Norðurljósið - 01.01.1967, Page 21
NORÐURLJÓSIÐ
21
ekki rekið út. Hann rak sjálfur andann út. Þegar þeir svo spurðu
hann, hvers vegna þeir hefðu ekki getað það, svaraði hann:
„Þetta kynið fer ekki út nema við bæn og föstu.“ (Matt. 17. 21.
í ensku biblíuþýðingunni. Islenzka þýð. sleppir þessu versi í
sumum útgáfum).
Síra Wilcox skildi þá, að vandamál hans var ekki sjálfur hann,
heldur illur andi vínfýsnar, sem Drottinn gat rekið út. Hann
ákvað að leita hjálpar frelsarans með bæn og föstu. Hann hróp-
aði til hans af öllu ’hjarta og fékk svo að segja samstundis lausn.
Hvers vegna fékk hann ekki lausn áður, þegar hann bað og
bað Guð um hjálp?
Þessu er ekki létt að svara, en þó eru eftirfarandi ástæður hugs-
anlegar:
1. Guð hefir sent son sinn Jesúm Krist til að frelsa okkur, synd-
uga menn, undan valdi syndar og Satans. Yera má, að prestur-
inn hafi leitað meir Guðs föðurins í bæn heldur en frelsarans,
sem hann sendi.
2. Hann leyndi þessu vandamáli fyrir öllum nema konu sinni.
A bak við þessa launung var, ef til vill, stœrilœti hjartans, hroki.
Biblían segir: „Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúkum
veitir hann náð.“ (1 Pét. 5. 5.). Guð segir ennfremur í orði sínu:
„Játið 'hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum,
til þess að þér verðið heiibrigðir.“ (Jak. 5. 16.). Jafnskjótt og
sumir sannkristnir vinir hans vissu um ástand hans, fóru þeir að
biðja fyrir 'honum. Hefði presturinn trúað fáeinum beztu og
sannkristnustu vinum sínum fyrir því, við hvað hann átti að
stríða, mundi hann samkvæmt orði Drottins hafa fengið lausn,
læknast, losnað við illan anda vínsýkinnar.
Niðurstaða málsins er þessi: Ameríska ráðleggingin er fals
eitt og hégómi. Það hefir reynsla Ghilemanna og Frakka sýnt.
Algert bindindi er eina örugga vörnin gegn ofdrykkju. Reynsl-
an hefir sannað, að enginn maður veit eða getur vitað fyrirfram,
hvaða áhrif vínið hefir á hann að lokum, hvort hann ræður við
löngun sína í áfengið, eða bíður algeran ósigur fyrir henni.
Hins vegar er það blessuð og gleðileg staðreynd, að Kristur
megnar að brjóta fjötra áfengis af öllum iþeim, sem leita hans af
slíkri alvöru, að þeir biðja og fasta, unz hann heyrir neyðarkall
þeirra. Þegar menn opna hjarta sitt fyrir honum, kemur hann
inn og tekur þar yifirráð.
Kristur er lausnin, sem Guð hefir gefið okkur, á vandamálum
lífs okkar. Reynið Krist, þó að allt annað hafi brugðizt.