Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 33
NORÐURLJ ÓSIÐ
33
Hún var nefnd „Púðursykur44
Furðuleg, en sönn saga. — Eftir MABLE STAFFORD.
Ritstj. þýddi.
Ég sá hana fyrst í Portland, í Oregon. Hún sagði mér sögu
sína. Þegar ég spurði hana að nafni, sagði hún: „Elsku barn,
þú gætir ekki borið það fram. Kallaðu mig Púðursykur. Það
gera allir.“
Verkið, sem Drottinn kallaði þessa kæru, gömlu, trúuðu konu
til að gera, var ekki létt, en aflaði ríkulegra launa. Dag nokkurn
þegar hún var að biðja, talaði Drottinn til hennar: „Púðursykur,
ég hefi kallað þig til að vinna erfitt verk. Viltu gera það?“
„Já, Drottinn, ef þú vilt fara með mér.“
„Ég mun alls ekki sleppa þér né yfirgefa þig, svo lengi sem
þú gerir vilja minn. Stundum verður þú án peninga og matar
og getur engan stað haft til að sofa í, nema í biðskýlum strætis-
vagnanna. Enginn söfnuður mun styrkja þig, og varanlegt heim-
ili fær þú ekki. Ertu enn fús til að gera þetta?“
Hún sagði mér, að hún svaraði hiklaust „Já,“ því að hún vildi
fylgja Drottni.
Drottinn hélt áfram að tala: „Ég á börn, sem eru í erfiðleik-
um, og enginn leggur það sér á hjarta. Ég er að biðja þig að
hjálpa þeim. Farðu nú í strœtisvagnaskýlið og þú munt finna
unga stúlku, sem œtlar að svipta sig lífi innan stundar. Hún er
bláeyg með brúna lokka og um fimm fet á hæð. Hún mun vera
að gráta. Hjálpaðu henni og sendu hana heim.“
Aldraða trúkonan flýtti sér í biðskýlið og hitti stúlkuna, sem
var að gráta, og spurði hana: „Elsku barn, hvað gengur að þér?“
„Ég er týnd,“ sagði stúlkan.
„A fleiri vegu en einn,“ sagði Púðursykur, er hún fann vín-
lykt af henni.
„Hvað áttu við?“ spurði stúlkan.
„Drottinn minn dó til að frelsa þig. Hvers vegna lætur þú
hann ekki gera það?“
Stúlkan hló beiskum hlátri. „Ég veit ekki, hver þinn Drottinn
er. En enginn getur bjargað mér. Sérðu klukkuna þarna? Eftir
30 mínútur bind ég enda á allt.“
„Þú átt við, að þú ætlar að taka þig af lífi?“
Stúlkan kinkaði kolli, og Púðursykur hélt áfram:
„Þú átt að skammast þín. Þú endar ekki allt. Þá byrjar þú til-