Norðurljósið - 01.01.1967, Page 28
28
NORÐURLJ ÓSIÐ
næsta árs las hann tvö fyrstu bindin af frásögu Georges Miillers
í Bristol, sem rak hæli fyrir munaðarlaus börn á þeim grund-
velli: að biðja Guð um al'lt, en mennina um ekkert. Ungi maður-
inn sagði við sjálfan sig: „Miiller fær þetta állt blátt áfram með
bæn. Þannig get ég öðlazt blessun á sama bátt.“ Síðan fór hann
að biðja. Fyrst 'fékk hann andlegan félaga sem bænasvar frá
Drottni, og þeir fengu aðra tvo, sem voru sama sinnis.
Þeir félagar voru nú orðnir fjórir. Þeir tóku nú upp þann
sið, að mætast alltaf til bænar á hverju föstudagskvöldi í litlu
skólahúsi. Á nýjársdag 1858 leiddi Drottinn til sín á markverðan
hátt vinnumann nokkurn, og var það svar við bænum þeirra.
Hann bættist í hópinn, og þessir fimm menn gáfu sig að samein-
aðri bæn. Skömmu síðar sneri sér sjötti ungi maðurinn og bætt-
ist við. Þannig óx þessi litli hópur smám saman. Samkomur
þeirra voru með því sniði, að þeir lásu saman heilaga ritningu,
báðu saman O'g upphvöttu hver annan til að lifa kristilega og
biðja.
Um jólaleytið 1858 var McQuilkin beðinn, ásamt tveimur fé-
lögum sínum, að halda samkomu, sem allir mættu sækja. Þetta
var gert, og Kristur boðaður sem frelsarinn eini. Sumir .trúðu
boðskapnum. Aðrir gerðu gys að honum. Hálfum mánuði síðar
var haldin önnur samkoma. Þá tók hlýr andblær Anda Guðs að
líða yfir landið. Margir snerust frá synd eða dauðum rétttrún-
aði, nafnkristni, og urðu sannkristnir menn.
Þannig hófst trúarvakning, sem varð ein hin mesta og minnis-
stæðasta trúarvakning allra tíma. Árið eftir breiddist hún út
yfir England, Wales og Skotland. Síðan barst hún til annarra
landa. Áhrif hennar vöruðu áratugum saman.
Þetta varð þá ávöxturinn af því litla fraökorni, að einn ungur
maður gaf sig að bæn og trúði á bænheyrslu Guðs. Allt of marg-
ir biðja af vana eða án lifandi sannfæringar um, að þeir séu að
biðja Guð, sem bæði vill og getur svarað bæn. Við megum ekki
vera lík manni eða konu, sem gengur inn í verzlun og veit ekki,
hvað hann eða hún ætlar að kaupa. Við eigum að koma eins og
maðurinn í dæmisögu Krists: Það var seint að kvöldi, að gestur
kom til manns. Hann var þreyttur og hungraður, en vinur hans,
sem hann gisti hjá, átti ekkert til að bera á borð fyrir hann. Hvað
átti hann að taka til bragðs? Auðvitað að finna ríkan vin sinn,
sem átti nóg brauð og biðja hann að lána sér. Hann fór, en þá
var vinur hans kominn í rúmið og fannst hann ekki geta farið
á fætur til að ná í brauðin. Hinn hélt áfram að nauða á hon-