Norðurljósið - 01.01.1967, Page 34
34
NORÐURLJÓSIÐ
veru ’þína að eilífu í helvíti. Elsku barn, logarnir þar eru talsvert
heitir. Ef þú sviptir þig lífi, þá er engin undankomu leið. Auk
þess hefir Drottinn minn sent mig ‘hingað til að segja þér, að
hann elskar þig.“
„Móðir mín elskar mig ekki. Hvernig getur þá Drottinn þinn
það? Og auk þess, Ihvers vegna gerir hann það?“
„Guði þótti nógu mikið varið í þig til þess að senda Jesúm til
að deyja fyrir þig,“ sagði Púðursykur.
Stúlkan breytti nú umræðuefni og sagði vonarleg: „Ég er al-
veg að deyja úr löngun í vín. Getur þú ekki gefið mér sopa?“
„Jú, ég hefi drykk handa þér,“ svaraði Púðursykur.
„Vertu svo góð að láta mig fá hann,“ mælti stúlkan og greip
í handlegg konunnar.
„Ég hefi lifandi vatn, það kemur ekki úr flöskum. Það kemur
frá Drottni mínum. Hann sendi mig til að segja þér, að hann dó
fyrir þig. Hann langar til að gefa þér eilíft líf,“ sagði Púðursykur.
Stúlkunni fannst þetta grimmdarlegt gaman. Hún kastaði til
höfðinu og sagði: „Haltu áfram að gera gys að mér.“ Hún leit
á klukkuna. „Þegar lestin þarna fer yfir brúna, verð ég þar, og
lestir stanza ekki,“ sagði hún og hló tryllingshlátri. „Þeir munu
segja, að það var gott að losna við mig. Enginn saknar mín.“
Púðursykur greip í arm hennar og hristi hana. „Hættu þessu
á andartakinu. Jesú þykir vænt um þig, elskan, annars hefði hann
ekki sent mig til að tala við þig.“
„Þú segir við mig „elskan“,“ sagði stúlkan og fór aftur að
gráta. „Það er langt orðið síðan, að nokkur hefir kallað mig það.“
„Ég elska þig, og Jesús elskar þig. Lofaðu mér að segja þér
frá honum,“ mælti Púðursykur í bænarrómi.
„Gerðu svo vel að gera það,“ hvíslaði stúlkan.
Eftir fáeinar mínútur hafði María veitt Kristi viðtöku sem
frelsara sínum. Meðan hún var að þurrka tárin úr augunum,
kom stórvaxinn lögreglumaður til þeirra og spurði: „Er þessi
kona að baka þér ónæði?“
„Ó-nei, herra. Hún er eini vinurinn, sem ég á, að Jesú und-
anskildum!“ María brosti. „Heyrir þú til lestarinnar? Nú væri
ég orðin undir hjólum hennar, ef hún hefði ekki hjálpað mér til
að finna Jesúm. Nú ætla ég að fara heim.“
Þá talaði Drottinn aftur við Púðursykur og sagði: „Kauptu
farmiða handa henni.“ Farmiðinn kostaði 8 dollara, og hún átti
tvo dollara eftir. Þá talaði Drottinn enn til hennar: „Gefðu henni
tvo dollarana til að kaupa mat fyrir,“ Púðursykur hlýddi því.