Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 9
NORÐURLJÓSIÐ
9
nær því, að verða góðskáld, heldur en áður. En líklega hefir
hann verið eitthvað lasinn eða liðið illa.
Eitt sinn bar svo til, er líða tók á stríðsárin, minnir mig, að
ég mætti Davíð á götu. Tók hann mig þá tali og spurði, hvort ég
héldi ekki, að þetta yrði síðasta stórstyrjöldin. Ég hélt nú ekki.
Ég sagði honum, að Kristur hefði spáð því, að slíkir þrenginga-
tímar kæmu yfir jörðina, að enginn maður mundi komast af, ef
Guð hefði eigi stytt þá daga. Guð ætlaði ekki að leyfa mann-
kyninu að tortíma sjálfu sér algerlega. Hann mundi grípa fram
í með því að senda Krist aftur til þessarar jarðar til að stöðva
styrjaldir til endimarka hennar. En það kæmi aftur að minnsta
kosti ein stórstyrjöld, áður en þetta yrði. A þessa leið fórust mér
orð, en ég man ekki orðrétt, hvað ég sagði. „Ljót er nú spáin,"
mælti Davíð dimmum og sterkum rómi.
Þegar uxu kynni okkar, tók hann að ræða meir við mig um
sjálfan sig. Eitt var það um það leyti, þegar skattamál og útsvör
voru efst á baugi, að hann sagði: „Það svíkja allir Islendingar
skattframtöl.“
„Nei,“ svaraði ég, „ekki hún Guðrún Árnadóttir.“ Hún var í
söfnuðinum, sem kenndur er við Sjónarhæð. Hún var iðilfróm
og dygglynd. Hún gerði hreina skrifstofu og búð hjá Valgarði
bróður Davíðs og hafði þá húsnæði hjá honum. Það, að svíkja
framtal, var eins fjarri henni og hitt, að svíkja húsbændur sína
eða níðast á því, sem henni var trúað fyrir, svo notuð séu orð
Kolskeggs frá Hlíðarenda. Ég var að vísu sannfærður um, og
vissi, að fleiri töldu rétt fram en Guðrún þessi, þótt ég nafn-
greindi hana eina. Mér dettur ekki í hug, að ætla nokkrum sann-
kristnum manni eða konu það athæfi, að svíkja til skatts, segja
rangt til vísvitandi.
Davíð sagði mér þá, að tekjur hans væru mjög mismunandi
frá ári til árs. Var þar mest um að kenna því fyrirkomulagi, sem
ríkti hjá bóksölum, með uppgjör og greiðslur fyrir bækur hans.
Bakaði þetta skáldinu talsverð vandræði, því að annað árið hafði
hann háar tekjur, þá kom mikið inn fyrir bækur, en hitt árið svo
sem ekki neitt.
Ég hefi áður getið um andúð mína á Davíð vegna lífernis
bans á fyrri árum. Þegar ég fór að kynnast honum, var hann
orðinn gerbreyttur maður. Hann sagði mér frá því, eftir heim-
komu sína, er hann hafði dvalið í Danmörku sökum veikinda,
að sér hefði verið boðið að taka þátt í veizlum í Reykjavík. En