Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 93

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 93
N ORÐURLJ ÓSIÐ 93 TIL LESENDA Innilegar þakkir færir ritstjórinn öllum þeim, sem með hlýhug í orði eða verki og skilvísi hafa styrkt útkomu blaðs- ins þetta ár. An þess mundi hafa orðið halli fjárhagslega hjá blaðinu. Ef ALLIR kaupendur blaðsins hefðu greitt árgjöld sín, mundi afkoma blaðsins hafa orðið góð þrátt fyrir afarlágt verð. Nú, þegar þetta er ritað, hafa verið boðaðar nýjar kaup- kröfur launþega almennt, meðal þeirra prentara, sem vafa- laust munu fá þann framgang, að VERB Norðurljóssins hlýtur að hækka, því að raunverulega hefði átt að hækka það fyrr. Er verðið næsta ár því ákveðið 40 kr. til fastra kaupenda, sem greiða fyrirfram eða til útsölu- og inn- heimtumanna. I lausasölu verður það 50 kr. — Raunveru- lega er þetta ekkert verð, sé miðað við, hversu mikið lesefni Nlj. flytur og verð bóka almennt. Hækkun þessi gengur í gildi nœsta ár. Reynt verður að fá framhaldssögu fyrir næsta ár. „Eg trúi á kraftaverk“ er í stað framhaldssögu í þessum ár- gangi. Þær sögur halda áfram næsta ár. Keppt verður að því marki, að blaðið komi út um svipað leyti næsta ár þrátt fyrir væntanlegt mikið annríki í sam- bandi við fyrirhugaða húsbyggingu ritstjórans. Biðjið með honum, að Guð leggi sérstaka blessun yfir það fyrirtæki og húsið, sem að einhverju leyti á að nota sérstaklega í þjónustu hans. Biðjið einníg um áframhaldandi blessun Guðs yfir Norðurljósið og boðskap þann, sem það flytur. -------x------- Skynsamur maður „Þegar ég var í leyfi,“ ritaði Jónatan Goforth, „árið 1917, tók ég eftir því, að húseigandinn, sem var maður yfir áttrætt, var stöðugt að lesa í nýja testamentinu með stóru letri. Einu sinni spurði ég hann, hve oft hann læsi það frá upphafi til enda. Hann svaraði: „Tvisvar á mán- uði. Það er stríð núna, svo að ég verð að lesa blöðin til að fá fréttir, en ég eyði ekki miklum tíma yfir þeim. Ég verð bráðum að takast langa ferð á hendur, og ég er að reyna að læra allt, sem ég get, af leiðsögubók minni, áður en ég byrja ferðina“.“ Vonandi skilja margir lesendur Norðurljóssins, hve skynsamlega maður þessi breytti og fari að dæmi hans, ef þeir hafa ekki áður lagt stund á lestur nýja testamentis- ins eða biblíunnar í heild. Þegar fólk er að búa sig af stað til annars lands, þar sem það ætlar að dvelja, mun það oftast reyna að búa sig undir það með því að læra eitthvað í mál.i landsmanna. Hví ekki að búa sig undir ferðina miklu, sem óhjákvæmilega tekur við fyrr eða síðar? Hún byrjar ærið óvænt hjá mörgum nú á dögum og eins hjá þeim aldursflokki, er sízt gerir ráð fyrir henni. Farartæki nútímans eru örskreið og handhæg, en þau skila mörgum snögglega inn í eilífðina. Vertu viðbúinn. Þessi orð, einkunnarorð skátanna, eiga hér vel við. S. G. J. FÁ RAFREIKNAR FRJÁLSAN VILJA? í aprílhefti blaðsins „Harvester,“ Exeter, Englandi, var stutt grein, „Computer Free Will.“ (Frívilji rafreikna.) Ritstj. Nlj. datt í hug, að fleirum en honum kynni að þykja hún merkileg. Hún kemur þá hér: Maðurinn getur hafa orðið sjálfum sér ofsnjall, þegar hann fann upp rafreikninn. John Wilkinson, sérfræðingur í heimspeki vísinda, hefir nýlega birt ritsmíð, sem sýnir, að rafreiknar eru að þróa með sér sjálfstæðan huga. „Hinn fyrrverandi þjónn (rafreiknirinn) er orðinn eða er hrað- fara að verða herrann, og sýnir af sér það, sem líkist mjög mikið fjálsum vilja,“ segir hr. Wilkinson. Hann skýrir þetta á þá leið, að „þegar rafreiknar eru tengdir þannig saman, að úrskurður eða niðurstaða eins er „lagður inn í“ annan, þá er ógerningur að segja fyrir aukalegar afleið- ingar. Samtíðarmaður segir, að séu þær ekki réttilega metnar, þá gætu þær leitt oss afvega til að taka ákvarðanir, sem gætu leitt af sér styrjaldir eða alvarlegar stjórnmála- legar eða fjármálalegar byltingar. Maðurinn er þannig á annan hátt að missa frelsi athafna og ákvarðana sinna. Það er verið að þoka honum niður í afstöðu barnagæzlu- manns fyrir rafreikni, sem hugsar fyrir hann. Þetta getur að lokum haft alvarlegar afleiðingar. Hvað gerum við, þegar rafreiknar úrskurða, að sækjast skuli eftir því, sem ekki er eingöngu hættulegt fyrir velferð þjóðfélagsins, heldur brýtur í bág v,ið siðferðiskröfur Guðs til þeirra, sem hann hefir skapað?“ Við þetta vill ritstj. bæta því, að hann hefir áður sagt frá því í Nlj., að rafreiknir var látinn skera úr því, sem er deiluefni guðfræðinga, hvort öll bréf Páls postula séu eftir hann eða ekki. Vélheilinn komst að þeirri niðurstöðu, að þau væru ekki öll eftir hann. Mun þetta hafa verið sú niðurstaða, sem óskað var eftir. Utreikningurinn byggðist á því, hve oft sum smáorð koma fyrir í ritum Páls. En það gleymdist að taka það með í reikninginn, að rithöfundar á borð við Pál postula ein- skorða ekki orðaval sitt við sömu orðin, þegar þeir r.ita um ólík efni. Ekki væri ólíklegt, ef reikningsaðferð þessari væri beitt við kvæði Davíðs frá Fagraskógi. „Ég kveiki á kertum mínum,“ að sanna mætti einhvern tíma, að það kvæði væri alls ekki eftir sama mann og þann, sem orti „Gamankvæði um Grýlu,“ þótt við nútímamenn vitum, að það er stað- reynd, að höfundur var hinn sami. --------x-------- Frú Kristín Gook, ekkja Arthurs heitins, dvelur alltaf í Englandi. Hún varð fyrir þeirri reynslu að veikjast mjög mikið af r.istli sl. haust, sem batnað hefir mjög seint. Ofan á það bættist, að hún mun hafa fengið slag seint í vetur, eða svo segir læknir þar, en lamaðist ekki, svo er Guði að þakka. Hún var ekki lengi í sjúkrahúsi, en mun vera nokkuð mikið slöpp enn eftir allt þetta. Hún er í þörf fyrir bænir vina sinna og Arthurs heitins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.