Norðurljósið - 01.01.1967, Page 22
22
NORBURLJOSIÖ
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjólp í nauðum.
Sálm. 46. 2.
Yerið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni. Róm. 12. 12.
Gjörið þakkir í öllum 'hlutum, því að það hefir Guð kunngjört
yður sem vilja sinn fyrir Krist Jesúm. 1. Þess. 5. 18.
Er forðum Jesús fór um hér á jörðu,
hans freistað var, hann þoldi last og háð:
hann mæddur var af margs kyns stríði hörðu
og mætti hatri, en sýndi mönnum náð.
Hann taldi ei þjóninn herra sínum hærri,
og Hann leið þjáning, sem er hlutdeild manns,
en hann er fús í neyð að standa nærri
og náð að veita sál, er auðmjúk leitar hans.
Ef geisa vindar sterkir lífs við strendur
og streymir niður sorgartára regn,
er Dr'ottinn bezta hælið enn sem endur,
því ekkert verður krafti hans um megn.
Ef fýkur mjöllin, fyllir gömlu skjólin,
og frostið næðir, syrtir lífs á stig,
þá veiti Guð, að gæzku og náðar sólin
meið geislum sínum ávallt lýsi, vermi þig.
Sé trúin glötuð, traust á Guði farið
og týnist, fölni dýrmæt vona rós,
sé hjartað þungum hörmum sundur marið,
og hrelldur andinn skynjar hvergi ljós,
þá sýnist þungbært lífið lítils virði,
og langmædd hugsun er við raunir fest, —
samt megnar Guð að mæta þeirri byrði:
Hans máttug vizka skilur alein, hvað er hezt.
Ef sæludraumar hrífa sál og huga,
er hjartað örvar sólskin, ást og vor,
svo vegartálma virðist létt að buga,
og von þín rætist, létt þín verða spor, —
þá gleymdu eigi Guði þökk að færa,
því gleðin, vonin, sælan er hans gjöf.
Vér glöðum rómi megum lof hans mæra
í myrkri, stormi, logni og sól, frá vöggu að gröf.
S. G. J.