Norðurljósið - 01.01.1967, Side 3
NORÐURL.TOSIÐ
3
Nálægðin gerði manninn mikinn
Minningar ritstj. Nlj. um
DAVÍÐ SKÁLD STEFÁNSSON
Utvarpserindi, aukið.
Margar eru þær minningargreinir, sem ritaðar hafa verið um
Davíð Stefánsson, skáldið frá Fagraskógi. Þær eru sem blóm-
sveigur, gerður úr rósum heitrar vináttu, fornum stúdentanell-
ikum fölskvalausrar tryggðar. Eg kem aðeins með nokkur „Gleym
mér-ei“ blóm þeirra minninga, sem fastast hafa loðað við huga
minn.
Hver voru fyrstu kynni mín af Davíð? Ljóðabók hans „Svart-
ar fjaðrir.“ Þar voru Ijóð, ólík öllu öðru, sem ég hafði lesið af
ljóðum. Þau seiddu og löðuðu, eða ólguðu og ögruðu, skildu
eftir þrásækin áhrif. Eg var um tvítugt, sveitabarn og náttúr-
unnar, sem fann svo vel, hvernig „útþráin togar hinn snauða.“
Auðvitað voru ljóðin lýsing á manninum sjálfum, sem orti þau,
en það skildi ég ekki þá.
Svo var það um sólstöður sumarið 1926. Eg var á leið frá Ak-
ureyri til Hvammstanga með strandferðaskipi. Þá var Davíð
Stefánsson staddur á skipinu, og var hann með öðrum manni á
leið til Fljóta. Þá sá ég hann í fyrsta sinn. Eigi fóru orð á milli
okkar, en hann hló hlátur mikinn að svari, sem ég gaf förunaut
hans. Maður sá var ölvaður og áreitti mig í orði.
Vorið 1929 fluttist ég hingað til Akureyrar. Orskammt var á
milli Amtsbókasafnsins, þar sem DaVíð var bókavörður, og Sjón-
arhæðar. Gat því eigi farið hjá því, að við mættumst á götu og
sæjumst í safninu, ef ég kom þar. Oft sá ég hann ganga framhjá,
er ég var að einhverju sýsli úti við, svo sem vinnu í kartöflugarði.
En ég efast um, að orð hafi farið okkar á milli fyrri en eftir það,
að Gullna hliðið kom út.
Þó mun það hafa verið. Davíð auglýsti eitt sinn orgel til sölu,
mun hafa verið beðinn að selja það. Eg brá við og hitti hann að
máli í bókasafninu. Var ég feiminn við þann fræga mann, en fór
þó fram á, að hann gæfi mér kvittun fyrir greiðslunni. Ekki var
það þó ástæðan, að ég byggist við, að brigður yrðu bornar á
greiðsluna, heldur hitt, að mig langaði til að sjá og eiga rit-