Norðurljósið - 01.01.1967, Page 32
32
NORÐURLJÓSIÐ
og Jesaja spámaður forðum, þegar hann var ungur, og segja:
„Hér er ég, Drottinn, serul þú mig?“
Hver vill biðja af hjartans alvöru: „Drottinn, sendu trúar-
vakning, og láttu hana byrja í mér?“
Ég bið Guð að blessa hvern þann, sem gerir það.
Drottinn, blessa þú ísland og gefðu því trúarvakningu.
---------x--------
GUÐ SVARAR BÆN
Guð svarar bæn, ó bið þú hann.
Hver betra starf í heimi fann?
Og barnið Guðs má biðja um allt,
því bið, ef þér finnst lánið valt.
Guð svarar bæn, sú blessun mest
fær bölið létt, og andann hresst,
hún eykur vonir, eflir dug,
hún endurnærir sál og hug.
Guð svarar bæn, ó, bið og bið,
því bænin gefur bjartafrið.
í Jesú nafni biðja ber,
það bænasvarsins trygging er.
S. G ./.
---------x--------
Bæii prédikarans
Prédikarinn heimskunni, C. H. Spurgeon, bað á þessa leið:
Drottinn, frelsaðu mig frá syndum, sem kalla sjálfar sig litlar.
Fleiri en hann gætu haft gott af að biðja þessarar bænar.
Eins og smárefir, yrðlingar, skemmdu víngarða ísraels til
forna (Ljóðalj. 2. 15.), þannig skemma „smásyndir“ víngarða
trúarlífsins.
Það er lítil synd, eða engin synd í sumra augum, að vanrækja
lestur orðs Guðs, eða bænina eða samfélag við þá, sem koma sam-
an, hvort heldur til að boða orðið bíðja eða lanna til Drottins
borðs. En þetta etur bíómín úr víngarði ævi þeirra, svo að upp-
skeran verður lítil, launin smá fyrir drýgða dáð, hjá Drottni
Jesú við dómstól hans siðar meir.