Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 13
NORÐURLJ ÓSIÐ
13
UM UPPHAF SÖGU KRISTS
„Yður er í dag frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn, í borg
Davíðs.“ (Lúkasar guðspjall, 2. kafli 11. grein).
Hver skráði þessi orð, þessa frásögn af fæðingu Drottins vors
Jesú Krists? Læknirinn Lúkas, grisk-menntaður maður, hinn
eini, er slíka menntun hafði, af guðspjallamönnunum.
Hvers vegna ritaði Lúkas frásöguna af fæðingu og ævi Jesú
frá Nazaret? Hann segir frá því á þessa leið:
„Margir hafa tekið sér fyrir hendur að færa í sögu viðburði
þá, er gerzt hafa meðal vor, eins og þeir menn hafa látið til vor
berast, er frá öndverðu voru sjónarvottar og síðan gerðust þjón-
ar orðsins. Fyrir því réð ég það líka af, eftir að ég hafði rann-
sakað allt kostgæfilega frá upphafi, að rita fyrir þig samfellda
sögu um þetta, göfugi Þeofílus. Með þeim hætti verður þú sjálfur
fær um að ganga úr skugga um áreiðanleik þeirrar frásögu, sem
þú hefir heyrt af annarra vörum.“ (Lúk. 1. 1.—4.).
Þannig ritar sannkristinn maður, viss um, að það er satt og
áreiðanlegt, sem hann segir frá. Lúkas var sagnfræðingur, sagn-
fræðingur af beztu tegund. Samkvæmt heimild hans voru ofan-
rituð orð töluð á Betldhemsvöllum.
Hver talaði þessi orð? Engill frá himni, sendiboði Guðs.
Við hverja voru þau töluð Við fjárhirða, óbreytta alþýðu-
menn, sem voru að stunda starf sitt af dyggð og trúmennsku.
Þeir vöktu yfir hjörð sinni.
Hvað kom þeim þessi boðskapur við? Mikið, mjög mikið.
Þeir heyrðu til fámennri, kúgaðri þjóð, þjóð, sem dreymdi vöku-
drauma um komandi frelsara, konung, Krist. Þeir draumar áttu
upptök sín í helgum ritum þjóðar þeirra, Tsraels. Spámaðurinn
Jesaja hafði ritað:
„011 harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkjur
skulu brenndar og verða eldsmatur. Því að barn er oss fætt, son-
ur er oss gefinn; á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla;
nafn hans skal kallað: Undraráðgjafi, máttugur Guð, eilífðar-
faðir, friðarhöfðingi." (Jesaja 9. 5., 6.).
Þjóðin vænti konungs, sem gæfi henni frelsi og frið. Hafði
ekki spámaðurinn Sakaría spáð á þessa leið?
„Fagna þú mjög, dóttirin Zíon, lát gleðilátum, dóttirin Jerú-
salem! Sjá, konungur þinn kemur til þín; réttlátur er hann og
sigursæll; lítillátur og ríður asna, ungum ösnufola. Hann útrým-