Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 1
Norðurljósid
48. ár. Janúar—desember 1967. 1.—12. tbl.
ÁVARPSORÐ TIL LESENDA
i fertugasl-a og áttunda sinn kemur nýr árgangur Norðurljássins,
hinn tólfti, sem núverandi ritstjóri gefur út. Litlar líkur voru til þess um
tima á sl. vetri, að svo mætti verða, að hann gæti meira átt við rit-
störf. En svo er Guði fyrir að þakka, að betur fór en áhorfðist. Sjónin,
sem hvarf að mestu, er komin aftur, svo að hennar er lítill munur frá
því, sem áður var. Skulu nú allir þeir, sem báðu fyrir ritstj. Nlj., þakka
Guði fyrir, að hann hefir svarað sameinuðum bænum þeirra og ritstj.
sjálfs.
Sú spurning vaknar þvi, hvort þeir, sem þekkja Drottin Jesúm Krist
sem frelsara sinn, geri ekki of lítið að því, að biðja fyrir sjúkum? Fað-
irinn á himnum vill gera son sinn Jesúm dýrlegan, og hann svarar því
bænum vor manna, þegar dýrð Drottins Jesú er markmið þeirra.
Sú breyting, sem gerð var, að gera Norðurljósið að ársriti, mæltist
yfirleitt vel fyrir meðal kaupenda þess. Þeim lesendum, er sakna þess
að fá það ekki mánaðarlega, skal bent á, að þeir þurfa ekki endilega að
lesa allt heftið í einu. Þeir geta lesið 16 siður eða þvi sem næst á hverj-
um mánuði. Eins má lesa suma kafla ritsins oftar en einu sinni. Góð
bók er þess virði, að hún sé lesin fimm sinnum, hefir verið sagt. Sama
gildir um efnisríkar ritgerðir.
Utvarpserindi ritstjórans birtast hér í ritinu. Þegar hann hefir hlustað
á útvarpserindi, hefir hann stundum óskað þess, að eiga þau sérprent-
uð. Vera má, að svo sé um fleiri.
Eins og fyrr hafa margir sýnt ágæta skilvísi og greitt fyrir Nlj. Einnig
hafa margir styrkt það með gjöfum, svo að hið lága verð blaðsins, 50
kr., er óbreytt. í bókabúð mundi bók á stærð við Nlj. kosta 200 kr.
sagði einn bóksali.
Margir hafa látið i Ijós, að blaðið hafi fært þeim blessun. Guð gefi,
að Nlj. haldi áfram að vera farvegur blessunar hans. — Ritstjórinn.
LAMDSBDK ASAFN