Norðurljósið - 01.01.1967, Blaðsíða 12
12
NORÐURLJÓSIÐ
dulrænar gáfur hans þroskuöust meir og meir, og leiðin inn í
samband við anda varð æ greiðari. Svo rak hann sig á, að and-
arnir lugu að honum. Hann lét það ekki mjög á sig fá, leitaði
sambands við aðra íbúa ósýnilega heimsins, en sama sagan end-
urtók sig. Það var logið að honum. Loks kom að því, að honum
var gefið að sjá inn í heim þeirra anda, sem hann hafði sam-
band við, og heyrði einnig það, sem þar var talað. Þær sýnir og
heyrnir frá ofboðslegu djúpi illskunnar, voru svo ægilegar, að
hann hrópaði til Guðs í sálarangist sinni um lausn og var bæn-
heyrður, svo að hann hvorki sá meir eða heyrði það sem fram
fór hjá þessum andaverum vonzkunnar.
Eitt sinn bar svo til, rétt fyrir jól, að við Davíð mættumst við
anddyri pósthússins á Akureyri. Okkur varð litið yfir götuna.
Skammt frá tjölduðu búðirnar fegursta ti-ldri sínu, tálgliti hé-
gómans innantóma, sem á að setja „jólasvip“ á bæ og búðir.
Davíð tók þá að hafa orð á þvi við mig, að þetta glingur allt
ætti Mtið skylt við kristindóm. Auðfundið var, að hann kunni
þar vel að greina hismið frá kjarnanum, þótt allur þorri manna
virðist ekki kunna það.
Eg tók í sama streng og Davíð, en tók þó miklu dýpra í árinni.
Skal lesendum hlíft við að líta orð mín augum. En Drottinn sagði
fyrir löngu, á dögum Jesaja spámanns: „Eg fæ eigi þolað, að
saman fari ranglæti og hátíðaþröng.“ Og: „Lýður þessi heiðrar
mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt í burtu frá mér.“
Einu sinni bauð Davíð mér að líta inn í svefnherbergi sitt.
A borði við rúmið hans lá nýja testamentið. Enginn þarf að
segja mér, að þarna hafi það legið ólesið sem verndargripur til
að bægja frá vondum draumum og veita góðan svefn. Mér fannst
ég kominn inn í helgidóm og leyfði mér eigi þá dirfsku, að spyrja
Davíð, hvort hann læsi þessa bók að jafnaði. Mér þótti sem það
lægi í andrúmsloftinu sjálfu, að hann gerði það.
Ekki man ég, hvenær ég kom síðast í heimsókn til hans. En
margar voru þær hugsanir, sem í hug minn leituðu, þegar ég
kom í nánd við hús hans næst, en það var sumarið eftir dauða
hans. Eg fann, að ég gæti þar ekki komið inn fyrir dyr, af því
að hann, sem var skapari þess og gæddi það lifi sínu og sál, var
sjálfur horfinn. Hann hafði vakið aðdáun mína með ljóðum
sínum, þegar ég var á viðkvæmum aldri æskumannsins; vand-
læti mitt kveikti hann síðar með orðum sínum og atferli; en á
efri árum ávann hann sér virðingu mína og heilshugar vináttu.
Náin kynni við hann gerðu hann mikinn.