Norðurljósið - 01.01.1967, Page 14
14
NORÐURLJÓSIÐ
ir 'hervögnum úr Efraím og hestum úr Jerúsalem. Öllum her-
bogum mun útrýmt verða, og hann mun veita þjóðunum frið
með úrskurðum sínum. Veldi hans mun ná frá hafi til hafs og
frá Fljótinu til endimarka jarðarinnar. Og vegna blóðs sáttmála
þíns læt ég og bandingja þína lausa úr hinni vatnslausu gryfju.“
(Sakaría 9. 9.—11.).
Spámenn Guðs boðuðu, þótt spekingar ísraels skynjuðu ekki
og fræðimennirnir skildu ekki, að barnið, sem fæðast átti, varð
fyrst að deyja og rísa upp aftur frá dauðum áður en það yrði
konungur Israels og allra landa. Jesaja spámaður hafði ritað um
Soninn, hinn máttuga Guð:
„Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra
misgerða; hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á
honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.“ (Jes. 53. 5.).
„Yður er í dag frelsari fœddur.“ „Yður,“ þér og mér. „Frels-
ari.“ ísrael þráði frelsara frá harðstjórn og kúgun Rómverja.
Við þurfum frelsara, sem leysi okkur undan valdi syndanna,
lastanna. Öll trúarbrögð heimsins, allar trúarbækur, trúarleið-
togar og trúarkerfi kenna, nema kristin trú, að maðurinn sé
sjálfur frelsari sinn. Sjálfur verði hann að breyta sér og leysa
sig undan valdi hins illa, sem lagt hefir á hann fjötra. Biblían
ein, kristna trúin ein, boðar frelsara, sjálfan son Guðs, sem kom
í heiminn sem maður, fæddist og var lagður í jötu í Betlehem,
en dó á krossi í syndugra manna stað, þegar hann lét lífið á Gol-
gata. Síðan reis hann upp frá dauðum, steig upp til himins, sit-
ur þar við hægri hönd Guðs, og tekur nú á móti hverjum synd-
ugum manni, er snúa vill frá syndum sínum og þiggja fyrirgefn-
ing hans og frið að gjöf.
Lúkas rannsakaði allt kostgæfilega frá upphafi. Er oss ekki
skylt að sýna sama rannsóknar-andann og sannreyna það, hvort
Jesús Kristur er ekki enn í dag sem forðum frelsari syndugra
manna, þeirra, sem snúa vilja frá syndum sínum og þiggja fyrir-
gefning hans og nýtt líf? Milljónir manna, þeirra, sem nú lifa,
hafa alveg sannreynt, að Jesús Kristur er máttugur frelsari
syndugra manna.
Þér er frelsari fæddur. Reiddu þig á hann. Guð blessi þig.
-x-