Norðurljósið - 01.01.1967, Page 15
NORÐURLJÓSIÐ
15
Amerísk ráðlegging, sem á að sporna
við ofdrykkju
Útvarpserindi; endirinn breyttur. Eftir ritstj.
Mörg eru vandamál nútímans, eitt hið versta er ofdrykkjan,
einkum í vestrænum heimi. Það er ofdrykkja meðal kaþólskra
manna og ofdrykkja meðal lúterskra og margra smærri kirkju-
deilda. Það er ofdrykkja í löndum auðvaldsins og ofdrykkja í
löndum kommúnismans.
í Bandaríkjum Norður-Ameríku er ofdrykkja stórkostlegt
vandamál. Fernt er talið vestur þar, sem stofni heilsu manna í
Bandaríkjunum í mestan voða: Krabbamein, hjartasjúkdómar,
sálsýki og ofdrykkja. Drvkkjusjúklingum fjölgar ört þar. Þeim
fjölgar um eina milljón á hverjum fimm árum. Launatap vegna
ofdrykkja er talið nema 2500 millj. dollara árlega, meira en
100.000 millj. íslenzkra króna á hverju ári.
En drykkjuskapnum fylgir fleira en fjártjón. Á hverri viku
gerist það, að nálega 1000 Bandaríkjamenn láta lífið vegna bif-
reiðaslysa og yfir 70.000 manns slasast. Fullvist er talið, að
drykkjuskapur sé orsök að helmingi þessara slysa eða meir. Slík
slys sanna réttmæti orðanna: „Hjá drukknum manni er dauSinn
við stýrið.“
Verðir laga og réttar vestur þar staðhæfa, að vínnautn sé að
minnsta kosti völd að níu af hverjum tíu afbrotum, sem framin
eru í Bandaríkjunum. Svo gjarnt er fólki til að fremja afbrot,
þegar það er undir áhrifum áfengis.
Ef marka má þær fréttir, sem hingað berast frá Rússlandi, þá
er vínnautnin stórkostlegt vandamál þar. Ein sagan sagði, að
kornungur drengur dó, af því að hann drakk of mikið vín í
brúðkaupi bróður síns. Ferðamaður sagði frá því, að hann var
staddur í einni af stótborgum Rússlands. Nokkur börn söfnuðust
kringum hann. Hann var með myndavél og ætlaði að mynda
börnin. Þá hrópaði gömul kona eitthvað, sem hann skildi ekki,
og á svipstundu var hann umkringdur af fólki, sem virtist ætla
að gera aðsúg að honum. Til allrar hamingju kom þá túlkur hans
að, og gat skýrt það fyrir honum, að fólkið vildi ekki, að hann
tæki myndina vegna þess, að hann hefði þá um leið tekið mynd
af húsi, sem væri til að spilla unglingum. Það var með öðrum
orðum drykkjukrá.