Norðurljósið - 01.01.1965, Side 92

Norðurljósið - 01.01.1965, Side 92
92 N ORÐURLJ ÓSIÐ Enginn skyldi meta gildi bænarinnar eftir styrkleik raddar- innar. Hér er sýnishorn af því, að bæn, sem ekki nær manns- eyranu, hefir þó þann kraft, að hún stígur upp til hins heilaga bústaðar hins Hæsta og hlýtur svar. Blessunarríkt er að vita, að Guð leiðréttir börnin sín. Hann gaf Elí réttan skilning á þessu fyrirbæri, sem þá mun hafa glatt hann. Ef til vill var það sjaldgæft, að hann væri vottur að svo sannri trú og heitri bæn. „Far þú í friði, Israels Guð mun veita þér það, er þú hefir beðið hann um.“ Þannig mælti Elí til Hönnu. Þetta voru blessuð endalok. Elí hafði fengið leiðrétta ranga hug- mynd sína og Hanna huggun, svo að hún fór leiðar sinnar, matað.ist og var ekki framar með döpru bragði. Sannar- lega voru þetta blessuð endalok. Guð hafði sjálfsagt verið að undirbúa Hönnu, undirbúa hana með þessum biðtíma, sem hún varð að reyna, búa hana undir að færa fúslega stóra fórn. Hún er ákveðin í því, að vera ekki eigingjörn, heldur gefa Guði það, sem hans er, ef hún aðeins fái að bera soninn undir belti og næra hann við brjóst sitt á frumskeiði bernskunnar. Guð gaf Hönnu það, sem hún bað um, og hún efndi heit sitt við Drottin. Er hún hafði vanið Samúel af brjósti, bjó hún ferð sína með hann til bústaðar Drottins. Svo ungur sem Samúel var þá, getur hann ekki hafa tekið mikinn þátt í þjónustunni í helgidóminum fyrsta sprettinn, en hún fór með hann samt. Er ekki einmitt ágætt að fara snemma með börnin þangað, sem guðsþjónusta er haldin? Það er auðvitað ágætt að hafa sérstakar guðsþjónustur og sunnudagaskóla fyrir börnin og senda þau þangað, og allir foreldrar ættu að færa sér í nyt þá hjálp, sem veitt er með þessu móti. En eigi að síður held ég, að það skili betri árangri í framtíðinni, að öll fjölskyldan fylgist að. Það bindur hana betur saman, og það styrkir söfnuðinn, «f þrjár eða jafnvel fjórar kynslóðir sameinast við sömu guðsþjónustu. Það, sem styrkir heimilið, styrkir þjóðfélagið, því að heimilið er ríki í ríkinu. Sé heimilið heilbrigt og sterkt, verður heildin það líka. Gleði Hönnu var mikil, er hún kom með Samúel. Við finnum það, er við lesum bænina, lofsönginn, er hún flutti við það tækifæri. Samt býst ég við, að oft hafi hugur hennar reikað til helgidómsins, þar sem drengurinn litli ólst upp, fjarr.i föður og móður. Ekki gat hún lengur þerr- að tárin af hvörmúm eða huggað hann við barm sinn. Móðurástin finnur sér form eftir kringumstæðunum og tjáir sig með því, að gera lítinn möttul handa Samúel, er hún færir honum ár hvert. Elí æðsti prestur, gamall og lífsreyndur, virðist skynja, að það sé ófyllt eyða í lífi Elkana og Hönnu, er þau höfðu látið Samúel frá sér. Er hann umgengzt daglega þennan elskulega dreng, finnur hann betur, hve miklu Elkana hefir fórnað. Sjálfur nýtur Elí ávaxtanna af því, að sæti Samúels í heimili foreldra hans er autt, þessa drengs, sem um er sagt, er hann óx, að hann varð æ þekkari Guði og mönn- um. Ef til vill var eins ástatt fyrir Elkana og Jakob, sem unni Jósef mest sona sinna. Þessir tveir, Samúel og Jósef, voru hvor um sig verðandi mikilmenni í samtíð sinni og kyn- slóð. Elí biður nú sérstaklega fyrir Elkana, að Guð gefi hon- um afkvæmi við Hönnu í stað láns þess, er léð var Drottni. Guð er ávallt hinn sami, bænheyrandi Guð, hvort sem í hlut á karl eða kona. Einn son höfðu þau gefið honum. Hann endurgalt þeim fimmfalt, gaf þeim í staðinn þrjá sonu og tvær dætur. Það er eins og ritað er í Jeremía 51. 56.: „Drottinn er Guð endurgjaldsins, hann borgar áreiðanlega. Endurgjaldið kemur, ekki endilega á sama ári, eða næsta eða næst-næsta ári, en „uppskeran er oss vís,“ hvort sem við gefum Guði hið bezta, eins og Hanna, eða „sáum sparlega" og uppskerum samkvæmt því. ---------------------------x--------- Börnin unnu stríðið í Hamborg hefir það verið aldagamall siður, að halda upp á frægan sigur, sem lítil börn unnu fyrir meira en fjögur hundruð árum. I einu hinna fjölmörgu umsátra um borgina var hún alveg að þrotum komin, þegar stungið var upp á því, að öll börn í borginni skyldu vera send alveg varnarlaus til herbúða óvinanna sem örvæntingarfull, en þögul beiðni um miskunn. Þegar hermennirnir, þótt grófir væru, sáu varnarlaus börnin nálgast, urðu þeir undrun slegnir og hörðu hjörtun þeirra komust við. Hvítklæddu smælingjarnir gengu djarflega inn í búðir þeirra, og bar- daginn hætti þegar í stað. Hermennirnir fleygðu niður vopnunum og söfnuðu greinum með ávöxtum handa þeim úr kirsuberjagörðunum umhverfis, svo að þau gætu farið með þær aftur til borgarinnar sem tákn um frið. Síðan hefir á hverju ári farið skrúðfylking barna, hvítklæddra, út úr borginni til að minna fólkið á, hvað börnin gerðu einu sinni fyrir það. Jesús kaus að verða barnið í Betlehem til þess að hann gæti gengið til krossins og dáið og þannig unnið mesta sigur, sem nokkru sinni hefir þekkzt. Hann kom niður úr hinni æðstu dýrð til að verða friðar höfðingi. Það er því eng.in furða, þótt fæðingar hans sé minnst á jólum. (Þýtt). Við þetta vill ritstj. bæta þeirri athugasemd, að Guð hefir hvergi boðið það, né heldur Drottinn Jesús sjálfur, að menn skyldu minnast jæðingar hans. Hins vegar liggja fyrir skýr og ótvíræð fyrirmæli Drottins og postula hans, að lærisveinar hans skulu mlnnast dauða hans, eða betur orðað, að þeir skulu hafa um hönd þá athöfn: að brjóta brauð og drekka af bikar í minningu hans. Þeir menn, sem hafa þá athöfn um hönd reglubundið á fyrsta degi viku hverrar, eins og siður var í frumkristninni, þeir vita manna bezt, hve mikla þýðingu þessi minning dauða Drottins hefir fyrir trúarlíf þeirra. O, að Guðs fólk hefði hana um hönd eins reglubundið og jólin. Hví skyldu menn ekki láta sig meir varða það, sem Drottinn hefir boðið, en það, sem þeir hafa sjálfir fundið upp? „Hví kallið þér mig Herra, Herra, og gerið ekki það, sem ég segi?“ Hvernig svörum við Drottni þeirri spurn- ingu?

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.