Norðurljósið - 01.01.1967, Page 28

Norðurljósið - 01.01.1967, Page 28
28 NORÐURLJ ÓSIÐ næsta árs las hann tvö fyrstu bindin af frásögu Georges Miillers í Bristol, sem rak hæli fyrir munaðarlaus börn á þeim grund- velli: að biðja Guð um al'lt, en mennina um ekkert. Ungi maður- inn sagði við sjálfan sig: „Miiller fær þetta állt blátt áfram með bæn. Þannig get ég öðlazt blessun á sama bátt.“ Síðan fór hann að biðja. Fyrst 'fékk hann andlegan félaga sem bænasvar frá Drottni, og þeir fengu aðra tvo, sem voru sama sinnis. Þeir félagar voru nú orðnir fjórir. Þeir tóku nú upp þann sið, að mætast alltaf til bænar á hverju föstudagskvöldi í litlu skólahúsi. Á nýjársdag 1858 leiddi Drottinn til sín á markverðan hátt vinnumann nokkurn, og var það svar við bænum þeirra. Hann bættist í hópinn, og þessir fimm menn gáfu sig að samein- aðri bæn. Skömmu síðar sneri sér sjötti ungi maðurinn og bætt- ist við. Þannig óx þessi litli hópur smám saman. Samkomur þeirra voru með því sniði, að þeir lásu saman heilaga ritningu, báðu saman O'g upphvöttu hver annan til að lifa kristilega og biðja. Um jólaleytið 1858 var McQuilkin beðinn, ásamt tveimur fé- lögum sínum, að halda samkomu, sem allir mættu sækja. Þetta var gert, og Kristur boðaður sem frelsarinn eini. Sumir .trúðu boðskapnum. Aðrir gerðu gys að honum. Hálfum mánuði síðar var haldin önnur samkoma. Þá tók hlýr andblær Anda Guðs að líða yfir landið. Margir snerust frá synd eða dauðum rétttrún- aði, nafnkristni, og urðu sannkristnir menn. Þannig hófst trúarvakning, sem varð ein hin mesta og minnis- stæðasta trúarvakning allra tíma. Árið eftir breiddist hún út yfir England, Wales og Skotland. Síðan barst hún til annarra landa. Áhrif hennar vöruðu áratugum saman. Þetta varð þá ávöxturinn af því litla fraökorni, að einn ungur maður gaf sig að bæn og trúði á bænheyrslu Guðs. Allt of marg- ir biðja af vana eða án lifandi sannfæringar um, að þeir séu að biðja Guð, sem bæði vill og getur svarað bæn. Við megum ekki vera lík manni eða konu, sem gengur inn í verzlun og veit ekki, hvað hann eða hún ætlar að kaupa. Við eigum að koma eins og maðurinn í dæmisögu Krists: Það var seint að kvöldi, að gestur kom til manns. Hann var þreyttur og hungraður, en vinur hans, sem hann gisti hjá, átti ekkert til að bera á borð fyrir hann. Hvað átti hann að taka til bragðs? Auðvitað að finna ríkan vin sinn, sem átti nóg brauð og biðja hann að lána sér. Hann fór, en þá var vinur hans kominn í rúmið og fannst hann ekki geta farið á fætur til að ná í brauðin. Hinn hélt áfram að nauða á hon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.