Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 2
2
NORÐURLJ ÓSIÐ
SIGUR YFIR SYND
Leyndardómur daglegs sigurs.
Eftir dr. R. A. Torrey.
GUÐ BÝÐUR OSS JESÚM TIL AÐ LEYSA OSS UNDAN
VALDI SYNDARINNAR.
Jesús gerði meir en að deyja fyrir syndir vorar: Hann reis
upp aftur frá dauðum. Hann er lifandi frelsari nú í dag. Honum
er gefið allt vald á himni og jörðu. (Matt. 28. 19.). Hann hefir
vald til að varðveita veikasta mann frá hrösun. (Júd. 24.). Hann
megnar að frelsa, ekki aðeins frá öllu, heldur „til fulls“ sérhvern
mann, sem kemur til Föðurins fyrir milligöngu hans, þar sem
hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim.“ (Hehr. 7. 25.). „Ef þvi
sonurinn gerir yður frjálsa, munuð þér verða sannarlega frjáls-
ir.“ (Jóh. 8. 36.). Að veita Jesú viðtöku, er að trúa þessu, sem
Guð segir oss um hann í orði sínu, að trúa því, að hann reis upp
frá dauðum; að trúa því, að hann er nú lifandi; að trúa því, að
hann hefir vald til að varðvejta oss frá hrösun; að trúa því, að
hann hafi vald til að varðveita oss frá valdi syndarinnar dag eftir
dag, og blátt áfram að treysta honum til að gera það.
Leyndardómurinn, að vinna daglega sigur á syndinni, er þessi:
Ef við reynum að sigra syndina í eigin krafti, þá er öruggt, að
við bíðum ósigur. En hinn upprisni Kristur mun varðveita okk-
ur, á hverjum degi og hverri stundu, ef við lítum upp til hans.
Yegna þess, að Kristur var krossfestur, fáum við lausn frá sekt
syndarinnar, því að syndir okkar voru allar afmáðar. En það er
vegna þess, að Kristur er upprisinn, sem við fáum daglegan sigur
yfir syndinni. Sumir veita Kristi viðtöku sem frelsara, sem bar
syndir þeirra, og þar með öðlast þeir fyrirgefningu. En þeir kom-
ast aldrei lengra en þetta. Þess vegna verður ævi þeirra einn sam-
felldur ósigur. Aðrir taka á móti Kristi líka sem upprisnum
frelsara. Með því móti öðlast þeir þá reynslu, að hafa sigur yfir
syndinni. Til þess að við byrjum rétt, megum við ekki aðeins
taka á móti honum sem dánum fyrir syndir okkar til að fá fyrir-
gefningu; við verðum einnig að taka á móti honum sem upp-
risnum frelsara, lausnara okkar frá valdi syndarinnar, verndara
okkar. Með þessu móti fáum við daglegan sigur yfir syndum okk-
ar.
(Þýtt úr „The Sword of the Lord,“ en J>ar tekiff úr bókinni „How
to Succeed in the Christian Life.“ Fleming & Revell, Co.).