Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 23
NORÐURLJ ÓSIfi
23
Hver er brýnasta þörf íslands?
Útvarpserindi. Eftir ritstj.
Þegar ég var unglingur, las ég þessa spurningu: „Á hverju ríð-
ur íslandi mest?“ Hún birtist í Ársriti islenzka fræðafélagsins
í Kaupmannahöfn. Eg velti henni fyrir mér, fannst ég finna svar,
þráði að vera ritfær og geta svarað spurningunni í ritsmíð. En
ég vissi, að það yrði kákið eitt og átti aldrei við það. Aðrir hafa
sjálfsagt svarað spurningunni, að minnsta kosti gerði Arthur
Gook það. Hann svaraði henni þannig, að trúarvakning væri það,
sem Islandi væri nauðsynlegast af öllu. Birtist ritgerð hans í
blaði hans, Norðurljósinu.
Ekki veit ég, hvort margir voru sammála honum þá, og ekki
veit ég, hvort þeir væru fleiri nú, sem væru á sama máli og hann.
Menn munu gefa margvísleg svör við spurningu minni: Hver er
brýnasta þörf íslands?
Ef hafísinn 'héldi landinu í herkvi, svo að skip kæmust hvergi
að landinu, af því að allar hafnir væru frosnar eða fullar af ís,
þá mundu menn svara: Brýnasta þörfin er hlýviðri og hvass-
viðri, sem brýtur ísinn, hrekur hann á braut.
Ef jörðin opnaðist nú að nýju, eins og hún gerði í Skaftár-
eldum, ef reykur og eimyrja fylltu loftið og öskufall væri um
land allt, svo að grasið eitraðist, búpeningur hryndi niður og
þjóðin yrði skyndilega mjólkurlaus og matarlaus að kalla, mundu
menn þá ekki segja, að brýnasta þörfin væri sú, að eldgosinu og
ósköpunum linnti sem allra fyrst?
Ef hér væri komin stjórnarbylting, sem framkvæmd væri með
vopnavaldi og þeirri grimmd, er slíkum byltingum fylgja víða
um lönd, eða stórveldin hefðu gert ísland að stríðsvelli sínum,
svo að atvinnulífið rrskaðist, sprengjum rigndi úr lofti á borg
og bæ, ef enginn væri óhultur um líf sitt eða limi, mundu menn
þá ekki segja: Island þarfnast friðar meir en nokkurs annars.
Við vonum og þráum sjálfsagt öll, að ekkert af þessu, sem hér
var talið, eigi enn að verða hlutskipti íslands. Margir munu óska
landinu fyrst og fremst, að ár frá ári komi nýtt metár í afla-
brögðum, heyfeng og uppskeru hvers konar garðávaxta. Þá
streyma peningar í vasa þeirra, sem vinna að þessu. Peningar
veita lífsþægindi, og fólkið getur keypt það, sem það girnist.
Aðrir munu segja, að stéttir þær, sem lægst eru launaðar, beri
álltof skarðan hlui frá borði. Þær þurfi hærra kaup, styttri vinnu-