Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 20
20
NORÐURLJÓSIÐ
þegar við segjum af öllu hjarta: Ég hefi syndgað. Drottinn Jesús
Kristur, frelsaðu mig, fyrirgefðu mér og kom í hjarta mitt, tak
þér bústað þar.“
Þúsundir á þúsundir ofan af alls kyns fólki, lýðum og tung-
um, hiðja slíkrar bænar í fyrsta sinn, eða annarra svipaðra, ef
ekki á hverjum degi eða hverri viku, þá á hverjum mánuði. Þeg-
ar þeim er alvara, öðlast þeir svipaða reynslu. Þeir losna undan
valdi synda, ástríðna, eiturlyfja og ofdrykkju.
Þá fer kraftur Guðs að streyma inn í manninn, eins og þegar
rafstraum er hleypt á rafleiðslu. Þá taka að 'hljóma nýir strengir
bænar og lofgerðar í sálu mannsins. Þá kemur nýtt lífsafl, sem
ber manninn uppi. Þá fyllir guðleg hönd máttar og kærleika
hanzkann tóma.
Postulinn Páll þekkti þennan Ieyndardóm. Hann ritaði kristn-
um mönnum í Efesus: „í stað þess að drekka yður drukkna í
víni, sem aðeins Ieiðir til spillingar, skuluð þér fyllast Andan-
um.“ Maður, fylltur Anda Guðs, finnur ekki nagandi tómleikann,
sem ásækir aðra, sálarhungri hans er svalað. Minnimáttarkennd-
in hverfur. Vitnisburðurinn verður: „Ég hefi kraft til alls fyrir
mátt hans, sem styrkir mig.“ Á þá leið ritaði postulinn Páll.
(Fil. 4. 13.).
Ég hefi minnzt á, að orsök ofdrykkju geti verið fyrir utan
manninn. Það var reynzla síra Davíðs Wilcox, sem er amerískur
prestur. Frá henni verður sagt hér með fáum orðum, því að saga
hans hefir áður birzt í Nlj.
Samkvæmt læknisráði tók hann að neyta víns sér til styrkingar.
Þegar hann þarfnaðist þess ekki lengur, átti hann að hætta
neyzlu þess. Þetta fór samt á þann veg, að vínið náði valdi yfir
honum.
Hann reyndi með öllu móti að losna úr klóm þess. Hann leit-
aði Guðs í bæn, en það hjálpaði ekki. Hann leitaði lækna, sál-
fræðinga og stofnana, sem veita vínsjúku fólki hjálp. Það varð
án árangurs. Hann leitaði allra ráða, sem mannleg vizka þekkir.
Allt kom fyrir ekki.
Loks varð það uppvíst, að hann var vínsjúkur maður. Þar sem
hann var einn af framámönnum í kristilegu starfi í borginni,
vakti þetta reginhneyksli. Sumir af fólkinu í söfnuði hans for-
dæmdu hann sem svikara og hræsnara. Aðrir stóðu með honum
og báðu fyrir honum.
Þá bar svo til, að hann las í Matt. 17. söguna af tunglsjúka pilt-
inum, sem haldinn var af illum anda, sem lærisveinar Jesú gátu