Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 95

Norðurljósið - 01.01.1965, Síða 95
NORÐURLJÓSIÐ 95 Lækning kólnaðs hjarta Eftir dr. John R. Rice. Þegar ég verð kaldur í hjarta, fer ég ekki að drekka mig drukkinn eða að blóta. Þetta gerði ég ekki, áður en ég frelsaðist. Nei, þegar ég finn stundum, að biblíulestur minn gerist vélrænn og verður mér skyldustarf í stað gleði- ríkrar, ákafrar nautnar, þá veit ég, að hjarta m,itt þarfnast endurlífgunar. Sorglega finn ég það, enda þótt ég trúi á sálvinning (að vinna sálir fyrir Krist) og prédiki sálvinn- ing, og þó að ég fyrir Guðs miklu miskunn hafi verið fær um að vinna þúsundir manna mfeð persónulegum samtöl- um, þá finn ég stundum, að sálvin'ning er mér ekki létt. Eg verð að knýja mig til að gera það, sem ég ætti að gera, eða ég finn upp afsakanir til að vanrækja það. Ég verð með allan hugann við önnur málefni. Um áratugaskeið hefi ég haft unun af þeim mikla heiðri að vera kallaður til að prédika. Ég hefi aldrei haft á móti því að prédika fjórum eða fimm sinnum á dag. En ef ég finn, að það fer að verða mér byrði og ég þarf að vinna eða lesa mikið til að finna, hvað á að prédika, og ef mig fer að langa mikið heim til að slaka á, þá veit ég, að hjarta mitt þarfnast mikillar endurhressingar frá Guði. Mjög nýlega hefir álag þessa blessaða starfs verið mjög mikið vegna ferðalaga, ferðalaga, ferðalaga, svefnmissis á nóttum, að láta niður og taka upp farangur. „Ég verð að Ijúka af þessu blaði af „Sword of the Lord“ fyrir mið- vikudag.“ „Ég verð að ganga frá þessum útvarpsræðum og taka þær upp á segulband handa „Vakningarröddinni“ í útvarpinu.“ Eða skrifari minn segir: „Dr. Rice, það ætti að svara þessum mikilvægu bréfum undir eins.“ Eða grasið heima er orðið svo hátt í kringum húsið, að það verður að slá það. Við verðum að láta einhvern mála þessa stóru hlöðu! Girðingin er gömul og ljót, og önnur verður að koma í staðinn. Þetta gamla, ómálaða hænsnahús ætti að rífa. — Ég játa, að hjarta mitt varð dálítið þreytt. Mig langaði til að hvíla mig. Riblíulesturinn varð eins konar skyldustarf. Hjarta mitt var ekki yfirfullt af ritningar- greinum og köflum, sem mig langaði til að prédika um að nýju! Ég hefi frumdrög að þremur eða fjórum bókum í huga mínum, sem eru nokkurn veginn undirbúnar, en ég hefi óttazt að setjast niður við hið erfiða, erfiða starf að undirbúa handritin. Ég hefi þess vegna ákveðið að kippa þessu máli í lag og fá vakningu í hjarta mitt. Hér ætla ég að eiga nokkrar klukkustundir aleinn í g.istiherbergi mínu. Síðdegis í gær las ég 25—30 kapítula í biblíunni. Ég athugaði þá vandlega og las þá aftur unz ég gat þulið þá utanbókar: 1. Sálminn, síðan 8., 15., 19., 23., 24., 34., 100., 103., 121., 126. Ég endurhressti mig aftur með Jóh. 14., og síðan las ég kafla úr 3. Móse bók, hélt röðinni á lesköflum í daglegum biblíulestri mínum. Ó, hin eina, mikla þörf kristins manns er ekki blátt áfram að trúa biblíunni eða blátt áfram að fylgja biblíunni, heldur að hafa unun af henni, hugleiða orð Guðs dag og nótt. Ég er minntur á Jeremía 15. 16.: „Kæmu orð frá þér, gleypti ég við þeim; og orð þín voru mér unun og fögn- uður hjarta míns.“ Ég hefi því í dag byrjað að læra utan að 1. kaflann í guðspjalli Jóhannesar. Ég hefi líka farið yfir Jóh. 3., sem ég man nærri því, ég kunni hann áður utanbókar. Ég ætla að athuga vandlega 1. Kor. 13., Fil. 4., Róm, 10.. Róm. 8., Róm. 12., sem ég hefi áður lagt á minnið. Ójá, og í gær endurlas ég Matt. 28. A páskadagsmorgna höfum við venjulega haft hann yfir upphátt við morgunverðar- borðið. Ég er sannfærður um, að tvennt er nauðsynlegt til að endurlífga þetta vesalings hjarta mitt. Annað er: að taka nógan tíma með orði Guðs og lesa það, þangað til ég finn eitthvað svo indælt, að það brenni í hjarta mínu. Síðan að læra eitthvað af því utanbókar, geyma það í hjarta mínu, svo að Guð geti óhindrað sagt mér, hvert er áform hans og vilji mér til handa hvern dag ævi minnar. Ó, að hafa unun af sérhverju verki hans, sérhverju kalli, sérhverju af v.ilja hans, sem hann kunngerir, sérhverri fórn, sérhverri þjáningu, sem honum getur þóknazt. Úr „Sword of the Lord,“ 26. júní 1964). Ef trúaðir lesendur vilja gefa sér tóm til að íhuga ofan- skráða játningu og hugleiðingar dr. John R. Rice, þá geta þeir vafalaust skilið, hvers vegna Guð notar þann mann eins mikið og hann gerir í þjónustu sinni. „Af gnægð hjartans mælir munnurinn.“ „Far þú og ger þú slíkt hið sama.“ Ritstj. ---------x--------- Munið bœkurnar, svo sem: George Muller, œvisaga. Óbundin á 25 kr. Flogið um álfur allar. Ferðasaga Kristín- ar og Arthurs Gook. Lækkað verð: Innb. 90 kr., ób. 60 kr. Kenningar frá öðrum heimi, á 10 kr. Höfundur trúar vorr- ar, 5 kr., Þróun eða sköpun? 10 kr„ allar óbundnar. Dag- legt Ijós á daglegri för. Innb. 50 kr. Hin sígilda bók við daglegar guðræknistundir. Norðurljósið 16.—39. árg. innb. í 4 bækur hver bók 50 kr„ 40.—43. árg. 1 bók á 70 kr. Ein bók enn, 44.—46. árg„ sennilega á 100 kr. bætist væntanlega við síðar á þessu eða á næsta ári. — Póstgjald bætist við allar bækurnar. Þær fást á afgreiðslu Nlj„ Akur- eyri. og hjá frú Soffíu Sveinsdóttur, Miðtúni 26, Reykja- vík. ---------x--------- Kœri lesandi, gerðu þetta að játningu þinni og bæn: Ó, Jesús, Drottinn dýrðar, ég dýrka og lofa þig, sem forðum saklaus, særður, dóst sjálfur fyrir mig. Ó, hafðu í mínu hjarta þinn hástól, Drottinn minn. Þú hljóta skalt mitt hjarta og allt, ó, Herra, ég er þinn. (Kór úr þýddum sálmi í Andlegum ljóðum.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.