úr borg sinni til að biðjast fyrir og færa Drottni hersveitanna fórnir í Síló. Elkana fór ekki einn í þessar ferðir. Hann tók líka fjölskylduna með. Hvílíka blessun veitir það heimilinu, ef húsbóndinn, höfuð heimilisins, hefir forustu um. að leita á Guðs fund, og gerir þannig fjölskyldu sinni létt fyr.ir að fara til Drottins með hryggð eða gleði. Hjörtu fólks geta verið í mjög ólíku ástandi, er það gengur í Guðs hús. Eru þessar tvær konur, sem frá er sagt, dæmi þess. Peninna er rík að því leyti, að hún á bæði syni og dætur. En það er ekki sagt frá því, að hún bæði Guð um nokkuð eða beindi huga sínum til Guðs. En hún beindi orðum sínum að meðsystur sinni til að særa hjarta hennar og auka á harm hennar, sem nógu var þungbær samt, því að slíkan harm bar Hanna í hjarta, að hún grét og gat ekki neytt þeirrar máltíðar, sem vera skyldi sérstök fagnaðarmáltíð og hennar neytt frammi fyrir Drottni, eftir boði hans. Hvað vantaði Hönnu? Hún átti ást mannsins síns, en hjartað þráði meira. Það þráði son, þráði hinn eðlilega og æskilega ávöxt ástar og hjónabands, þráði þá blessun, sem Guð hafði heitið þjóðinni sem heild, ef hún gengi á hans vegum. Maður hennar reyndi að hugga hana. Hann reynir að beina sjónum h^nnar að því, hve miklu hún hafi þó að gleðjast yfir, sem .sé ást hans. „Er ég þér ekki betri en tíu synir,“ segir hann. Ast eiginmannsins var nokkuð það, sem mörg eiginkonan fór á mis við. Gat nokkuð hughreyst hana betur en það, að bera kjör sín saman við hlutskipti annarra, sem miklu bágar áttu en hún? Hve skynsamleg sem hughreystingin var, þá dugði hún ekki. Hún gat ekki sefað þrá hjartans. I mannshjartanu vekur Guð ýmsa þrá, sem aðeins hann einn getur svalað. Þráin knýr manninn á kné frammi fyrir Drottni. Tárin falla á jörðina, en andinn leitar upp til hæða. I þessu ástandi finnum við Hönnu í helgidómi Guðs. Hún er að biðja. Hún er á réttri leið. Og hún gerði Drottni heit og mælti: „Drottinn hersveitanna, ef þú lítur á eymd' ambáttar þinnar og minnist mín og gefur ambátt þinni karllegan afspring, þá skal ég gefa hann Drottni alla ævi hans, og eigi skal rakhnifur koma á höfuð honum.“ -—- Þetta síðasta var ytra merki þess, að sveinninn væri Guði- helgaður. Elí. æðsti presturinn, veitti henni athygli, en misskildi hana, er hún grátandi baðst svo lengi fyrir í hljóði. Hann hélt hún væri drukkin. Þetta er varla eina skiptið, sem fólk hefir rangdæmt tilbeiðslu annarra, af því að hún var framkvæmd á annan hátt en þann, sem það hafði vanizt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.