Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 17
NORÐURLJ ÓSIÐ
17
ur fyrstu árin minnist ég þess ekki, að ég sæi nokkru sinni drukk-
inn mann. Allir gátu skemmt sér án áfengis. Unga fólkið batt
sínar tryggðir og hélt brúðkaup sín án Vínsins. Allt gekk vel, unz
ágirndin kom til sögunnar hjá læknum, sem töldu það brjóst-
gæði við gamla þjóna Bakkusar, að selja þeim dropa af brenni-
víni. Einn dró enga dul á það, að hann hefði getað farið til
Ameríku vegna ágóðans af vínsölu sinni.
Þá hófst bruggið. Á bak við þá smánariðju var ekki brjóst-
gæði að finna, heldur ófalsaða aurasýki eða löngun í áfengi. í
Bandaríkjunum var smyglið stundað í stórum stíl og bruggið
líka, unz þar fór sem hér heima, að bannlögin urðu svipur hjá
sjón og Voru loks afnumin. Fyrir afnámi þeirra var skelegglega
barizt í báðum löndum. Minnist ég ritstjóra eins hér heima, sem
sagt var, að þætti sopinn góður og sótti afnám laganna fast. Dag-
inn eftir atkvæðagreiðsluna, þegar kunn voru úrslitin, mætti ég
honum á götu og mælti: „Vínið inn, vitið út, Gunnlaugur.“ Hann
varð óðamála við. En hefir ekki reynslan sannað orð mín, sem
ekki voru annað en gamall málsháttur?
Spyrjið allar stúlkurnar og konurnar, sem ölvaðir menn hafa
ráðizt á og reynt að svívirða eða svívirt.
Spyrjið foreldrana, bræðurna, systurnar og aðra, sem misst
hafa sína nánustu í bifreiðaslysum af völdum áfengis.
Spyrjið hina slösuðu, sem aldrei ná aftur heilsu, af því að
drukinn maður hélt um stýrið á bifreiðinni eða drukkinn mað-
ur olli árekstri.
Spyrjið mæðurnar, sem liggja andvaka fram á nætur. af því
að sonurinn eða dóttirin er úti og í mökum við áfengið.
Spyrjið eiginkonurnar, sem verða að horfa á manninn sinn
eyða stórum hluta af kaupinu, sem fæða átti og klæða fjölskyld-
una.
Spyrjið eiginmennina, sem eiga drykkfelldar konur, 'hvort þeir
telji drykkjuskap kvenna geðfelldan eða skapa skemmtilegt heim-
ili.
Spyrjið orð Guðs, biblíuna, og hún svarar: „Hver, sem drukk-
inn reikar,"er óvitur.“ „Villizt ekki, .... ekki munu drýkkju-
menn guðsríki erfa.“
Er það nokkur furða, þótt menn spyrji: Hvernig er unnt að
leysa þetta vandamál, sem ofdrykkjan skapar?
Sálfræðingur við Harward háskólann hefir nýverið ritað bók,
sem gerir grein fyrir hugmynd hans um afnám ofdrykkju. Hug-
mynd hans er þessi: