Norðurljósið - 01.01.1967, Side 24
24
NORÐURLJÓSIÐ
tíma og lengri frí, og reyndar þurfi allir það, sem einhverja at-
vinnu stunda.
Eg verð dálítið var við, að nú bryddir á þeirri skoðun, að
vinnufriður, að gott samkomulag þurfi að haldast á milli vinn-
andi stétta og atvinnurekenda, hvort sem þeir eru einstaklingar,
félög eða ríkisvaldið, að þetta sé brýnasta þörf þjóðar vorrar
NU, eða í dag, eins og menn vilja orða það.
Ég viðurkenni, að þessi þörf er ákaflega brýn. Hér hefir lengi
verið háð stétta-at. Forfeður vorir öttu saman hestum sínum;
nú etja menn stétt gegn stétt eða hafa gert það. Alltaf finnast
ein'hverjir starfsmannáhópar eða félög launþega, sem heimta
hærra kaup eða meiri fríðindi en þeir áður höfðu. Vanalega
fæst þetta eftir meira eða minna þóf eða verkföll. En hærra
kaupið eða jafngildi þess, fríðindin, koma þó í raun og veru úr
annarra vösum eða sjóðum. „Það rænir hver frá öðrum,“ sagði
bifreiðarstjóri við mig, þegar ég var að greiða honum kaup fyrir
veitta hjálp. Hann tók þó ekki fullt taxtakaup, sem honum var
heimilt. Það blöskraði honum. Eitthvað er við þetta kapphlaup
um kaup, sem minnir mig á orð biblíunnar: „Enginn þyrmir öðr-
um. Menn rífa í sig til hægri handar og eru þó hungraðir; þeir
eta til vinstri handar og verða þó eigi saddir; hver etur holdið
af sínum eigin armlegg." Allt þetta kapphlaup um peninga og
lífsþægindi bitnar að lokum á þeim, sem taka þátt í því. Það var
þeirra eiginn armleggur, sem þeir átu holdið af, er þeir þóttust
vera að eta aðra. Verðbólgan gleypir arðinn. Því gleyma menn.
„Stétt gegn stétt.“ Sé þessu vígorði fylgt, skapar það sundur-
lyndi, deilur og ófrið. Það leiðir inn nýja Sturlungaöld. Það
leggur frelsi og sjálfstæði landsins í rústir einar að lokum. Krist-
ur sagði: „Ef ríki er orðið sjálfu sér sundurþykkt, þá fær ríki
það eigi staðizt. Það ríki leggst í auðn.“ Eiga þetta að verða örlög
íslands? Þetta verða örlög íslands, nema Guð bæti úr brýnustu
þörf þess og geri það á vorum dögum.
Hver er brýnasta þörf Islands? Hver er brýnasta þörf vest-
rænnar menningar?
Það er trúarvakning, sera nútímamenningin, sem þjóðin þarfn-
ast mest af öl'lu.
Hlustendur muna sjálfsagt flestir eftir því, að biskup Islands,
herra Sigurbjörn Einarsson, mæltist til þess í sumar, 1966, er
haldinn var bænadagur kirkjunnar, að beðið yrði um trúar-
vakningu í kirkjum landsins.
Er trúarvakning æskileg? spyrja sumir. Er hún ekki eitthvert