Norðurljósið - 01.01.1967, Page 18
18
NORÐURLJÓSIÐ
Það á að' kenna fólki að drekka vín. Kennslan á að byrja þeg-
ar í barnaskóla. Menntun barna í vínneyzlu á að byrja með því,
að láta þau drekka Vín blandað vatni. Með þessu móti eiga börn-
in að læra að umgangast vín og neyta þess í hófi síðar á ævinni.
Sameiginleg nefnd við Stanford háskólann rannsakaði of-
drykkj uvandamálið og hvað væri vænlegast ráð til að sporna við
ofdrykkju. Rannsóknin stóð yfir í fimm ár og kostaði skattgreið-
endur í Bandaríkjunum litlar og lélegar 47.300.000.00 kr. Nið-
urstaðan, sem nefndin komst að, er þessi: Það á að byrja að
kenna unglingum víndrykkju með eftirliti fullorðins fólks. Hvað
átt var við með eftirliti, skal ég ókki fullyrða. Ef til vill hefir
átt að sjá um, að enginn unglingur kæmist hjá því að drekka.
Minnti þetta mig á sögu úr samkvæmislífinu í Reykjavík, sem að
vísu er líklega um 18 ára gömul. Hún er sönn, því miður.
Stúlka, komin úr sveit í vist í Reykjavík, var lánuð, minnir
mig, af húsmóður sinni til að hjálpa til við undirbúning sam-
kvæmis, er halda skyldi. Einhverjar frúr voru komnar til aðstoð-
ar °g bresstu sig á vínlögg á meðan. Þá veittu þær aðkomustúlk-
unni athygli á þann veg, að þær sáu, að hún bragðaði ekki dropa.
Var þá farið að bjóða henni veigarnar. En hún afþakkaði þær
sem áður. Einhver frúin sagði þá, að það kæmi stundum fyrir,
að ungar stúlkur væru teknar og neyddar til að drekka, ef þær
vildu ekki gera það með góðu. En þær ætluðu samt ekki að fara
svo með hana. Var það ef til vill alveg eins gott veizlunnar vegna.
Stúlkan var skapmikil og vel að manni. Mundi hafa orðið ófag-
ur aðgangur í eldhúsinu, áður en hún hefði rennt niður víni, og
hætt við, að veizlukosturinn hefði eitthvað spillzt.
Ef til vill hafa háskolakennararnir ætlazt til, að þannig væri
farið að. Fólk tekið og neytt til að drekka. Það mundu sumir
kalla hugmynd þeirra samboðið.
Haskólakennarar og sálfræðingar eru sjálfsagt ágætir menn á
margan hátt. Samt vita þeir ekki alla hluti, að minnsta kosti ekki
þessir náungar vestan hafs, sem frá hefir verið sagt. Þeir vita
ekki, að kennsla barna og ungmenna í víndrykkju. hefir þegar
verið prófuð og þrautreynd í ríkinu Chile í Suður-Ameríku.
Samkvæmt fréttaheimild frá Associated Press, hefir heilbrigð-
isþjónustan í Chile skýrt frá því, að af 8 millj. íbúa í Chile,°sé
drykkjuskapur mjög alvarlegt vandamál 250.000 manna, og
aðrar 7o0.000 drekki í óhófi. Þessar tölur tiákna blátt áfram, að
8. hver íbúi ríkisins er á valdi áfengisins. Það var einnig skýrt