Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 94
94
N ORÐURLJ ÓSIÐ
Sjúklingur og fiðrildi
Langþjáður, rúmfastur sjúklingur segir frá því, að hann
geymdi hjá sér nærri árlangt keisara-fiðrildi á púpu-skeiði.
Hamur þess er flöskulagaður. Þegar það skríður úr hamn-
um, fer það út um afarþröngan háls. Það kostar mjög mikla
fyrirhöfn, en styrkir vængi þess.
Sjúklingurinn sá, hvernig fiðrildið — nærri heilan fyrri-
hluta dags — barðist við að komast út. Loks kenndi hann
svo í brjósti um það, að hann tók skæri og víkkaði opið.
Þá komst það út án frekari fyrirhafnar. Hann bjóst svo
við, að það breiddi út vængina sína fögru og fær.i að
svífa um stofuna.
Af þessu varð ekki. Það skreiddist um gólfið sína stuttu
ævi. Því þroskuðust aldrei þeir vængir, sem ljómað hefðu
í litum regnbogans, ef hann af skammsýnni meðaumkun
hefði ekki gripið fram í þroskafer.il þess.
„Það, sem ég lærði þann dag,“ segir hann, „hefir oft
komið sér vel fyrir mig. Það hefir hjálpað mér til að
skilja þetta, sem Þjóðverjar kalla: „Harðúð kærleika
Guðs.“ Eg hefi hugsað um þetta atvik, þegar ég hefi horft
meðaumkunaraugum á þá, sem glímdu við sorgir, þján-
ingar eða erfiðleika. Og mér hefir virzt, að ég væri misk-
unnsamari en Guð, því að feginn hefði ég viljað stytta
agann og veita lausn.“
Það er djúpstæð merking í orðum, sem standa í biblí-
unni um Krist, að Guð hafi fullkomnað hann „með þján-
ingum.“ Var ekki Kristur hinn fullkomni maður, meðan
hann var hér á jörðu? Vissulega var hann það frá sjónar-
miði siðferðis og kærleika. „Hann drýgði ekki synd, og
svik voru ekki fundin í hans munni.“ „Hann gekk um
kring, gerði gott og græddi alla, sem af djöflinum voru
undirokaðir, því að Guð var með honum.“ Þó varð hann
að ganga út í Getsemane, hryggjast, skjálfa, gráta, biðja
„með sárum kveinstöfum og táraföllum,“ vera þar í „dauð-
ans angist,“ „en sveiti hans varð sem blóðdropar, sem
féllu á jörðina.“ I höll æðsta prestsins var hrækt í andlit
honum, hann sleginn með hnefum og barinn með stöfum.
Hjá landshöfðingjanum var hann húðstrýktur, krýndur
með kórónu úr þyrnum og spottaður. Á Golgata var hann
krossfestur, hæddur, þjáður af þorsta og yfirgefinn af
Guði. Hvílíkar andlegar og líkamlegar þjáningar!
En allar þessar þjáningar fullkomnuðu hann, segir ritn-
ingin. Hann var látinn reyna þær í ákveðnum tilgangi. Af
eigin reynslu þekkir hann síðan, hvað þjáning er. Þess
vegna getur hann nú — af því að hann reis aftur lifandi
upp frá dauðum — skilið svo vel þjáningar þeirra, sem
líða, sýnt þeim samúð, tekið þátt í kjörum þeirra, ef þeir
vilja leyfa honum að gera það.
Getur þú ekki hugsað þér, að Guð hafi einnig einhvern
tilgang með sjúkdómi þínum, sorg þinni, erfiðleikum
þínum? Getur ekki verið, að Guð sé með þessu móti að
kalla til þín? Er ekki Kristur einmitt nú að segja við þig:
„Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð
hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld?“
Guð elskar okkur. Hann er góður. En hann getur þurft
að beita harðúð kærleikans. Stundum höldum við fast við
eitthvað, sem hann hatar, einhverja synd, löst eða brest,
sem hann v.ill láta okkur leggja niður. Stundum erum við
í uppreisn gegn honum. Hann vill, að við gerum rétt, ekki
rangt, og að við beygjum vilja okkar undir vilja hans.
Stúlka nokkur lá rúmföst í tíu ár, oft mikið þjáð. í
hjarta sínu var hún óánægð með kjör sín. Vilji hennar
var á móti Guði. Loks sagði hún við sjálfa sig á þessa leið:
„Ef Guð vill láta m,ig liggja, þá vil ég gera vilja hans. Ég
er fús til að liggja hér í þúsund ár, sé það vilji hans.“ Eftir
eina viku var hún komin á fætur. Guð hafði þurft að draga
það í tíu ár að lækna hana, til þess að hún gæti öðlazt
þessa miklu blessun: að vilji hennar væri lagður undir
vilja Guðs.
Fúsleiki og máttur Drottins Jesú til að lækna er hinn
sami nú sem forðum. En hann getur þurft að fá vilja okkar
lagðan undir vilja Guðs. Hann bað sjálfur: „Faðir, ef þú
vilt, þá tak þennan bikar frá mér! En verði þó ekki minn,
heldur þinn vilji!“
Eigum við ekki að biðja þessa bæn saman:
„Góði Drottinn Jesús, þú sem fyrirgefur syndir og gerir
mönnum gott, ég kem til þín. Ég játa, að ég hefi syndgað á
móti Guði. Fyrirgefðu syndir mínar og leggðu vilja minn
undir vilja Guðs. Huggaðu sál mína. Bættu úr öllum erfið-
leikum mínum, og vertu nú og síðar læknir anda míns, sálar
og líkama, jafnvel þótt þú notir menn til að hjálpa mér.
Gefðu mér trú til að treysta þér fullkomlega. Bænheyrðu
mig fyrir sakir þíns nafns. Amen.“
Láttu ekki bregðast að vegsama Drottin fyrir það, sem
hann kann að gera fyrir þig, því að Guð segir: „Akalla
mig á degi neyðarinnar; ég mun frelsa þig, og þú skalt
vegsama mig.“ (Sálmarnir 50. 15.). Lestu oft og sem mest
í orði Guðs, biblíunni, og segðu öðrum frá, hvað Drottinn
Jesús gerir fyrir þig.
Guð bænheyri þig á deg.i neyðar þinnar. Nafn Drottins
Jesú Krists bjargi þér.
Með beztu kveðjum,
Sœmundur G. Jóhannesson,
Sjónarhœð, Akureyri.
Þetta efni er tekið saman eftir hugmynd manns, sem lætur
ekki nafns síns getið, og gefið út með styrk frá honum.
Ofanskráð grein fæst sérprentuð og ókeypis hjá ristj. Nlj.
Hugsjón kostnaðarmannsins er sú, að ritið verði gefið
öllum sjúklingum í öllum sjúkrahúsum landsins. Hve mörg
eintök vilt þú fá? í Reykjavík mun það fást hjá frú Soffíu
Sveinsdóttur, Miðtúni 26.
---------x---------
Utsölumenn óskast
fólk, sem vill hjálpa til að útbreiða Norðurlj. og selja það
í lausasölu. Hver, sem hjálpar til að selja blaðið, má taka
10 kr. af verðinu — 40 kr. — sem þóknun fyr.ir ómak sitt.
Gangi hefti af, sem ekki seljast, má gefa þau öldruðu fólki
eða í skip og háta. Skrifið sem fyrst. Afgreiðsla Norður-
Ijóssins, Akureyri.