Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 26
26
NORÐURLJÓSIÐ
Þegar dr. Billy Graham var að prédika í Lundúnum árið 1954,
þá hafði hann þann sið, sem hann hefir enn: að skora á fólk að
koma fram og taka á móti Kristi sem frelsara sínum. Meðal
þeirra, sem það gerðu, var læknir. Þegar hann kom heim, varð
honum bráðlega Ijóst, að í herbergi hans var margt það, sem
átti þar ekki heima lengur. Þar voru myndir af klæðlitlum eða
klæðlausum stúlkum. Þar voru sögur og bækur, ósiðlegar og
klúrar, svo að nokkuð sé nefnt. Þetta tók hann allt og brenndi.
Síðan bauð hann vinum sínum til sín og tók að lesa með þeim
bihlíuna. Hann fann, að klámrit og nektarmyndir áttu ekki heirna
í híbýlum manns, sem vill lifa Jesú Kristi. Slík rit eitra hugarfar
manna, einkum óþroskaðra unglinga.
Ég var staddur í bókabúð á Akureyri fyrir nokkrum árum.
Inn komu tveir unglingar, 15—16 ára, býst ég við. Þeir fóru að
svipast um eftir tímaritum þar, leituðu, en fundu ekki það, sem
þeir voru að leita að. Þá sagði afgreiðslustúlkan: „Er það ekki
þetta, sem þið eruð að leita að?“ Hún rétti þeim tímaritáhefti.
Þeir gægðust inn í það. Jú, þökk fyrir, þetta var það. Ég greip
heftið og fletti því lítið eitt. Ég sá óðar, að hverju ungu mennirn-
ir voru að leita: mynd af nakinni stúlku. Myndin var agnið,
til þess að fá unglingana sem kaupendur ritsins. Myndin var
meira. Hún var frækorn, sem féll í gljúpan jarðveg æskumanns-
hugans. Þetta frækorn hefir að líkum vaxið upp og borið sinn
ávöxt með óskírlífisathöfnum síðar meir.
Þetta er eitrað andrúmsloft. Dyggðir þær, sem borið hafa
uppi menningu liðinna kynslóða, dáfna ekki né þroskast þar,
sem óskírlífið nær tökum á æskunni. Voldugar þjóðir hafa úr-
kynjast og öðrum orðið að bráð af þessum sökum. Oskírlífi æsku-
lýðsins í Frakklandi var talin ein orsök þess, hvers vegna Frakk-
land, árið 1940, féll í hendur Þjóðverjum svo auðveldlega. Æsku-
mennirnir þoldu ekki sama erfiði og Þjóðverjarnir.
Trúarvakning getur bjargað þjóð vorri frá þeim örlögum, að
verða að reyna nýja öld ófriðar og vígaferla innan lands. „Það,
sem maðurinn sáir, mun hann uppskera,“ segir Guð í orði sínu,
biblíunni. Það fer ekki hjá því, ef nógu lengi og svæsið er alið
á flokkadrætti, öfund og hatri milli stjórnmálaflokka og stétta,
þá verður gripið til hnefaréttarins og notuð kröftugri vopn en
steinar og barefli. „Þetta getur ekki gerzt hér,“ segja menn. Þetta
hefir gerzt hjá öðrum þjóðum. Það getur gerzt hér. íslendingar
pykja ágætir hermenn, er þeir ganga á mála hjá hernaðarþjóð-