Norðurljósið - 01.01.1967, Page 35
NORÐURLJ Ó SIÐ
35
„Ég kom henni inn í strætisvagninn,“ sagði hún mér, „síðan
sneri ég mér við til að fara — hvert? Ég minntist orða Drott-
ins: „Stundum muntu vera án peninga og stundum án matar“.“
Hún leit upp og sá, hvar maður kom gangandi í áttina til
hennar. Hann sagði: „Ég sá, hvað þú gerðir fyrir þessa stúlku.
Ég þarfnast hjíálpar líka.“
Hún hélt, að hann vantaði peninga, svo að hún sagði, að hún
hefði gefið stúlkunni allt, sem hún hafði. „0, ég á ékki við það,“
sagði hann. „Mig vantar hjálp. Ég er vínsjúkur. Konan mín hef-
ir reynt allar aðferðir í heimi til að hjálpa mér. Ég 'hefi leitað
læknanna. Eg hefi gengið í félög bindindismanna, en ég er enn-
þá drykkjumaður. Ég heyrði stúlkuna segja, að nú logaði ekki
áfengislöngunin lengur í 'henni. Getur þú hjálpað mér?“
„Nei,“ sagði gamla trúkonan, „en Jesús getur það.“
„Viltu segja mér, hvernig?“ mælti maðurinn með biðjandi
röddu. Hún gerði það. Er maðurinn hafði kropið á kné í fá-
einar mínútur, reis hann á fætur og kallaði: „Hún er farin!
Löngunin er farin!“ Fólk sneri sér við til að horfa á hann, en
honum stóð á sama. Púðursykur talaði um það við hann, að
lifa fyrir Drottin, og hann sagði: „Ég er á förum heim til að
segja konunni minni þessar góðu fréttir.“
Þegar hann kvaddi hana, stakk hann í lófa hennar 25 dollara
seðli. Á þennan hátt lætur Guð hana starfa og annast þarfir
hennar.
„Þegar ég á enga peninga, fasta ég, þangað til Drottinn send-
ir einhvern til að hjálpa mér,“ sagði hún mér. „Þegar ég hefi
engan stað til að sofa, sef ég í biðskýlunum. Lögreglan ónáðar
mig ékki, en ef hún segir nokkuð, sýni ég þeim bara hihlíuna
mína. Mér þykir gaman að hjálpa Drottni mínum. Ég prédika
dálítið og sé sálir frelsast. En mest af uppskeru minni fæ ég í
biðskýlunum.“
Af því að Púðursykur leggur sig alveg í Guðs hönd, notar hann
hana á margvíslegan hátt.
Ungur prestur var svo niðurbeygður, að honum fannst, að
hann gæti ekki haldið áfram starfi. Hann bað í örvæntingu:
„Drottinn, ef þú vilt ekki láta mig hætta, þá verður þú að senda
einhvern til að hjálpa mér.“ Er hann svo gekk eftir götunni, var
hönd lögð á öxl hans, og Púðursykur sagði: „Hvað er að, sonur
sæll?“ Hann sagði henni frá því, og hún hað fyrir honum þar
úti á götunni.
„Þegar við risum á fætur, voru erfiðleikar mínir horfnir,“